ESB-sinnar viðurkenna ósigur

ESB-sinnar skutu á fund í dag með aðstoð RÚV sem nánast rauf útsendinguna til að koma tíðindunum á framfæri að enn væri þeir Íslendingar til sem vildu aðild að Evrópusambandinu. En þegar nánar var að gætt eru ESB-sinnar hættir að berjast fyrir aðild Íslands að ESB.

Benedikt Jóhannesson og Kristrún Heimisdóttir mættur fyrir hönd ESB-sinna í Spegilinn að útskýra stóru stöðuna. Sko, þau vilja ekkert endilega inn í Evrópusambandið, bara halda áfram ,,ferlinu" til að kíkja í pokann.

Þegar ESB-sinnar treysta sér ekki lengur til að berjast fyrir aðild að Evrópusambandsins er nokkuð ljóst að málið er ónýtt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Pokakíkimálið þeirra er orðið fjarstæðulegt núna yfir 3 árum seinna. 

Getur þetta fólk sem vill kíkja í poka og sjá ´samning´ ekki lesið fréttir, sáttmála Brussel við sambandsríkin og yfirlýsingar Brussel sjálfs?  Þau sæju þá kannski fullveldisafsalið og að það er ekki um neitt að semja sem neinu máli skiptir fyrir fullvalda ríki.

Elle_, 2.10.2012 kl. 21:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið, það er engu líkara en flestir INNLIMUNARSINNAR séu með hálm í staðinn fyrir heila......................

Jóhann Elíasson, 2.10.2012 kl. 21:09

3 Smámynd: Elle_

Ekki ætla ég að neita þessu sem þú segir, Jóhann.

Elle_, 2.10.2012 kl. 22:42

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta var eins og félagsskapur sem gæti kallast "Afdankaðir stjórnmála- og embættismenn united".

Gústaf Níelsson, 2.10.2012 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband