Mánudagur, 1. október 2012
Atvinnulíf og stjórnmál og gjáin þar á milli
Einn af rekstrarmönnunum í atvinnulífinu, Egill Jóhannsson í Brimborg, segir í bloggi að rífandi gangur sé í efnahagskerfinu. Egill er marktækari en samanlagðir aðilar vinnumarkaðarins. Gott árferði endurspeglast ekki í stjórnmálalífi landsins.
Ríkisstjórnin nýtur ekki árangurs þjóðarinnar við að rétta úr kútnum eftir hrun af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi vegna hatursfullra vinnubragða sem birtast í atlögu að stjórnarskrá, frekjustjórnmála og almennt leiðinlegrar framkomu sem vekur ekki traust. Í öðru lagi vegna þess að meginstefnumál ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Umsókn um aðild að ESB er í fullkominni mótsögn við þann boðskap að Ísland sé að rétta úr kútnum. Ríkisstjórnin ætlaði að endurreisa Ísland með því að flytja fullveldi og forræði okkar mála til Brussel. Nú þegar Ísland er komið á réttan kjöl og eldar loga í evru-ríkjum er ESB-umsóknin myllusteinn um háls ríkisstjórnarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt með að gera sér mat úr bágri stöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að flokkurinn er ekki búinn að taka til í eigin ranni. Hrunverjar sitja á þingi fyrir flokkinn og hrunstefna um lága skatta er helsta pólitíkin.
Óreiðan í íslenskum stjórnmálum og samanburðurinn við efnahagskerfið varpar ljósi á hve erfitt er að lagfæra pólitíska innréttingu samfélags þegar hún fer á annað borð úr skorðum.
Vilja skoða upptöku Kanadadollars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega er Sjálfstæðisflokkurinn með lík í farteskinu. Og meira en það, vandræðalega lélegan hóp á köflum.
En þar sem Sigmundur Davíð er farinn að gæla við "miðjustjórn" er líklegt að hugsanlegir kjósendur Framsóknar láti ekki nályktina aftra sér, heldur setji sitt X við D, til að aftra "miðjustjórn" með Samfylkingu.
Lík og óhæfir einstaklingar hjá Sjálfstæðisflokki eru skárri tilhugsun en 4 ár til viðbótar af Samfylkingu.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 13:39
Ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á falli bandarísku bankanna sem settu hrunið af stað hérlendis?
Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur getur borið ábyrgð á hruni efnahagslífsins.
Skýringin sú er afskaplega ódýr.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.10.2012 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.