ESB kaupir sér vinsældir

Ísland mun greiða með sér til Evrópusambandsins svo nemur tugum milljarða króna. Sendiherra Evrópusambandsins og verktakar sambandsins í áróðursmálum segja aldrei frá kostnaði Íslands í beinhörðum peningum heldur er klifað á margvíslegum ,,tækifærum" fyrir Íslendinga að ná hluta peninganna tilbaka í formi styrkja.

Farandsýning Evrópusambandsins út um landið er ekki farin til að upplýsa almenning um kost og galla aðildar heldur til að kaupa sambandinu vinsældir.

Sendiherra Evrópusambandsins hefur orðið ber að ósannsögli um áhrif fiskveiðideilu Íslands og ESB á gang aðlögunarviðrænanna. Þegar virðingin fyrir grundvallaratriðum er ekki meiri er vart að búast við merkilegu framlagi talsmanna Evrópusambandsins í íslenska umræðu.


mbl.is Kynning á ESB efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband