Laugardagur, 29. september 2012
Götustrákarnir Björn Valur og Steingrímur J.
Aðsúgurinn að ríkisendurskoðanda er með pólitísk fingraför Steingríms J. Sigfússonar. Björn Valur er handlangari Steingríms J. og orðinn nokkuð reyndur í pólitískum upphlaupum þótt ekki búi hann að jafn langri setu á alþingi og húsbóndinn.
Siðaðir menn ná samkomulagi um framgang mál; götustrákar beita öðrum brögðum. Völd í stjórnmálum eru aðeins að hluta til formleg og bundin í lögum. Ráherra, sem þannig er innréttaður, getur aukið höggþyngd sína gagnvart stjórnsýslunni með því sýnast geta slegið af embættismenn.
Steingrímur J. sýndi ekki siðaðra manna hátt þegar hann gróf undan forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Þar kom einnig við sögu skýrsla sem var endurunnin í þágu ráðherra sem vildi höfuð forstjórans á fati. Atlagan var við það að renna út í sandinn þegar forstjórinn skaut sig í fótinn.
Afkimar í samfélaginu taka upp sérstakt tungumál þar sem merking orðanna verður önnur en í daglegu tali. Þegar pólitískir götustrákar taka sér í munn orð eins og ,,trúnaðarbrest" eiga þeir ekki við trúnað í þágu almannahagsmuna heldur að eitthvað vanti upp á hollustuna við klíku þeirra. Ríkisendurskoðani gæti annað tveggja ekki verið nógu auðsveipur eða hitt að hann þjóni hlutverki sýningargrips fyrir höggþunga ráðherrans.
Aðförin að ríkisendurskoðanda er með sama handbragð og þegar forstjóri Fjármálaeftirlitsins var sleginn af. Kannski að Guðlaugur Þór eða einhver viðlíka poppi upp með óvæntan vinkil, rétt eins og gerðist þegar þurfti að losna við forstjóra Fjármálaeftirlitsins?
Óvíst er hvernig ríkisendurskoðanda reiðir af í baráttunni við Björn Val og Steingrím J. Hitt þurfum við að muna á kjördag að það er ekki sniðugt að veita götustrákum atbeina til metorða.
Kannski þægilegast að losna við umsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll er heldur betur kominn í Framsóknar-spillingar "mode". Virðast bara vera orðinn “genuine” hækja.
Eða er þetta hin alkunna meðvirkni og afneitun innbyggjara, sem gerir svo erfitt að koma hér á betri siðum og betra vinnulagi.
“Bakkabræðurnir” þrír, sem að málinu koma eru kannski ekki “durch und durch korrupt”, en virðast vanhæfir með öllu.
Jónas skrifar í morgun: “Hvar, sem ég lít, vellur spilling, græðgi og heimska”. “Maður fer að skammast sín fyrir að vera Íslendingur og endar með að fyrirlíta þjóðina, sem leyfir svínaríið”.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 09:26
Atlagan að Sveini er fyrir neðan mitti.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.9.2012 kl. 10:18
Svo lengi sem orðið ábyrgð er “Fremdwort” í íslenskri stjórnsýslu, hökkum við í sama farinu.
Hér verður áfram ruglið og vitleysan sem viðgengist hefur allt frá stofnun lýðveldisins.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 10:40
Sammála Birgi Ármannssyni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 11:08
Jónas þarf að fara að gera eitthvað í þessari sjálfsfyrirlitningu sinni og hætta þessari meðvirkni með stjórnvöldum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 11:50
Björn Valur ætti að taka þessi Steingrím Th orð til sín:
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 12:04
Páll, fyrst þú ert svona ánægður með Ríkisendurskoðanda þá upplýsir þú okkur um leið að þú ert af gamla skólanum (gamla Íslandi). Villt spillingu og þöggun áfram svo þú og þínir líkar getið setið við kjötkatlana áfram og nuddað ykkar náðuga spik meðan aðrir lepja dauðan úr skel.
Og það virðist vera nóg til af ykkur.
Láki (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 12:07
Leyndinni verður ekki aflétt þó maðurinn segi af sér. Það skilja allir nema flokksdindlar á fullu kaupi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:10
Að ríkisendurskoðun fái ekki að skoða frumvarp til fjáraukalaga bendir til að þar sé eitthvað sem sumir vilji ekki sé dregið fram í dagsljósið.
Ef til vill annar Miljarða leki úr ríkiskassanum sem þingmenn telja sig ekki bera neina ábyrgð á því einhver stofnun út í bæ skilaði ekki skýrslu fyrir áratug síðan.
Grímur (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 14:14
Sammála Björn Valur hefur þarna gengið of langt. Þetta er til háborinnar skammar, hvernig menn misbjóða æ ofan í æ siðferðiskennd og réttlæti þjóðarinnar með dólgshætti og misbeitingu valds.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 14:22
Ég skammast mín mest fyrir "blaðamennina" sem keyra áfram sína græðgi á lygum og athyglisáráttu. Framleiða rusl fyrir þunnt, illa frótt meðalhiski, uppalið af lestri og glápi á fjölmiðla Jóns Ásgeirs. Varla þess umkomið að hugsa heila hugsun, heldur vitnar stöðugt í Séð og Heyrt.
Lubbi (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 16:17
Kannski Haukur og Láki vinni með götustráknum Birni fyrir götustrákinn Steingrím? Miðað við allt sem þeir segja allsstaðar, er það svo.
Ólafur J. (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 00:56
Ásthildur Cecil. Þjóðin er gapandi af undrun yfir frammistöðu Ríkissaksóknara en þú kallar það "að verið sé misbjóða siðferðiskennd og réttlæti þjóðarinnar" !
Það er líklega bara þinni eigin siðferðiskennd og réttlæti sem er misboðið því ekki er þjóðin sammála þér svo mikið er víst.
En merkilegt hvernig Sjálfstæðismenn (og Ásthildur Cecil) hneykslast á þeim sem vilja uppræta spillinguna í þjóðfélaginu.
Meðan við höfum menn eins og Björn Val á þingi þá er enn von um að tekið verði á spillingunni.
Láki (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 10:40
Ég afsaka ekki uppákomuna í Fjárlagaeftirlitinu, það er subbuskapur sem vonandi verður tekið á. En það afsakar ekki upphlaupið í Birni Val. Að neita að hafa samskipti við opinbera stofnun út af allt öðru máli, er ekki siðaðra manna háttur. Og með réttlætið vísa ég í víðtækara samhengi eins og að svíkja flest sín kosningaloforð um leið og þessir menn komust til valda, það er eitt mesta óréttlæti sem alþingismenn láta henda sig.
Það kallast óheiðarleiki og fals í mínum bókum.
Ég hef ekkert með sjálfstæðisflokkinn að gera, þó þú reynir ítrekað að koma mér í þann flokk, það er þitt vandamál en ekki mitt Láki. Svo heiti ég Ásthildur CESIL. vinsamlega hafði það rétt eftir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 14:02
Björn Valur er þekktur (fjár)reiðumaður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.9.2012 kl. 15:00
Ásthildur Cesil. Myndir þú halda áfram viðskiptum við þá sem hafa hlunnfarið þig eða farið á bak við þig á einhvern hátt ?
Þú segir að vonandi verði tekið á subbuskapnum. Þarna eru við sammála. Það verður aðeins gert með því að Ríkisendurskoðandi víki og hæfari manneskja ráðin í staðinn.
Ég var ekkert að reyna að koma þér í Sjálfstæðisflokkinn. Aðgreindi ykkur alveg í því sem ég sagði.
Biðst afsökunar á að skrifa nafnið þitt rangt.
Heimir L. Fjeldsted. Dónalegur og slær undir beltisstað að venju.
Láki (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 16:09
Láki ég skil hvað þú ert að fara. En málið er að þegar þetta er tekið saman, þá hefur þessi stofnun ekki staðið sig sem skyldi lengi í þessu kerfismáli. Samt verður að segja að þó skýrslan hafi "gleymst" í kerfinu, þá eru menn sammála um að hún hafi verið vel unninn og enginn efast um heilindinn þar. Það er hinn langi afhendingartími sem er málið.
Þess vegna er það alveg út úr korti að ætla sér að útiloka að fjármálaeftirlitið sinni skyldu sinni með að yfirfara fjárlagafrumvarpið.
Það gefur okkur almenningi tækifæri til að vantreysta stjórnvöldum í því máli.
Það er auðvitað alveg rétt að forstjórinn á að víkja, en þarna starfa margir og sú sérhæfða vinna sem það fólk vinnur, er örugglega gert af heilindum. Það er því verið að kasta rýrð á alla starfsmenn stofnunarinnar með þessu. Og það er einfaldlega ekki ásættanlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2012 kl. 16:15
Láki, þú leggur mikið í að verja gjörsamlega óhæfan Björn Val. Það er fjarstæða að tala um að tekið verði á spillingu með hann og spilltan Steingrím við stjórn.
Elle_, 30.9.2012 kl. 18:20
Elle_, 30.9.2012 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.