Mánudagur, 22. október 2012
Vinstri stjórnskipunararbyltingin og þjóðkirkjumeirihlutinn
Hönnun skoðanakönnunarinnar sem fór fram um helgina í nafni þjóðaratkvæðis gekk út á það að finna nokkrar spurningar sem góðar líkur væru á að þjóðin samþykkti. Að fengnu samþykki við spurningum um þjóðaratkvæði, þjóðareign á náttúruauðlindum, jafnt vægi atkvæða og rétt til að krefjast þjóðaratkvæða greiðslu var ætlunin að ganga milli bols og höfuðs á núgildandi stjórnarskrá.
Vinstriflokkarnir ætluðu að gera stjórnskipunarbyltingu með því að hanna lýðræðislegan stuðning við nýja stjórnarskrá. Spurningarnar voru almennar og loðnar. Engar skilgreiningar voru á lykilhugtökum eins og náttúruauðlindum og hve stórt hlutfall kosningabærra manna mætti krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og ekki heldur hvað persónukjör felur í sér. Allt var þetta með ráðnum hug gert.
Fyrirmyndin að kosningunum um helgina er sótt í flokkskosningar í Samfylkingunni fyrir tíu árum þegar flokksforystan þáverandi lét hanna samstöðu um þá stefnu að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Spurningin sem lögð var fyrir flokksmenn var svohljóðandi
Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagaður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Spurningin er þannig samin að til að segja nei þarf maður að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og skilgreiningum og viðræðum. Spurningin er hönnuð til að blekkja og fá til sín lögmæti fyrir stefnu sem þegar er búið að marka. Spurningin er flókin og fælir fólk frá þátttöku. Enda fór það svo að minnihluti flokksmanna Samfylkingar kaus í október 2002 líkt og minnihluti þjóðarinnar kaus í október 2012.
Samfylkingarhönnunin á atburði helgarinnar gekk eins og í sögu hjá ríkisstjórnarflokkunum nema þegar kom að spurningunni um þjóðkirkjuna.
Formaður Vantrúar varpar ljósi á hugmyndina á bakið skoðanakönnun helgarinnar. Hann er spurður hvort niðurstaðan um þjóðkirkjuna hafi komið á óvart. Svarið er athyglisvert
Í rauninni gerði hún það því við höfum verið að fylgjast með skoðanakönnunum Gallup í gegnum tíðina og þær hafa samfellt síðan 1996 sýnt meirihlutastuðning við aðskilnaði ríkis og kirkju og seinustu þrjú ár í kringum 75% stuðning við aðskilnað þannig að jú þetta kom frekar mikið á óvart ef ég á að segja alveg eins og er.
Hinar spurningarnar voru unnar með sambærilegum hætti. Ríkisstjórnarliðið valdi spurningar sem menn þóttust öryggir um að þeir fengu ,,rétt" svar við. Þar með væri komið lögmæti til að halda ferlinu áfram og gera vinstribyltingu á stjórnskipun lýðveldisins.
Þjóðin tók tækifæri sitt alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ömulegt að hlusta á ómerkilegan málflutning Íhaldsins. Segja aðeins 1/3 þjóðarinnar hafi samþykkt tillögurnar, en ignorera um leið að aðeins 1/7 andmælti þeim.
En nú hefur myndast þjóðarsátt um uppkast að nýrri stjórnarskrá, m.a. um auðlindar ákvæðið og því verður ekki haggað.
Þá skulum við ekki gleyma því að fyrrverandi ráðherra, Jón nokkur Bjarnason, sagði Nei við fyrstu spurningunni. Vildi vera í hópi sigurvegaranna, sem mistókst. Reka skal manninn strax úr Vg, strax. Hækjan getur tekið við honum eins og öðrum hillbillies.
Annars, hvar voru skoðanakannanir? Mig grunar að Capacent hafi legið á einni, en ekki viljað birta hana, enda er fyrirtækið Valhallar sjoppa.
Jónas Kristjánsson er ennars með góðan pistil sem hann birti snemma í morgun:
"Þjóðarsáttin komin"
"Mikill meirihluti þeirra, sem svara vilja, reynist styðja uppkastið að nýrri stjórnarskrá. Þjóðarsátt hefur myndazt um málið. Við þær aðstæður hefjast ekki viðræður við umboðsmenn kvótagreifa um úrvinnslu málsins. Ekki heldur við lagatækna, sem reyna með hártogunum að bregða fæti fyrir stjórnarskrá á íslenzku. Alþingi þarf bara að setja þjóðkirkjuna aftur inn í stjórnarskrá. Samþykkja hana síðan með litlum öðrum breytingum og alls engum efnislegum. Alþingi má ekki draga málið fram á síðustu stundu og láta bófaflokkana á Alþingi fá færi á að stöðva málið með málþófi. Ábyrgðin hvílir nú á Alþingi."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 07:41
Þetta stjórnlagarugl hefur færst yfir á ákaflega áhugavert stig, og reikna má með að úrvinnslan verði ekki síðra bíó en boðið hefur verið uppá hingað til.
Þessi harðkjarni krata gerði ríkisstjórn sinni mikinn miska með því að svara því játandi hvort tillögur Jóhönnunefndarinnar eigi að vera grundvöllur að nýrri stjórnarskrá, en jafnframt að hafna einu ákvæði í henni.
Nú gerist annað tveggja, að já-ið við fyrstu spurningu gildi, og nei-ið við þjóðkirkjunni verði ómerkt, eða að Jóhönnuliðið viðurkenni nei-ið og um leið, að viðurkenna að kjósa þurfi um hvert einstakt ákvæði, enda sé kominn upp vafi að "þjóðin" samþykki öll ákvæðin, nú þegar einu þeirra hefur verið hafnað.
Nú, ef kosið verður um hvert ákvæði, þá þarf 28 þjóðaratkvæðagreiðslur, ef spurt er um fjögur ákvæði í einu.
Og ef miðað er við a' "þjóðin" hafni fjórða hverju ákvæði, þá eru 28 tillögur sem verða felldar, og þarf því að endurskoða, og jafnvel að kjósa um á ný eftir endurskoðun.
"Snilld" Jóhönnu og félaga er að snúast upp í algjöra martröð.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 13:02
Svei mér þá ef þú Haukur ásamt lélegasta ráðherra íslandssögunnar Steingrími fór ekki að reikna með þá sem ekki kusu í Icesavekosningunum.
En nú er víst komið annað hljóð í kallin.
Hilmar með skemmtilega punkta.
Frábær grein eftir Sigurð Líndal.
Af hverju getur samfylkingin ekki gert neitt af viti? Ekki einu sinni fyrir 1300 milljónir.
jonasgeir (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 14:10
Frábær grein eftir Sigurð Líndal? Ónei. Með þessum pistli í Fréttablaðinu er Sigurður búinn að mála sig út í horn sem fræðimaður. Á sinn hátt tragískt þegar akademiker, sem vilja skipa sér í raðir fræðimanna, geta ekki tekið niður flokks gleraugun áður en pennanum en beitt.
Kemur mér hinsvegar ekki á óvart. Í stétt lögfræðinga á klakanum eru allt of margir pólitískir dilettantar, jafnvel í Hæstarétti.
Og þetta er mjög alvarlegt mál. Dómstólar eru ekkert grín, engir saumaklúbbar.
Annað sem er eftirtektavert, að gamlir skarfar virðast ekki þekkja sinn vitjunartíma. Þeir mættu taka Jón Steinar sér til fyrirmyndar og fara bara að pútta eða leggja kapal.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 14:22
Já Haukur.
Það er nefnilega einmitt málið.
Dómstólar eru engin leikur. Þar þarf getu til rökhugsunar út frá gefnum staðreyndum.
Það vantar bara alveg slík element í samfylkingu og nýjar tillögur að stjórnarskrá. Því miður.
Svoleiðis er gróðrarstía pólitískrar spillingar. Það sem Sigurður skrifar er heilbrigð skynsemi manns sem veit hvað er rökhugsun.
Lestu aftur Haukur. Þú gætir kanski lært.
jonasgeir (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 14:52
Nú er vissulega komið í óefni fyrir Sigurði Líndal - sjálfur Haukur Kristinsson er búinn að úrskurða að hann hafi „málað sig út í horn sem fræðimaður".
Þetta mun örugglega verða til þess að prófessorinn hugsar sig um tvisvar áður en hann tjáir sig aftur opinberlega.
Hólmgeir Guðmundsson, 22.10.2012 kl. 18:30
Sigurður Líndal er γέρος. Þjóðin þarf ekkert á hans „limited“ lærdómi að halda, frekar en bullinu í afglapanum Davíð Oddssyni.
Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari MA, hefur rétt fyrir sér; .....að menntun fólks er nú meiri en á æskudögum hans (Sigurðar Líndals) og krafan um aukið lýðræði – jafnvel beint lýðræði – er krafa framtíðarinnar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 07:06
Hugsið ykkur erlendu fræðimennina og sérfræðingana sem hafa lýst ánægju sinni með nýju stjórnarskrána, alveg öndvert við skoðun Sigurðar Líndals. Þeir hljóta að "þurfa að fara í endurhæfingu" eins og sagt var við erlenda sérfræðinginn síðsumars 2008 sem vogaði sé að efast um hraustleika "íslenska efnahagsundursins".
Ómar Ragnarsson, 23.10.2012 kl. 07:37
Hvað er það nákvæmlega sem "erlendu fræðimennirnir og sérfræðingarnir" eru svona ánægðir með varðandi nýja stjórnarskrá? Hún er nú t.a.m. ekki komin enn, svo það hlýtur að vera eitthvað annað, kanski hugmyndin um stjórnarskrá sem heillar þá. Hvað telja þeir að sé helst til bóta í þessari meintu nýju stjórnarskrá frá þeirri gömlu?
Málið er að "ný stjórnarskrá" er ekki einu sinni umræðuhæf, ef eitthvað er gagnrínt þá er viðkvæðið "ja það er nú ekki búið að fullvinna þetta enn þá".Hvað eru t.d. "auðlindir"? Hversu margir vissu að þeir voru að kjósa á móti þeim möguleika að takmarka aðgang útlendinga að íslenskum sjávarútvegi? Hvað með þetta að auka möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslu í sumum málum en minka möguleikan í öðrum,vissi fólk hvað það var að kjósa þar?
Menn geta andskotast út í Sigurð Líndal alveg endalaust, það bætir samt ekkert klúðursleg vinnubrög varðandi stjórnarskrártillögurnar. Kanski að lýðurinn vilji bara stinga Sigurði inn eins og ítölsku jarðfræðingunum
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 08:13
A Review of Iceland’s Draft Constitution, October 14, 2012.
The Comparative Constitutions Project
Zachary Elkins, University of Texas
Tom Ginsburg, University of Chicago
James Melton, University College London
Conclusion
Iceland’s constitution-making process has been tremendously innovative and participatory. Though squarely grounded in Iceland’s constitutional tradition as embodied in the 1944 Constitution, the proposed draft reflects significant input from the public and would mark an important symbolic break with the past. It would also be at the cutting edge of ensuring public participation in ongoing governance, a feature that we argue has contributed to constitutional endurance in other countries.
Sjá http:// sans.is/
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 08:41
Og hvað Haukur? Þessir útlendingar hrífast af aðdraganda og umgjörð en hvað með efnisatriðin sjálf, hvað segja þeir um þau? Þetta lítur svo sem nógu vel út á við (aðdragandinn) en svo þegar betur er að gáð þá stendur varla steinn yfir steini. Stjórnarskrá snýst ekki um að koma vel fyrir út á við. Þetta er plagg þar sem hvert orð,hver komma skiftir máli. Þetta er plagg sem á að nýtast okkur, Íslendingum, en ekki grundvöllur að enn einni sjálfsfróunarfréttinni um það hvað útlendingum þyki við vera æðisleg,hvað þá plagg sem á að létta undir með þeim sem vilja sjálfstæði landsins feigt og koma auðlindum hverskonar úr höndum Íslendinga.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.