Miðvikudagur, 26. september 2012
Guðlaugur Þór og atlagan að Birni Bjarnasyni
Guðlaugur Þór Þórðarson var fjármagnaður af Baugi og útrásarauðmönnum til að gera atlögu að þáverandi dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni, sem streittist gegn yfirgangi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Hannesar Smárasonar og þeirra félaga sem höguðu sér eins og þeir ættu landið og miðin.
Atlagan gegn Birni fór fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2007 þegar Guðlaugur Þór fékk peninga frá Hreini Loftssyni, aðstoðarmanni Jóns Ásgeirs, og fleiri slíkum til að fjármagna kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór hefur aldrei gert grein fyrir þeim milljónum sem hann þáði til að sækja að dómsmálaráðherra. Björn kom stórskaddaður úr þeirri orrahríð og auðmennirnir efldust.
Aðrar milljónir sem Guðlaugur Þór vélaði um voru peningar frá útrásarauðmönnum sem vildu komast yfir almenningseigur Orkuveitu Reykjavíkur. Guðlaugur Þór var lykilmaður sem stjórnarformaður OR. Útrásarauðmennirnir fjármögnuðu Sjálfstæðisflokkinn fyrir milligöngu Guðlaugs Þórs. Þeim milljónum varð að skila, þegar upp komst.
Sjálfstæðisflokkurinn með hrunverja í broddi fylkingar er ekki flokkur sem heiðarlegt fólk kýs.
Guðlaugur Þór vill 2. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er allt sama tóbakið. Nýjasta leikritið gengur út á lög um vernd uppljóstrara. Einn á að segja öllum hinum frá allri spillingunni. Hvernig væri að opna ríkisbókhald til að allir sjái iðandi flokksdindlana mergsjúga kerfið innanfrá?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 06:50
Það er víst þessvegna að það er basl hjá Gulla þetta með trúverðuleikann. Sem er skaði því strákurinn er svo fjandi góður, duglegur(munið ráðherradóminn) og sjarmerandi að það er vont ef að kraftar hans verða eyðilagðir og tapast þjóðinni þegar stöðugt er verið að harpa á þessu eins og þú gerir Páll. Er ómögulegt fyrir Gulla að byrja aftur. Er ómögulegt fyrir Illuga að losna við sjóð 9? Ómögulegt fyrir Þorgerði að losna við kúlulánin? Bjarna við Vafninginn?Óla Björn við slaginn á Austurvelli? Björn Val við gamalt fallít. Ásbjörn við arðinn? Þráinn við listamannalaunin? Árna við áfallið? Og svo framvegis.
Það getur vel verið að niðurrifsöflunum takist að eyðileggja þetta fólk allt saman. Uppreisn æru er ekki til.En hvað fáum við þá í staðinn? Steingrím snjalla, heilaga Jóhönnu, Magnús Orra,Líney Rafneyju, Guðmund Steingríms,Lilju Mós, eða hvaða óskrifuð blöð sem eru.
Þetta er eins og gjaldþrot. Það er engin leið upp aftur á Íslandi. Þú ert brennimerktur til æviloka og eltur út yfir gröf og dauða.
Halldór Jónsson, 26.9.2012 kl. 08:41
Þetta er allt gott fólk með góðum sönsum og kann að láta péningana flæða út um allt. Aðal málið er að láta péningana flæða, og þau eru gjöful, og eiga líka hagsmuna að gæta í hlutabréfum sínum, svo þessu fer allt mjög vel saman. Aftur á þing með gömlu hörkutólin segi ég bara, held ótrautt áfram að vera sjálfstæðismaður, enda, hvað annað er betra ? -- ein besta ástæðan fyrir að halda sig við þennan flokk.
Jonsi (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 09:47
Komið þið sæl; Páll - og aðrir gestir, þínir !
Halldór verkfr. og fornvinur minn, Jónsson !
Villt þú virkilega; endurreisa allt þetta sukk og seyru lið, sem þú upp telur hér - og jafnvel; áframhald Jóhönnu og Steingríms óværunnar ?
Erum við ekki; búin að koamst að því fullkeyptu Halldór minn, með þetta 63 menningna fyrirkomulag, sem aðeins hefir til tjóns leitt - og hörmunga ?
Okkur vantar; Glussa og Gírolíulyktandi fólk að landstjórninni - ekki það ruslara lið ALLRA flokkanna, sem hvítflibba- og blúndukerlinga fárið er, Halldór minn.
Þú ert nú; það eldri að árum og reynslunni ríkari, fornvinur góður.
Að minnsta kosti; er ég búinn að fá upp í kok, fyrir löngu, af draslara lýðnum !
Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 09:58
komast; átti að standa þar. Afsakið ambögur; ef finnast kunna, að nokkru.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 10:26
Halldór Jónsson ætti að hringja upp í Borgarnes og spyrjast fyrir um þennan fjandi góða, duglega, sjarmerandi og kröftuga Guðlaug Þór.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2012 kl. 11:19
Sumt fólk er einfaldlega steinblint á sína eigin menn, það er hluti af því hve spillingin grasserar vel hér á landi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 11:27
Okkar snjallasta bloggari er með þetta enn einu sinni.
26.9.12. Jónas Kristjánsson.
Burt með þingmennina
Burt með alla þessa þingmenn, sem ætíð vernda spillinguna, þegar þeir sjá hana. Ekkert hefur gerzt eftir hrun. Skipt var út nokkrum þingmönnum, en flestir hinir nýju eru eins og hinir gömlu. Í skjóli þeirra þrífast skrítnir embættismenn eins og Ríkisendurskoðandi og forstjóri Fjársýslunnar. Í skjóli þeirra þrífast siðblindir og græðgisóðir slitastjórnarmenn gömlu bankanna. Í skjóli fjórflokksins er allt við það sama og áður var. Eins og Framsókn sé ævinlega við stjórnvölinn, þótt stjórnarflokkar komi og fari. Burt með allt þetta rusl, vinstri græna líka eins og aðra. Þetta eru ólíðandi aumingjar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 13:21
Sennilega hefur honum þarna ratast satt orð í munn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 13:23
Komið þið sæl; á ný !
Haukur Kristinsson !
Hafðu heilar þakkir; og miklar, fyrir þetta afbragðs innlegg Jónasar.
Þó svo; mér hafi þókt þeir Marteinn Mosdal líkir, Jónas og hann, á Jónas marga góða sprettina til, sannarlega.
Ítrekaðar þakkir; til þín, Haukur minn.
Ekki síðri kveðjur; þeim - hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 13:34
Nú er ég algjörlega sammála þér Páll:
Sjálfstæðisflokkurinn með hrunverja í broddi fylkingar er ekki flokkur sem heiðarlegt fólk kýs.
Mætti ég svo minna á
11 menningana, puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins, kremlíska kommúnistaflokksins með "creme de la creme" brusselska kreminu frá Deutsche Bank í helgileiknum með Síberíu Jóhönnu og Grímsa á Fjöllum
sem samþykktu Icesave III, lúxusaðgöngumiða elítunnar að ESB kontórunum í Brussel:
Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal (formaðurinn og varaformaðurinn)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Tryggvi Þór Herbertsson, Jón Gunnarsson,
Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Elín Árnadóttir,
Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson
Sá 12, Illugi Gunnarsson (nýi þingflokksformaðurinn þótti ekki vera í þinghæfu ástandi, þegar hið "háæruverðuga alþingi" réði ráðum sínum.
Gulli, sem um er rætt, sat reyndar hjá við þessa atkvæðagreiðslu.Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 14:21
Hverra erinda ganga Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins?:
Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og markvisst unnið gegn frelsi okkar venjulegu einstaklinganna.
Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og marvisst gengið erinda hrægamma og yfir og uber-frjálsra stórglæpamanna og siðvillinga.
Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og markvisst reynt að ræna okkur frelsinu og varpa okkur í þrælabúðir og grjótnámur í stíl Steingríms J.
Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins hafa ítrekað og markvisst unnið eins og nómenklatúra Stalíns gerði.
Puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins ættu að drífa sig í kremlíska kommunistaflokkinn, VG, flokk Steingríms J. og Svavars Gestssonar.
Ég veit að heiðarlegum og sjálfstæðum mönnum blöskrar það að puntudúkkur hafa rænt flokki þeirra frá þeim og breytt í kremlískan kommúnistaflokk.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 15:24
Ég veit að heiðarlegum og sjálfstæðum mönnum blöskrar það að puntudúkkur hafa rænt flokki þeirra frá þeim og breytt í kremlískan kommúnistaflokk.
Það er vandi Sjálfstæðisflokksins; Að fórna Gulla litla er bara léttvæg fórn; fyrirsláttur til að fela alla ofur-grasserandi spillinguna sem lengi hefur fylgt kremlíska kommúnistaflokknum, "Sjálfstæðis"flokknum.
Þetta vita allir sem vilja vita.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 15:32
Þetta vita allir sem vilja vita.
Hér hefur ekkert breyst frá því að Styrmir Gunnarsson sagði þessi fleygu orð, hispurslaust, hreint og beint og á virðingu skylda fyrir það:
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 15:51
Guðlaugur þór er flottur, dugnaðar strákur sem vert er að taka eftir. Ég held að menn öfundi Guðlaug í öðrum flokkum ..
Vilhjálmur Stefánsson, 26.9.2012 kl. 15:55
Það að fórna Gulla er bara prúðuleikarasjóv æðstu kremlverjanna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 16:03
Gulli er bara eitt fórnar-peð, eins konar Bernie Maddoff í þessu manntafli.
Furstarnir og greifarnir eru áfram, já áfram á fullu gasi í ponzi leikjafræðinni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 16:08
Ég missti rauna allt álit á Guðlaugi þegar kona sem varð fyrir nauðgun sagði mér að hann hefði verið lykilvitni í að verja nauðgarann svo hann slapp. Síðan hef ég ekki getað litið Guðlaug réttu auga. Þannig er það bara. Hann er eflaust búin að gleyma þessu og vinurinn eflaust hátt settur í samfélaginu, en konan ber ennþá sárin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.