Fimmtudagur, 18. október 2012
Við segjum nei á laugardag
Stjórnarskráin þjónaði okkur ágætlega bæði fyrir og eftir hrun. Og þegar grundvallarlög landsins eru í meginatriðum í lagi þá er óþarfi að breyta þeim.
Tilburðir ríkisstjórnarflokkanna til að grafa undan stjórnskipun landsins hafa þegar gengið og langt.
Með því að segja nei við tillögum stjórnlagaráðs sendum við ótvíræð skilaboð til stjórnvalda: ekki fikta í stjórnarskránni.
Icesave ekki knúið í þjóðaratvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei er sálgefið. Við verjum lýðræðið gegn ofbeldi ESB og Icesave-sinna.
Í ofanálag, fáum við tækifæri til að lýsa skoðun okkar á Jóhönnu Sigurðardóttur. Það tækifæri gefst ekki í næstu kosningum.
Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 18:40
Rígfastur í hefðinni eins og hefðarfólkið, sem ólu á hefðum í áranna rás, sem að lokum tóku stjórnarskrána yfir, enda er engin "hefð fyrir því" á Íslandi að lýðurinn skrifi stjórnarskrá lýðveldis, sem myndi að minnsta kosti krækja fót fyrir "gjafir á þjóðarauðlind" og leynimakki vina í þágu vina. Hefðarskrá varin af valdhöfum í sína þágu vs stjórnarskrá ritstýrð af lýðnum, hvort hugnast fólki?
Setur þig í alveg nýtt samhengi þrátt fyrir einarða andúð þína á spillingu, sem hefur verið örsmár snertiflötur okkar um skeið.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.10.2012 kl. 20:24
Fyrir hvaða hóp ertu í forsvari þegar þú segir: "Við"?
Árni Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 22:31
Nei, endilega látum ofbeldisflokk Jóhönnu rústa stjórnarskránni: Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild
Hvað lætur nokkur ykkar halda að þjóðin vilji eða þurfi nýja stjórnarskrá? Lygin að þjóðin hafi beðið um það? Lygin eða misskilningurinn að málið sé farið úr höndum ósvífinna stjórnmálamanna? Reimar Pétursson, hrl., og Sigurður Líndal, lagaprófessor, eru á öðru máli. Þarna er frétt um Reimar: Leikur að fjöreggi þjóðarinnar og þarna rúllaði hann upp Þorvaldi Gylfasyni.Elle_, 18.10.2012 kl. 23:01
Það tikkar í kassann,þótt stjórnvöld hafi lítið annað að gera en níðast á Stjórnarskránni. Þökk sé virkjunum og Útgerðum þessa lands Það væri ekkert ósanngjarnt að L.Í Ú.,sjómenn og fiskverkafólk,fengju ærlega viðurkenningu fyrir að halda þessu þjóðfélagi á floti. Elle.takk fyrir linkana.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2012 kl. 00:04
Jenný og Árni sammála, það er sorglegt að þegar loksins við eigum möguleika á því að taka á spillingunni þá fer það ofan í ESB fasa sem enginn leið er upp úr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 00:35
Ef þjóðin segir nei þá gerum við samt breytingar á núverandi stjórnarskrá. Og ef þjóðin segir já þá gerum við samt breytingar á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag í fyrstu efnislegu umræðunum um endurskoðun á stjórnarskránni sem Alþingi hefur efnt til á þessu kjörtímabili. Þannig, að þegar þú kjósandi góður ferð á kjörstað á laugardaginn þá skiptir ekki máli hvort þú segir já eða nei. Þetta eru ekki mjög skýr skilaboð frá forsætisráðherra tveimur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Átti forsætisráðherra ekki að leggja allt undir og tala af ástríðu fyrir tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá?
Getur það verið að forsætisráðherra sé farin að átta sig á að enn einu sinni fer ríkisstjórn hennar fram með mál sem skiptir þjóðinni upp í tvær hatrammar fylkingar andspænis hvor annarri? Og dæmi eru um að málið hafi valdið ófriði innan vinahópa og fjölskyldna. Það er átakalegt að horfa upp á átakafarveginn sem Alþingi velur að fara í hverju málinu á fætur öðru, einmitt nú þegar við þurfum á samstöðu að halda.
Hefði ekki verið óskandi að við værum að fara að kjósa um endurskoðaða stjórnarskrá á laugardaginn í sátt og samlyndi? Um vandaðar og rýndar tillögur sem þjóðin hefði fengið alvöru kynningu á og jafnvel að þjóðfundur hefði fengið að fjalla um tillögur að nýrri stjórnarskrá? Og að það væri tilhlökkunarefni og hátíð að fara á kjörstað? Því miður er það borin von úr þessu. Enn eitt tækifærið hefur farið forgörðum á þessu kjörtímabili; tækifæri til að leggja grunn að sterkara samfélagi. Það ber að harma.
Kisi breim (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 05:34
Ekkert tækifæri eins og Ásthildur segir að eyðileggja stjórnarskrána fyrir Brussel- og ICESAVE-liðið. En það var alltaf ætlun Jóhönnu og co. eins og segir þarna skýrum orðum: Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild Og þjóðin bað aldrei um það þrátt fyrir lygar þar um.
Síðan hvenær hafa núverandi stjórnarflokkar gefið þjóðinni tækifæri?? Og vitið þið betur en lærðir lögmennn um þörf fyrir nýja stjórnarskrá? Nei, stjórnarflokkarnir munu eyðileggja stjórnarskrána og fullveldisvörn okkar ef þeir geta. Vonandi ógildir Hæstiréttur ruglið allt aftur svo þau geti það ekki.
Elle_, 19.10.2012 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.