Föstudagur, 5. október 2012
Dollar, evra og króna
Í Bandaríkjunum stendur yfir hagfræðitilraun sem gengur út á það að prenta dollara til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Alls óvíst er hvernig fer fyrir tilrauninni en verðbólga verður óhjákvæmilegur fylgifiskur.
Í Evrópu stendur yfir pólitísk tilraun að búa til samfélag 17 þjóðríkja utan um einn gjaldmiðil, evruna. Tilraunin gengur illa, vægast sagt, og veldur götuóeirðum í Lissabon, Madríd og Aþenu. Ábyrgðaraðili tilraunarinnar, Þýskaland, leggur núna til að þjóðríkin 17 sameinist um ein ríkisfjárlög. Þar með yrðu komin drög að nýju ríki, Stór-Evrópu.
Á Íslandi stendur yfir tilraun sem felst í því að prófa hve krónan þolir miklar barsmíðar ráðherra Samfylkingar.
Spáir því að gull rjúki upp í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er alveg merkilegt allt saman, skil ekkert í að þeir skuli ekki bara taka upp Íslensku krónuna, það myndi væntanlega bjarga öllu, ekki satt ?
Þorsteinn V Sigurðsson, 5.10.2012 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.