Keynes, Hayek, Marx og uppgjöf stjórnmálanna

Pólitíkin ræður ekki við efnahagsvandann og þess vegna verður að senda málið til kjósenda. Hálf-aumingjaleg afstaða ef maður er toppmaður í breskum stjórnmálum eins og David Milliband. En honum til afsökunar þá virðist fátt til ráða við almennri efnahagslegri uppdráttarsýki heimshagkerfisins.

Niðurskurður gengur ekki; prentun peninga og aukin ríkisútgjöld gefur heldur ekki góða raun. Og við höfum prófað Marx - hann virkar ekki. Á þessa leið er greining Jeremy Warner. Hann segir stóru hagfræðisnillingana ekki veita innblástur í glímu ofurskuldsettra hagkerfa heimsins. Kannski helst að sá nefmælti Friedman gæti átt ráð undir rifi.

Allt bendir til að langt skeið efnahagsvanda sé framundan. Fólk verður að læra að finna hamingjuna í öðru en hagvexti. Og þá virkar beint lýðræði sexý. Eller hur?


mbl.is Miliband segir niðurskurðarleiðina ekki skila árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að þú skulir nefna Friedman.  Sem sagði að menn væru viljugri til að eyða annara manna fé en sínu og leiðin til að stöðva verðbólgu væri að hætta að prenta peninga.  Svo leiddi hann frjálshyggjuna einmitt í þessa átt,sem guðfaðir nýfrjálshyggjunnar í USA.  Bankamenn eyddupeningum almennings eins og enginn væri morgundagurinn í nafni frjálshyggju og fengu peningaprentunarvaldið líka í nafni sama. Allt með hroðalegum afleiðingum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband