Föstudagur, 19. október 2012
Evru-svæðið einangrast
Til að bjarga evrunni verða ríkin sem eiga aðild að gjaldmiðlasamstarfinu að veikja fullveldi sitt og auka miðstýringuna. Aðeins 17 ríki af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru með evru. Tvö af þessum tíu, Bretland og Danmörk, eru með varanlega undanþágu frá þátttöku í gjaldmiðlinum.
Engar líkur eru á því að þau átta ríki sem eftir standa, og eru formlega skuldbundin að taka upp evruna þegar hagvísar gefa tilefni til, munu verða knúin til að fylgja bókstafnum og verða meðlimir í evru-klúbbnum.
Pólland hefur formlega gefið út að það mun ekki taka upp evru á meðan óvissuástandið varir. Andstaða meðal Svía gegn evrunni er slík að evru-aðild kemst þar ekki á dagskrá um fyrirsjáanlega framtíð.
Evru-kreppan verður ekki leyst á næstum árum. Ríkin 17 munu auka samruna sinn og einangra sig innan Evrópusambandsins.
Samið um bankaeftirlit á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég var að athuga gjaldeyrisforðann hjá frændum okkar dönum, fyrst þú nefnir þá hér. þeir eru nefnilega með de facto evru, það er danska krónan er bundin við evruna með mjög ströngum vikmörkum. raunar hefur danski seðlabankinn undanfarin ár séð til þess að mörkin eru um 0,1% að hámarki. þetta hefur þýtt að nettó gjaldeyrisforði dana er nú yfir 500 milljörðum í þeirra krónum þ.e. yfir 10.000 milljarðar í okkar krónum og hefur aldrei verið hærri í sögunni. með veru sinni í esb hafa danir því skapað sér það lúxusvandamál að í hvert sinn sem evran veikist "neyðast" þeir til að auka við gjaldeyrisforða sinn.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 15:02
sorry þetta átti að vera 0,1% að meðaltali. þeir hafa möguleika samkvæmt samningum að láta vikmörkin fljóta upp eða niður um 2,25%
fridrik indridason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 15:09
Hinn ítalski Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu/European Central Bank frá 2011 var áður vara stjórnarformaður og framkvæmdastjóri/managing director Goldman Sachs þegar Goldman Sachs aðstoðaði grikki við að falsa bókhaldið í ESB aðildarumsókninni 2001 en GS var uppvís að fá $600 milljóna mútur frá grikkjum fyrir greiðan.
Getur Seðlabanki Evrópu eða ESB talist trúverðugt?
Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.