Alþingi virti ekki hæstarétt: hvers vegna ætti að virða skoðanakönnun?

Kosningar til stjórnlagaþings voru úrskurðaðar ólögmætar af hæstarétti Íslands. Alþingi virti ekki niðurstöður hæstaréttar og skipaði þá sem hlutu ólögmæta kosningu í stjórnlagaráð.

Könnun á völdum atriðum úr afurð stjórnlagaráðs var gerð síðustu helgi.

Hvers vegna ætti alþingi að virða meinta niðurstöðu könnunarinnar fremur en úrskurð hæstaréttar?


mbl.is Alþingi virði niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pétur Gunnlaugsson á útvarpi sögu var að útlista skoðanakönnun í morgun um fylgi flokkanna. Þar sagði hann að niðurstaða væri sú að ef saman væru teknir þeir sem ekki vildu kjósa fjórflokkanna og þeirra sem EKKI ætla að kjósa væri fjórflokkurinn með undir 50% fylgi. Nú er hægt að telja þá með sem sitja heima!

hey (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 13:09

2 identicon

páll þú ert svo gegnsær að það hálfa væri nóg. ef hæstiréttur hefði notað jafnþunn rök gagnvart einhverju af þínum kærustu málum (esb andstaða, ruglingur um fullveldi, þjóðkirkjan o.fl.) og í þessum dómi um stjórnlagaþingið værir þú með alvarlega veiruskitu eins og beljurnar á suðurlandi. þá er ég að tala um skitu á blogginu.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 13:46

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vinnur hæstiréttur að því að verja saklaust fólk á löglegan, rökstuddan og réttlátan hátt?

Hvernig væri að hlusta á það sem Jón Steinar Gunnlaugsson hefur að segja um hæstarétt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.10.2012 kl. 14:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hæstiréttur dæmdi kosningarnar "ólöglegar" vegna formgalla í framkvæmd kosninganna, en hvorki tilgang þeirra eða hugmyndafræði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 14:22

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, kosningarnar voru ólöglegar. Þá hefði farið betur á að kjósa aftur.

Ríkisstjórnin virti Hæstarétt að vettugi.

Staðreynd sem ekki firnist.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.10.2012 kl. 15:13

6 identicon

Allt kjaftæði sjallabjálfanna um þjóðaratkvæðagreiðsluna um síðustu helgi er komin á svo lágt plan, að það er orðið Íslandi til skammar.

Skoðanakönnun skal það vera, ekki  þjóðaratkvæðagreiðsla.

Þá eru vangaveltur um afstöðu þeirra sem heima sátu svo vitlausar, að maður fær aulahroll.

Hvað er eiginlega að innbyggjurum, sem ku vera svo gáfaðir og vel menntaðir?

Málið er að þátttakan var ótrúlega mikil og útkoman skýr. Þetta, nákvæmlega þetta kom sjöllunum mest á óvart, einnig mér. Ég hafði aldrei reiknað með meira en 40% þátttöku, sem þykir góð stærð um málefni sem þessi hér í Sviss.

Nú er öll strategía sjallanna í uppnámi, þeir höfðu ekki reiknað með þessu og bulla því út og suður.

En eftirtektavert er að hækjuliðar (Framsókn) eru enn verri en sjallarnir. Kjafta eins og fífl.

Baldur McQueen orðaði þetta vel í flottum pistli í DV í dag:

Verði ykkur að góðu, þið aumustu þingmenn sem Íslendingar hafa mátt þola.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 18:26

7 identicon

Mikill meirihluta þeirra sem mættu völdu að kjósa yfir sig:

Framsal fullveldis til ESB. Gengur ekki skv. núverandi stjórnarskrá, auðvelt skv. þeirri nýju.

Afnám verndar Íslenskrar tungu sem er í núverandi stjórnarskrá.

Afnám heimilda lagasetninga um eignarrétt útlendinga á stórum landsvæðum hérlendis.

---

Í minni málum var fólk að kjósa yfir sig réttindi dýra, sem er ágætt út af fyrir sig,en ekki er skilgreint hvað "dýr" eru. Stangveiðar með ánamaðki verða stjórnarskrárbrot. Tala nú ekki um geitunga eða sniglagildrur.

Fólkið kaus yfir sig að allir skulu hafa "sanngjörn" laun, það verður brot á stjórnarskrá ef fólk er ekki ánægt með launin sín og finnst þau ekki sanngjörn.

Það má endalaust telja upp hvaða rugl blessað fólkið kaus yfir sig, það verður stjórnarskrárbrot ef svifryk verður yfir mælingum, ef allir fá ekki fullkomnustu læknisþjónustu sem völ er á, allir eiga að fá að lifa með "reisn", barnaníðingar og morðingjar sem aðrir. Að virða skuli fjölbreytileika mannlífsins skal setja í stjórnarskrá...

Afsakaðu langlokuna en þetta er örfáir punktar sem ég held að fólk hafi engann veginn áttað sig á að það væri að setja í nýja stjórnarskrá með sínu jái, því miður fór það svo að hatur út í Sjálfstæðisflokkinn virðist hafa ráðið för, ekki að fólk hafi kynnt sér tillögurnar að nokkru ráði.

HelgaB (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 19:02

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda fólki á að þar til að stjórnlagaráð tók við vinnu við að semja drög að nýrri stjórnarskrá var að störfum stjórnarskrárnefnd. Í hana var ekkert kosið heldur var hún skipuð. Og á undan henni hafa verið fullt af nefndum sem hafa unnið að því að semja stjórnarskrá en ekki gengið. Og í enga þeirra hefur verið kosið. Stjórnlagaráð var í raun önnur útgjáfa af nefnd með minna vægi en stjórnlagaþing. Ólíkt öðrum nefndum sem hafa unnið að breytingum á stjórnarskrá voru þó um 85 þúsund manns sem mættu og völdu þetta fólk. En þar sem Alþingi skv. núverandi stjórnarskrá er alltaf eini aðilinn sem getur gefið þjóðinni nýja stjórnarskrá þá er ég þó fenginn að ég og 85 þúsund aðrir höfðum tækifæri að leggja okkar að mörkum við að velja fulltrúa í þá vinnu.  Páll hefðí kannski verið hrifnari af því að Alþingi hefði kosið sína fulltrúa í staðinn af því að Hæstiréttur dæmdi þær kosningar ólöglegar vegna pappa skilrúma sem keypt voru erlendisfrá þar sem þau hafa verið notuð víða án athugasemda.

Og ef að fólk vill ekki vera spurt um áhersluatriði fyrir Alþingi að fara eftir við frekari vinnu þá bara verður það að eiga það við sjálf sig. 

Bendi líka á að Alþingi virti niðurstöðu Hæstaréttar. Stjórnlagaráð var skipað en ekki Stjórnlagaþing.  Og vinnu við þetta var breytt. Alþingi hefði líka getað skipað annað fólk í þetta ráð að eigin vali. Hefðu menn þá verið glaðir?

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.10.2012 kl. 20:33

9 Smámynd: Elle_

Já, hatur út í Sjálfstæðisflokkinn stýrði ýmsum í þessu óvandaða máli, Helga.  Hvað sem þú segir, Magnús, valtaði ríkisstjórnin yfir Hæstarétt og þrískiptingu valdsins.  Og gerði þar með þessa skoðanakönnun ómarktæka.  Já skoðanakönnun, ekki þjóðaratvkæði.

Elle_, 25.10.2012 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband