Föstudagur, 28. september 2012
Hringurinn þrengist um Guðlaug Þór
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gekk þannig um götur og torg á úrrásartímum að hún átti enga pólitíska tiltrú eftir hrun. Tilkynning hennar um að hún ætli ekki að gefa kost á sér til þingmennsku á ný er rökrétt.
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður var sýnu glaðbeittari en Þorgerður Katrín á útrásartíma. Hann tók að sér í verktöku fyrir auðmenn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson að grafa undan dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni. Með fúlgu fjár gerði Guðlaugur Þór atlögu að Birni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2007. Staða Björns veiktist og dómskerfið í heild sinni gaf eftir yfirgangi auðmannanna, þökk sé hrunverjum eins og Guðlaugi Þór.
Guðlaugur Þór getur aðeins greitt útistandandi skuld við samfélagið með því að leggja stjórnmál á hilluna og finna sér aðra vinnu.
Þorgerður Katrín hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gallinn er bara sá að enginn vill hann í vinnu!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 13:46
Hættu nú Páll.
http://www.visir.is/vinir-og-vandamenn-i-domarasaetin/article/200771221066
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 14:11
Enn berast gleðifréttir.
Þorgerður Katrín vann mörg skaðaverk á þingi og sem ráðherra.
Stóð ötullega fyrir glórulausri ríkisútþenslu og auknum útgjöldum.
Lenging kennaranámsins er sennilega hennar heimskulegasta gjörð.
Malaði um einkaframtak og frelsi en var fyrst og fremst pólitikus ríkisafskipta og forsjárhyggju.
Gleðidagur.
Rósa (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 14:52
Þorgerður Katrín hættir og þar með hækkar greindarvísitalan á alþingi töluvert.
corvus corax, 28.9.2012 kl. 17:05
Corvus, 0/63 verður áfram 0
Gulli (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 18:48
Einu sinni kommi,alltaf kommi.
Sigurgeir Jónsson, 28.9.2012 kl. 23:12
Já mér finnst það eftirtektarvert að það eru konurnar sem skynja sinn vitjunartíma og vilja hætta. Ætli þær séu næmari á þjóðarsálina þrátt fyrir allt, eða ætli þær lesi meira blogg og skrif landans? spurning. Allavega þora þær ekki í vinsældarkeppni um efstu sæti á listum.
Kvenlegt innsæi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 00:56
Æ, Páll minn, stundum áttu að þegja um menn og málefni. Björn Bjarnason er hálfgerð trunta í mannlegum samskiptum, þótt skynugur sé á strauma og stefnur stjórnmálanna.
Gústaf Níelsson, 29.9.2012 kl. 01:17
Sæll.
Þetta eru góðar fréttir. Það eru líka góðar fréttir að Jóhanna ætlar að hætta.
Ég er sammála Rósu hér að ofan.
Helgi (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.