Heimsendaspámennska ASÍ og vextir

Ef vextir hækka um 0,5 prósent til að verja sparifé fyrir verðbólgu þá spáir ASÍ kollsteypu. Það er vitanlega tómt rugl að efnahagskerfið fari á annan endinn vegna þess að raunvextir séu í plús.

Atvinnuleysi er sáralítið, um 6 prósent, og hagvöxtur er rúm 2 prósent. Við þessar aðstæður þarf að hafa auga með því að verðbólgan hvetji ekki til óráðssíu með því að raunvextir séu neikvæðir.

Vextina þarf að hækka svo að við missum ekki atvinnulífið út í annan útrásarhrunleiðangur. Reynum nú að læra af reynslunni.


mbl.is Óttast aðra kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við, Páll. Þú sagðir okkur fyrir fjórum dögum, að atvinnuleysi hérlendis væri 3,8%. Ef það heldur áfram að aukast um 2,2% á fjögurra daga fresti, verður það komið upp fyrir 40% um jólin. Ég hélt reyndar, að í flestum blaðamannaskólum væri kennt, hvernig ríkisstjórnir hérlendis og erlendis leika sér með opinberar tölur um atvinnuleysi, á marga vegu, með því að breyta leikreglunum eftir þörfum. Og hér þarf ekki að hafa mjög mikið fyrir því, svo er landflóttanum fyrir að þakka.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 21:01

2 identicon

"Vextina þarf að hækka svo að við missum ekki atvinnulífið út í annan útrásarhrunleiðangur. Reynum nú að læra af reynslunni. "

Já, hvernig væri það Páll að læra af reynslunni.  Snjóhengjur og jöklabréf, hvernig kom það nú til, vegna lágra vaxta á Íslandi?

Einn helsti drifkraftur útrásar og bóluhagkerfisins sem hér leiddi til hruns voru skítnógt fjármagn á lágum vöxtum erlendis frá gírað upp hér innanlands með HÁUM vöxtum. Í stað þess að háir innlendir vextir bremsuðu hagkerfið af eins og skólabókarhagfræðin kenndi, þá soguðu þeir fé ínn i landið og hækkuðu gengið upp úr öllu valdi (svona svipað eins og er að gerast hjá Norðmönnum þessa dagana).    Þetta átt  jafnvel þú  að vita Páll!

Ef vextir verða of háir þá leiðir það til þess að pappírshagkerfið vex úr samhengi við raunhagkerfið, þess vegna standa góð rök til þess að aðrar aðferðir séu betri til þess að forðast þenslu en að hækka og hækka vexti.  Miklu vænlegra væri að hemja útlán bankanna.  Hagvöxtur upp á 2% er ekki trúverðugur hjá þjóð hverrar erlendar skudir eru svo miklar að  hún ræður varla við að greiða vextina hvað þá meira. Við slíkar aðstæður getur beinlíns verið stórhættulegt að hafa innlenda vexti of háa vegna þensluáhrifa á gengið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband