VG er ESB-flokkur

Loksins er forysta VG komin öll úr skápnum og viðurkennir löngun sína til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Handlangri Steingríms J. formanns, Árni Þór Sigurðsson, er fyrir löngu brennimerktur ESB-sinni.

Núna kemur búktalari formannsins, Björn Valur Gíslason þingflokksformaður, og segist vilja klára aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið.

Fullkomin fyrirlitning forystu VG á margyfirlýstum samþykktum flokksins um andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu verður ekki skýrari. 


mbl.is ESB ekki fyrirstaða samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Má ekki frekar segja:

Fullkomin fyrirlitning Sjálfstæðisflokksins á lýðræðislegum rétti þjóðarinnar til að fá að taka afstöðu þegar samningur liggur fyrir ?

hilmar jónsson, 9.10.2012 kl. 09:42

2 Smámynd: Elle_

Hvaða ´samning´ ætlið þið svo að skoða?  Hví eruð þið eftir 3+1/2 ár ekki búnir að kynna ykkur þetta?   Eða er það bara blekking að þið vitið ekki að það er ekki verið að semja um nokkurn skapaðan hlut sem skiptir fullvalda ríki nokkru máli?  Það er verið að taka upp erlend lög í stórum stíl og troða okkur undir erlent vald.

Elle_, 9.10.2012 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband