Föstudagur, 28. september 2012
ASÍ er pólitískt verkfæri Samfylkingar
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, stundar utanríkispólitík í þágu þröngra flokkshagsmuna Samfylkingar. Með því að neita félagsmönnum sínum um að segja álit sitt á þeirri stefnu ASÍ og Samfylkingar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið er ólýðræðislegum bolabrögðum beitt af hálfu forystu ASÍ.
Grundvallarhagsmunir meginþorra félagsmanna ASÍ er að Ísland standi utan Evrópusambandsins. Ísland er í hópi ríkustu þjóða Evrópu og með hvað minnst atvinnuleysi. Íslandi yrði að borga með sér til Evrópusambandsins og verulegt atvinnuleysi yrði landlægt. Þar á ofan missti Ísland forræði sitt yfir fiskveiðum.
Fámenn forysta ASÍ hefur beitt samtökunum í þágu Samfylkingar, sem einn stjórnmálaflokka vill Ísland inn í Evrópusambandið. Mál er að linni. Annað tveggja verður að víkja; forysta ASÍ eða ESB-stefna samtakanna.
ASÍ tjái sig ekki um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er það eðlilegt að verkalýðshreyfing vinnandi landsmanna sé undirokuð af einum stjórnmálaflokki? í öllum þessum hópi vinnandi manna eru menn úr öllum flokkum og hafa mismunandi skoðanir. Brestir eru komnir í evruna en ekki einu orði hefur verið á það minnst, þá er ekki hægt að ætlast til þess að menn elti gjaldmiðil í tilvistarkreppu!
hilmar (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.