Hófsemdarkona bakkar úr Samfylkingu

Þegar Jóhanna öskraði reyndi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir að miðla málum. Líklega hefur það reynt á þolrifin að vera forseti alþingis með þau Jóhönnu og Steingrím J. í stjórnarráðinu.

Það er áfall fyrir Samfylkinguna að Ásta Ragnheiður ákveður að gefa ekki kost á sér. Yfirbragð hennar gaf Samfylkingunni snert af virðingu sem flokkum veitt ekki af með kumpána eins og Össur og Björgvin G. um borð.

Þegar hófsemdarfólk yfirgefur Samfylkinguna verður meira rými fyrir pólitísku skæruliðana.


mbl.is Framtíðin óráðin segir Ásta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er auðvitað ekki bara mál Sf en nú sér maður nánast alla lýsa yfir framboði, nú ætla allir sér í stjórnmál. Endurspeglar það ekki vel að hér er auðvitað massív kreppa?

Helgi (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 20:38

2 identicon

Það þýðir ekki að vera með fordóma um flokka. Það er ótrúlega hátt standandi fólk, að vísu í miklum minnihluta, í Samfylkingunni, og meira að segja á Alþingi, en það fólk vinnur almennt frekar í skugganum og dregur ekki að sér mikið sviðsljós. Það er sorglegt að þetta fólk, sem er með hugsjónir hærri en þessi flokkur, og mannorð honum betra, skuli ekki bara stofna sinn eigin flokk. Það vantar alvöru jafnaðarmannaflokk á Íslandi, alvöru vinstriflokk. Kapítalisminn er dauður...Það vita það allir eftir nokkur ár, í mesta lagi nokkra áratugi, en þeim mun vegna best sem byrja að undirbúa sig undir jarðarförina núna.

Nýtt Heimsskipulag (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 21:53

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hófsemdar kona?

Það eina sem ég til með að muna um afrek Ástu Ragnheiðar á Alþingi er að hún á það skilið að vera krýnd fyrsti Bjölluráðherra Alþingis.

Man einhver annað sem þessi merka kona gerði nema berja í bjöllu?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 29.10.2012 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband