Þriðjudagur, 9. október 2012
Moskvu-agentinn vill stúta stjórnarskránni
Árni Þór Sigurðsson, sem menntaðist í Moskvu fyrir hrun Berlínarmúrsins, getur ekki komið beint fram og sagt hvar hann sendur í stórmálum samtímans. Þannig var Árni Þór virkur í Heimssýn þegar hann vann á bakvið tjöldin að véla Vinstri græna til fylgis við ESB-umsókn Össurar og Samfylkingar.
Árni Þór vinnur enn á ská. Núna þykist hann uppgötva vandkvæði við að samræma EES-samninginn við stjórnarskrá lýðveldisins. EES-samningurinn er meira en 15 ára gamall og full seint í rassinn gripið að sjá stjónrarskrármeinbaugi á þeim gjörningi.
Enda er Árni Þór ekki með annað í huga en fleygja sprekum á bálköst niðurrifsaflanna sem vilja stjórnarskrá lýðveldisins feiga. Það smellpassar að Moskvu-agentinn skuli vilja stúta stjórnarskránni.
Tímabært að skoða EES-samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gagnginkeyptur drulluhali!
Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2012 kl. 01:40
Það er alltaf sama djúpa og skynsamlega umræðan á þessari síðu.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2012 kl. 09:00
Það eru agentar mun hættulegri og varhugaverðari afla við stjórn á Íslandi en moskvu. Hugsaðu bara það allra versta sem þér dettur í hug og já, þú hefur líklega rétt fyrir þér. Það er ósæmilegt fyrir öllu að smjaðra fyrir siðlausum hryðjuverkamönnum, islamistum og fasistunum í Kína. Losum okkur við svoleiðis fólk úr íslenskum stjórnmálum. Það er svikarar við vestræna menningu og gildi, og allt sem gott er með mannkyninu í heild, hættulegt framtíðinni og sálarheill þjóðarinnar.
Ómar (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 12:12
Já Jón Ingi, vænt um að þú sínir réttan skilning á málinu.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.10.2012 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.