Glæpasamtök þarf að uppræta

Lögreglan á lof skilið fyrir framgönguna gagnvart skipulögðum glæpasamtökum. Það er ólíðandi að samtök vélhjólagengja og önnur sambærileg fái svigrúm til að vaxa og dafna.

Lögreglan þarf víðtækar heimildir til að fylgjast með og grípa inn í atburðarásina þegar samtök á borð við Outlaws ætla að taka lögin í sínar hendur.

Alþingi þarf að búa svo um hnútana að glæpagengi njóti ekki friðhelgi.


mbl.is Útlögum sýndar tennurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi félagasamtök á að banna með lögum frá Alþingi, sem allra fyrst, síðan eigum við að ganga úr Schengen eins fljótt, og mögulegt er, því skattborgarar hafa nóg með þá óláns menn, sem vilja ekki fara að lögum, og engin ástæða til að flytja þá inn frá öðrum löndum, innan Schengen svæðisins.

En það þarf sömuleiðis að fylgja því fast eftir að óláns fjármálafyrirtæki hér á landi fari að lögum landsins.

Á MBL.is eru fréttir frá 6.okt. 1993 og 26. júlí 1994 þar sem fram kemur að bankarnir hafi ekki getað keypt viðskiptaskuldabréf eftir 1.okt 1993 þar sem afborgunarsamningar standist ekki lög um neytendalög sem þá höfðu tekið gildi. Og 11. jan 2001 var neytendalögunum breytt og þá ná lögin yfir fasteignalán sömuleiðis.

Þannig að verðtryggingin virðist vera kolólögleg frá 11. jan 2001 svo ekki sé nú minnst á MiFID tilskipunina og afleiður.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 20:51

2 Smámynd: Elle_

Eru glæpahópar eða skipulögð glæpasamtök ekki bönnuð með lögum?  Og ef ekki, ætti að gera það, eins og Jón Ólafur segir.  Og sammála honum um að hætta í Schengen.  Flæði milljóna manna frjálst inn og út úr fámennu landi með fámennt lögreglulið er vitskerðing.  Glæpagengin gætu skjótt orðið miklu fjölmennari en lögreglan.

Elle_, 5.10.2012 kl. 21:19

3 identicon

Ögmundur og hinir kommarnir hafa hingað til ekki verið hrifnir af því að reynt sé að koma lögum yfir þennan skríl.

Man einhver eftir því hvernig Ögmundur og samfylkingarpésarnir létu þegar reynt var að fá lögreglunni betri rannsóknarheimildir?

Ögmundur og vitleysingarnir héldu því fram að hér væri verið að að koma á fót Stasi.

Já, hinni austur-þýsku Stasi sem Ögmundur og félagar þekktu betur en nokkrir aðrir Íslendingar. þeir unnnu fyrir morðingja og glæpamenn.

Ég held að við ættum ekki að taka alvarlega frygðarstunur Ögmundar gagnvart löggunni. Þetta er hentistefna þessa ömurlega stjórnmálamanns.

Þetta er og verður lúser, lygari og eymingi.

Rósa (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 21:46

4 Smámynd: Elle_

Eins og ég hef sagt fyrr, trúi ég ekki svona ljótum hlutum upp á Ögmund, þó ég skilji ekki lengur fyrir hvað hann stendur og vinnur.

Elle_, 5.10.2012 kl. 21:55

5 identicon

Ef til vill getur alþingi skerpt á lögunum, án þess að ógna almennu félagafrelsi, sem er stjórnarskrárvarið og mikilvægt. Gætu ekki til dæmis samskipti við erlend gengi fengið að vega nokkuð sem sönnunargagn? Eða samsetning félagsins, ef þar safnast saman ofbeldismenní í lítt sannfærandi tilgangi? Eða alvarleg og ný brot fólks í hópnum? En lögreglan hefur kannski visst gagn af því, að félögin starfi opinberlega, frekar en sömu menn rotti sig óformlega saman til sömu glæpaverka? Mikið umhugsunarefni, sem ætti ekki bara að ráðast af eðlilegri gremju.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 22:15

6 identicon

Hvað kemur Outlaws og Hells Angels Schengen við? Þetta eru allt Íslendingar sem um ræðir.

Páll (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 22:36

7 identicon

Hvað sem líður þessum reiðhjólasamtökum úr Breiðholtinu þá finnst mér hart að vera kominn á skrá og undir eftirlit lögreglu fyrir það eitt að kaupa áburðarpoka.

Það hefði hvinið í Ögmundi ef BB vogað sér að  leggja slíkt fumvarp fram.

Erum við að gera Breivik til geðs með því að auka lögregluheimildir er í lagi að hann sé að hafa áhrif á daglegt líf fólks

Grímur (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 01:50

8 identicon

Það er tvent sem ég vill segja og annað er um áburðapokan þar sem að hægt er að framleiða sprengiefni, í Noregi voru menn sofandi yfir þessum málum algjörlega sem kostuðu mörg manslíf, það á að vera eðlilegt og enginn skömm yfir að vera á skrá ef að maður þarf að versla eitthvað vist magn af þessari og öðrum vöru sem mögulega er hægt að misnota með arvarlegum afleiðingum og skil ég ekki hvað Grímur er að fara ef að hann hefur ekkert óeðlilega notkun í huga

Annað sem ég rakst á að Hells Angels samtökinn eru sögð heita Vítisenglar! hm.. já það er þýðing á nafninu en nafn samtakana og merki er samt Hells Angels, tek fram að ég þekki engan þarna og er ekki talsmaður samtakana en Icelandair er Icelandair en ekki 'islandsloft og þar fram eftir götunum, eðlilegar væri að nota nafn samtakana en vísa svo í þýðingu á nafninu, MBL gengur langt og stundum of langt í að íslenska nöfn, en er ekki að vísa í þýðingar sem væri eðlilegra

Annars er ég samála flestum hér um að skipuleg glæpastarfsemi (sem og önnur) verður að uppræta eins vel og mögulegt er, nóg er um eiturlif hér og þurfum við ekki á skipulagðri klíku til að koma börnunum okkar í ræsið

Siggi (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 02:51

9 identicon

Að ákalla alþingi í umræðu um glæpasamtök hlýtur að vera brandari.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband