Föstudagur, 26. október 2012
ESB-sinni vill leiða lista VG í Reykjavík
Árni Þór Sigurðsson er aðalhöfundur þeirrar stefnu VG að tala tungum tveim og sitt með hvorri í Evrópumálum. Í stefnuskrá VG og flokkssamþykktum segir frá andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu en í reynd vinnur forysta flokksins að því hörðum höndum að gera Ísland að aðildarríki.
Félagsmenn og kjósendur VG yfirgefa flokkinn unnvörpum vegna þess að flokkur sem svíkur í lykilmáli er líklegtur til að svíkja í smærri málum
Stærsta mál seinni tíma stjórnmálasögu Íslands er spurningin um afstöðuna til Evrópusambandsins. Með ESB-sinna í forystu í Reykjavík þurfa menn eins og Bjarni Harðarson ekki lengur að spyrja hvort Eyjólfur hressist og VG verði kosningahæfur á ný.
Erum við ekki báðir á leið til Framsóknarmadömmuna, Bjarni minn, og þú ekki í fyrsta sinn?
Árni Þór sækist eftir öðru sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli rifjað verði upp brask hans með bankabréfin sem hann komst yfir í krafti aðstöðu sinnar?
Á þeim græddi hann milljónir eins og Össur Skarphéðinsson.
Seldi ekki alveg öll í fyrstu umferð ef ske kynni að þau myndu hækka.
Glæsilegir fulltrúar alþýðunnar þessir heiðursmenn.
Karl (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 14:48
Bankamaðurinn Árni Þór Sigurðsson sat í stjórn Frjálsa Fjárfestingarbankans og í viðtali við Pressuna þann 20.10.2010 lét hann hafa eftir sér um gengistryggð lán:
"Ég man þegar þessi lán komu til sögunnar að þá var spurt hvort þau samrýmdust lögum. Þá lágu fyrir lögfræðiálit um að þau væru leyfileg og eftirlitsstofnanir eins og Fjármálaeftirlitið samþykktu þau".
Hvar eru þessi lögfræðálit núna Árni Þór?
Í þessu samhengi má minna á að fáir lántakendur hafa farið jafn illa út úr samskiptum sínum við fjármálastofnanir og fyrrum viðskiptavinir FF.
Fyrir alla muni Vinstir Grænir, komið ykkar hrunverjum í fremstu röð.
Seiken (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 15:41
Þarna þarf að hreinsa út.
Vafasöm auðgun vegna tengsla við auðróna og viðskiptalíf og algjör svik við stefnu VG.
Þessi flokkur hlýtur að eiga sæmilega frambærilegt fólk.
Hvers vegna kemur það ekki fram?
Karl (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 18:27
Hagnaðist ekki Össur á sölu í hlutabréfum sínum í SPRON, allavega hef ég heyrt 60 millur nefndar, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ómar Gíslason, 26.10.2012 kl. 19:39
Illuga Gunnarssyni er fundið allt til foráttu að hafa setið í stjórn Glitnissjóðs 9, þó fer engum sögum af því að hann hafi misnotað aðstöðu sína.
Þessa dagana þarf hann Jón ekki aðeins að vera Séra, heldur Vinstri Séra líka.
Kolbrún Hilmars, 26.10.2012 kl. 19:40
Ekkert á óvart þessu aumu skrif Pálls Vilhjálmssonar um fólk , en verra er að það skuli vera einhver sem vill gera það sama !
Ekki eru þið að fá borgað fyrir það líka ?
JR (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 20:50
Ég hef samt aldrei skilið það hversvegna þingið kærði ekki meðferð á ESB umsóknarferlinu þar sem málið fékk ekki eðlilega meðferð sem stjórnarerindið og fór ekki fyrir stjórnarráðsfund samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Ég hef reynt að fá upplýsingar um þennan stjórnarráðsfund en þær liggja ekki á lausu.
Valdimar Samúelsson, 26.10.2012 kl. 20:51
Sæll.
Gott hjá Seiken að halda þessu til haga.
Á meðan kjósendur refsa ekki stjórnmálamönnum sem ganga á bak orða sinn munu stjórnmálamenn ganga á bak orða sinna. Svo einfalt er það.
@ÓG: Jú, Össur og Árni Þór högnuðust eða töpuðu í það minnsta ekki eins og þorri fólks með því að selja skömmu fyrir hrun. Þeir sögðu það vera heppni ef ég man rétt en þegar Árni Þór fékk eggið í hausinn hætti ég að trúa þessari heppnis skýringu hans. Össur sagði í skýrslu RNA að hann vissi ekkert um fjármál. Kannski voru þeir heppnir? Aldrei að vita? Ég hef samt meiri áhuga á að vita hver gaf þeim vink enda alveg ljóst í mínum huga að þeir fengu vink. Sérstakur ætti að vera búinn að skoða þetta mál alveg í þaula. Ég ber orðið litla virðingu fyrir því embætti.
Gengur það upp að hafa í framvarðarsveit utanríkismála okkar tvo menn sem hugsanlega hafa gerst sekir um það sama og Baldur?
Helgi (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 21:45
Hvernig er það Mosvallamóri, (jr)færð þú ekki greitt fyrir að freta yfir alla sem eru á móti jóhönnu?
þór (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 13:33
Eru JR og Þór bloggsóðar sendir af VG til að verja sinn mann? Alla vega þora að koma fram undir nafni.
Steinarr Kr. , 27.10.2012 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.