Miðvikudagur, 26. september 2012
Fullbúinn samningur við ófullveðja ESB
Mótsögnin sem íslenskir ESB-sinnar standa frammi fyrir er að Evrópusambandið stendur frammi fyrir algerri uppstokkun á starfsemi sinni til að verja sameiginlegan gjaldmiðil. Við þessar aðstæður er merkingarleysa að tala um nauðsyn þess að fá fullbúinn aðildarsamning við Evrópusambandið. Ísland væri þá að gera samning um óvissuferð langt inn í framtíðina þar sem fullveldi landsins og forræði þjóðarinnar í mikilvægum málum væri teflt í tvísýnu.
Evrópusambandið stendur frammi fyrir slíkum áskorunum að þær þjóðir sem ekki eru með evru, s.s. Bretar, Danir, Svíar og Pólverjar láta sér ekki til hugar koma að taka upp gjaldmiðil sem skilur eftir sig sviðna jörð í jaðarríkjum sambandsins.
ESB-sinnar á Íslandi geta ekki vitað hvað verður úr Evrópusambandinu, enda vita hinir háu herrar í Brussel það ekki heldur.
Á meðan óljóst er um afdrif Evrópusambandsins eigum við að halda að okkur höndum. Byrjum á því að afturkalla umsóknina.
Samningaviðræðum verði haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland væri þá að gera samning um óvissuferð langt inn í framtíðina þar sem fullveldi landsins og forræði þjóðarinnar í mikilvægum málum væri teflt í tvísýnu.
Páll það er engin óvissa með að við missum sjálfstæði okkar. Þjóð sem gengst undir lög annarra þjóða er undir stjórn þeirra. Ef fólk heldur að sjálfstæði sé að fá að sitja í ráðherra stólum og nota þeirra lög þá er það mjög mikil einfeldni.
Við megum heldur ekki gleyma því sem Össur sagði fyrir skömmu. Við erum nú þegar búinn að missa sjálfstæði okkar með samningnum vegna EES. hann var þá að réttlæta að það myndi ekki tapast mikið sjálfstæði í viðbót. Menn eru ekki að skilja þetta en í raun er hann búinn að viðurkenna landráð en felur sig á bakvið að menn voru þegar búnir að fremja landráð og telur sig mega það líka.
Valdimar Samúelsson, 26.9.2012 kl. 12:21
Það er meinbaugur á þessu sambandi,slítið því.
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2012 kl. 12:27
Æi já, svo er það þetta með nýja srjórnarskrá. Manni er talin trú um að nú eigi að bæta gamla úrelta stjórnarskrá í kjölfar hrunsins. (sem enginn hefur þó sýnt almennilega fram á að hafi verið orsök þess) Þar á svo í nýrri stjórnarskrá að lauma sjálfstæði þjóðarinnar inn í ESB himnaríkið, svona eins og "sálinni hans Jóns míns".
sbr frétt sem bloggið er við: "Í ályktuninni segir að jafnframt sé nauðsynlegt að fyrir þingkosningar verði settar í forgang þær breytingar á stjórnarskrá Íslands sem heimila frekara samstarf Íslands við bandalagsþjóðir sínar innan Evrópusambandsins."
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 12:36
Vonandi gefst okkur kostur á að henda bæði Samfylkingunni og aðlögunarviðræðunum á haugana eftir næstu kosningar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.