Bretar draga sig út úr ESB, Spánverjar óttast borgarastyrjöld

Bretar eru svo gott sem hættir í Evrópusambandinu, segir Ambrose Evans-Pritchard dálkahöfundur Telegraph. Hann  tilfærir nokkur dæmi þar sem Bretar ýmist neita að taka þátt í frekari samruna Evrópusambandsins eða draga sig út úr samstarfi.

Greining Evans-Pritchard er um það bil eftirfarandi: evran knýr á um fullan pólitískan samruna ríkja Evrópusambandisns. Ákvörðun Breta fyrir 20 árum að taka ekki þátt í gjaldmiðlasamstarfinu var upphafið að skilnaði þeirra við meginlandsþjóðirnar.

Evan-Pritchard spáir stormasömum skilnaði Breta við ESB á næstu árum en að lokum verði þó fundin lausn sem báðir geta fellt sig við. Garður er granna sættir, segir dálkahöfundurinn.

Á Íberíuskaganum er fátt um garða milli héraða þjóðríkisins Spánar og sáttatónn er víðs fjarri. Þýska útgáfan Die Welt segir frá hjálparbeiðni Katalóníu til Evrópusambandsins sökum hótana frá höfuðborginni Madríd um að beita spænska hernum til að verja landamæri ríkisins og hindra sjálfstæði Katalóníu.

Á síðustu öld beitti andlegt skyldmenni Hitlers og Mússólíni, herforingi að nafni Franco, spænska hernum á spænska borgara sem vildu lýðveldi.

Katalónía gæti með skömmum fyrirvara orðið sjálfstætt þjóðríki með Barcelona sem höfuðborg. Spænski ríkiskassinn er tómur og aðeins skuldafjötrar og leiðindi framundan. Borgarastyrjaldir eru settar saman úr þessum hráefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skora á stjórnvöld að draga umsóknina um aðild að ESB.til baka. Er það til ofmikils mælst?

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2012 kl. 08:33

2 identicon

Vonandi flyst þessi órói ekki til Íslands, en til þess verðum við að fara eftir þeim lögum sem gilda í þjóðfélaginu.

Kaupréttur lykilstjórnenda Eimskips, á kjörum sem engum öðrum hluthöfum stendur til boða,talað hefur verið um 75% afslátt á hlutabréfum, hvernig stenst það 76.gr. laga um hlutafélög Lög nr. 2/1995.

76.gr. Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir, sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annara hluthafa eða félagsins.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband