Miðvikudagur, 10. október 2012
Hræðslan við Evrópuheimsku
Evrópusambandið er pólitískt verkefni meginlandsþjóðanna sem hefur steytt á skeri evru-kreppunnar. Enginn veit hvort og hvernig Evrópusambandið kemur sér úr kreppunni.
Hér á Íslandi eru imbar eins og Þránn Bertelsson sem segjast vilja sjá aðildarsamning áður en þeir gera upp hug sinn til þess hvort Ísland eigi heima í Evrópusambandinu.
Aðildarsamningur við Ísland mun ekkert upplýsa um hvað verður úr Evrópusambandinu. Þær þjóðir sem þegar eru í sambandinu, en búa ekki við evru, lýsa fullum fyrirvara við frekari þátttöku í samrunaferlinu.
Það er ekki hræðsla við Evrópu sem stýrir andstöðu fólks á Íslandi við aðild að Evrópusambandinu heldur hræðslan við að fremur illa gerðir stjórnmálamenn ráði ráðum sem binda þjóðina á klafa til frambúðar.
Ekkert hræddara við Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með fullri virðingu fyrir viðkomandi einstaklingum sem manneskjum, þá er viðkomandi ekki "fremur illa gerður" sem stjórnmálamaður, og þar af leiðandi á algjörlega rangri hyllu í lífinu, öðrum og sjálfum sér til langtímaskaða, sem sinnir embætti utanríkisráðherra, en er vart talandi á ensku og hefur oftast nær ekki haft vit á að ráða fólk til að þýða fyrir sig annað en opinberar ræður (sendibréf skipta líka máli!), þar sem hann viðhefur ritstuld og ósmekklegheit, og reynt sitt allra besta til að afla þjóðinni voldugra óvina sem væru færir um að drekkja henni og eyða með öllu ef þeir vildu, og kalla yfir hana bölvun með hættulega nánum tengslum við ýmis konar fasista í austurlöndum sem eru hans persónulegu vinir og ráðunautar, ásamt hættulegum eyðingaröflum í hinum alþjóðlega fjármálahendi, hvers handbendi og senditík hann er. (En sem betur fer er ekki allt sem sýnist hvað varðar Ísland og tengsl þess við aðrar þjóðir, og það er ástæða þess þessi þjóð er ennþá til yfirhöfuð.)
Truthspeaker (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 12:09
Merkilegt hvað tandurhreina vinstri græna stjórnin er alltaf stikkfrí hjá spunatrúðunum. Hvað heldur Vigdís Finnbogadóttir að fólk hafi haft í huga þegar það kaus tandurhreinu vinstri grænu stjórnina yfir sig? Eitthvað allt annað en náttúruna? Getur hún ekki sagt það hreint út: Jóhanna og Steingrímur hafa brugðist. Nei, fávís þjóðin skal það vera.
http://www.dv.is/frettir/2012/10/9/vigdis-vill-ad-folk-kjosi/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 12:31
Bara að eins og áður að benda á að í löndum innan ESB búa um 500 milljónir manna, það eru 27 ríki. Og nokkur af best stöndugu ríkjum heims. Ef að staðan þar væri svo vonlaust sem síðuritari hér og margir athugasemdar skrifarar láta þá væru væntanlega lönd búin að sjá að það væri ekki framtíð þar og væru að segja sig frá ESB eða vinna að því. Ekki eru menn að halda því fram að Finnar, Danir Svíar, Austurríki, Bretland og fleiri lönd séu full af halfvitum sem horfi ekki til hagmuna sinna landa til framtíðar. Efast ekki um að það er búið að finna lausnir á þessum vanda sem nú er í ESB og við förum að sjá það næstu misseri. Eins bendi ég á að við í gengum EES þurfum að taka þátt í þeim flestum sem snerta t.d. fjármálamarkaði. Sem og að við það er ekki eins og við höfum sloppið við vandræði að vera utan ESB: Og þau mun meiri þar sem að kaup hér var lækkað um 27% á nokkrum mánuðum t.d. þegar krónan hrundi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.10.2012 kl. 15:14
Magnús: Það er vissulega ekki beint og öruggt orskasamband á milli ESB-aðildar og eymdar. Það er hægt að pluma sig innan ESB en er það ástæða fyrir að ganga í sambandið? Að það leiði ekki óumflýjanlega til eymdar?
Þegar lagt var af stað í þetta ferðalag var það á þeim forsendum að það ætti að vera svo frábært skjól í evruaðild. Nú er komið í ljós að það var rangt. Evran hefur engum skýlt fyrir vandamálum og gerir þjóðum frekar erfitt fyrir með að leysa þau en hitt.
Ef við horfum á ESB út frá efnahagsrökum einum saman (eins og þau eru oftast rædd hér á Íslandi) er þá einhver hvati til þess að ganga í ESB?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 17:47
Við mættum vera verulega hrædd við fáfræði þessa stjórnmálamanns. Hann talar eins og Jóhanna og Össur og co. Já og Árni Þór, Björn Valur, Kata og Svandís Steingríms. Geta þau ekki lesið? Ættu þau ekki að fara að lesa sáttmálana við sambandsríkin?
Elle_, 10.10.2012 kl. 18:59
Ætla að bæta við að málið ætti síst að snúast um evru, efnahagsmál og fjármál og alltof mikilli orðræðu er eytt í það. Það ætti að snúast um fullveldi landsins. Við erum fullvalda ríki og gefum það ekki upp fyrir peninga.
Elle_, 10.10.2012 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.