Mánudagur, 24. september 2012
Frosta Sigurjónsson fyrir Siv í SV-kjördæmi
Framsóknarmenn gerðu vel í að fá Frosta Sigurjónsson rekstrarhagfræðing í framboð fyrir flokkinn í SV-kjördæmi. Frosti var prímus mótor í andófinu gegn seinna Icesave-samkomulaginu og er jafnframt öflugur í andstöðunni við ESB-umsóknina.
Frosti er með framsæknar kenningar um hvernig má stokka upp fjármálakerfið og ná tökum á hagsveiflum sem fjármálastofnanir eru ábyrgar fyrir.
Frosti yrði afbragðsgóður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í SV-kjördæmi.
Siv hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver er munurinn á bloggi Páls Vilhjálmssonar og og auglýsingabæklingunum sem fylgja dagblöðunum ?
Jú, auglýsingabæklingarnir eru í lit
hilmar jónsson, 24.9.2012 kl. 10:29
Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !
Páll !
Það fer illa saman; að þykjast vera einarður endstæðingur Fjórða ríkisins (ESB), eins og þú hefir löngum gefið þig út fyrir, að vera - en í hinu orðinu, mæra einn; hinna mestu glæpa- og ribbalda flokka, sem Siv kerlingin, hefir tilheyrt hvað lengst, en reikna svo með, að grandvar og hrekklaus maður, sem Frosti Sigurjónsson, kasti sér síðan ofan í það dýki, sem Siv er að reyna að klóra sig, upp úr.
Þú ert kominn á háskabraut mikla; viljir þú mæra einhvern, hinna 4urra flokka íslenzks niðurrifs rusls, Páll síðuhafi.
Hilmar !
Fremur; hefir síða Páls haft tilhneiginu til, að vera litskrúðug, til þessa - en kannski það sé að breytast, líkt og sú forsmán, að Páll skuli mæra það lið í hinu orðinu, sem öllu kom hér, til Andskotans !!!
Með; kveðjum þurrum til Páls, að þessu sinni - ekkert afleitum svo sem, til gesta hans /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 11:00
Er Frosti Framsóknarmaður? það skýrir þá margt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2012 kl. 11:44
Mér finnst í góðu lagi að Páll setji fram skoðanir sínar án þess að ráðist sé á hann. Ekki veit ég í hvaða flokki Frosti er en ef hann gæfi kost á sér fyrir einhvern flokk yrði það landi og þjóð til heilla.
Jörundur Þórðarson, 24.9.2012 kl. 11:50
Komið þiið sælir; á ný !
Ómar Bjarki !
Ekkert veit ég um; - og trúi vart, að Frosti sé Framúrsóknarmaður, hafi hann verið það, hlýtur hann að átta sig, á slíku glappaskoti.
En; heilli er hann : landi og miðum / fólki og fénaði, en þú hefir reynst vera Ómar Bjarki Kristjánsson.
Þú ert; ómerkilegur og auðvirðilegur níðingur, sem gengur erinda Brussel - Berlínar öxulsins, GRÍMULAUST; og ert álíka óviðfelldinn, eins og sá lýður, sem gekk erinda Moskvu stjórnar Sovétríkjanna hérlendis, fyrr á tíð, Ómar Bjarki.
Þú ert; öngvu minni niðurníðingur, en frammámenn 4urra flokka ruslsins, í öllum þínum málflutningi, Austfirðingur lélegi !
Hinar sömu kveðjur; sem fyrri - öngvar þó, til Ómars Bjarka Kristjáns sonar, hvað; fram komi, aldeilis /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 11:54
Sælir; enn !
Jörundur Þórðarson !
Fyndist þér þá ekki við hæfi; að Páll síðuhafi lýsti yfir eindreginni velþóknan sinni, á þeim glæpa flokkum, sem hann virðist vera að mæra - fremur en að fara hér, með 1/2 kveðnar vísur, ágæti drengur ?
Áþekkar kveðjur; hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 12:16
Glæpir? Áttu við lögbrot, Óskar Helgi? Hvaða glæpi hefur Framsóknarflokkurinn drýgt? Skil ekki.
Sigurður (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 12:25
Sælir; á ný !
Sigurður !
Sértu ekki, blindur eða daufdumbur, skaltu líta á ástand þjóðfélagsins í kringum þig - og samþykkja eins og maður, mína málafylgju, ágæti drengur.
Staðreyndir (fyrir utan þá þætti, sem snúa að hinum 3 glæpaflokkunum / D - S, og V)
Halldórs (Ásgrímssonar klíkan) -og arftakar hennar, bera ábyrgð á - meðal annarrs :
Niðurdrabbi; Sambands íslenzkra Samvinnufélaga -
Dauða; þorra Kaupfélaganna -
Milljarða Tuga Króna þjófnaði; úr sjóðum Samvinnutrygginga -
Hygg; að þessi upptalning; ætti að duga þér í bili - sértu ekki því sljórri, Sigurður minn !
Sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 12:33
Kemur manni svo sem ekkert roslaega á óvart að Frosti sé Framsóknarmaður. En það sem er óheiðarlegt er, að það komi ekki fram á öllum stigum. Menn eru að svindla sér fram og þykjast vera einhverjir menn útí bæ - þegar þeir eru í raun Framsóknarmenn. Óheiðarlegt.
Vandamálið með framsóknarflokkin eftir að SÍS g Kaupfélögin féllu er, að flokkurinn er berskjaldaður fyrir allskyns rugludöllum sem í raun hafa hertekið þessa vél sem framsóknarflokkurinn er frá fornu fari. Búið a' vera daldil þróun en fyrst keyrði um þverbak egar strákpjakkurinn hann Simmi náði tökum á formannssvipunni sem hann notar óspar og hefur n+u breitt aumingjans framsóknarflokknum í flokk þjóðrembingssinnaðra strákbjalfa.
En þeir Árnesingar geta þá fengið Guðna í fyrsta sætið. Hahaha. þeir geta þá riðið aftur til Reykjavíkur og mótmælt símanm.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2012 kl. 12:34
Mér finnst ánægjulegt ef Frosti færi á þing, skiptir engu mála á vegum hvers flokks, því ég held að hann sé maður sannleikans og réttlætisins. Bara gott mál, vildi samt heldur sjá hann meðal nýju framboðanna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 12:48
Þú ert glöggur, Óskar Helgi, og alveg rétt hjá þér, að ég er farinn að sjá illa. En mér sýnist þú vera að rekja atburði, sem gerðust þegar núverandi formaður Framsóknarflokksins var um fermingu. Það er mikilvægt að eiga fyrirgefninguna í hjarta sér. Heldurðu ekki, að flokkurinn geti með árunum verið orðinn ráðvandur? Og svo hefur nú alltaf margt hrekklaust og gott sveitafólk kosið hann, ekki sízt af Suðurlandi. Ekki trúi ég til dæmis, að neitt ljótt finnist í fari manna á borð við Jón í Seglbúðum eða Sigurðar Inga.
Sigurður (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:05
Sammála þér Ásthildur um Frosta. Og það kemur mér líka á óvart að Frosti, sá ágæti maður, sé nú allt í einu kominn undir pilsfald maddömunnar.
Hefði talið að hann væri djarfari maður en það, að skríða á fjórum fótum undir pilsfald 4-flokksins. Gengisfellir hann nokkuð. En bestu óskir samt til Frosta.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:26
Já Pétur ég hefði viljað sjá hann til dæmis í Dögun eða Samstöðu, þar hefði hann virkilega notið sín. En svo eru þetta auðvitað bara vangaveltur og óskhyggja hjá vini vorum Páli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 13:30
Æi, nú bið ég Frosta afsökunar.
Palli var bara að lýsa draumsýn sinni, fh. maddömunnar.
Frosti er ekkert á leið undir pilsfald maddömunnar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:32
Einmitt þannig er það bara. Enginn bannar mönnum að dreyma smá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 13:36
Komið þið sæl; á ný !
Sigurður !
Þakka þér fyrir; að öðlast þann skilning á minni málafylgju, sem ég setti fram, ágæti drengur.
Hins vegar; er það flokks skrifli, sem hér um ræðir / þeirra Sivjar og félaga hennar, purrkunnarlaus og vesældarlegur rumpulýðs flokkur - líkt hinum þrem, og á sér því öngvan tilverurétt, sem slíkur.
Það er vanzi mikill; þeim Sigurði Inga, Sóleyjarbakka ættar (í Hruna mannahreppi) afkomanda, sem og Jóni gamla í Seglbúðum, að hafa fylgt þessum óþverra, að málum, hinsvegar, algjörlega.
Ekkert síðri kveðjur; öðrum fyrri, svo sem /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:43
Svo frjór maður í huga og leiftursnjall, sem Frosti er, nyti sín lang best utan klafa trénaðs 4-flokksins. Ef hann væri tilleiðanlegur, þá væri hann vitaskuld mikill fengur fyrir þau tvö nýju framboð sem þú nefnir Ásthildur. Tel þó reyndar að hann nyti sín enn betur í Samstöðu, með Lilju og Marinó:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:44
Já Ásthildur mín
En það er eins með Frosta og Lilju ... allir vildu Frosta kveðið hafa:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:48
Maður með framsæknar hugmyndir verður að engu í fjórflokknum sama hver flokkanna það er.
Guðbergur Egill Eyjólfsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:51
Sammála þér Guðbergur, svo sammála. Þar eru allir reyrðir niður á klafa pólitískrar rétthugsunar og stefnu forystumannanna. Sem er fyrst og fremst að ota sínum tota og ráða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 14:15
Fagna því mjög að Siv Friðleifsdóttir hverfi af þingi.
Góðar fréttir og gleðilegar.
Rósa (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:04
Rósa, um það getum við langflest verið sammála:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 15:25
Siv segist kveðja stjórnmálin stolt af verkum sínum. Það segir allt sem segja þarf um siðferðisvitund hennar.
En handa hverjum er þessi flokkur annars?
Árni Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 15:38
Við Árni Gunnarsson, sem þekkjum til verka Framsóknar á Króknum í gegnum tíðina og höfum nú fregnir þaðan af vaxandi samansúrrunar bæjarmálapólitíkur Framsóknar og KS, hljótum að leyfa okkur að spyrja þess, til hvers þessi flokkur er, amk. þar?
Eðal-Króksarar vita vel að þangað flutti Þórólfur Gíslason, sem vörsluliði Halldórs Ásgrómssonar og eftir það hafa fæstir þar getað um frjálst höfuð strokið. Spillingafé er þar hvítþvegið og notað til hreðjataka. Það finnast mér dapurlegar fregnir frá mínum fæðingar og uppvaxtar bæ. Gunnar Bragi veit þetta vel og vonadi hefur hann dug til að rísa nú upp gegn spillingunni, enda þótt þið fyrirgefið mér það, að ég dreg það í efa.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 16:07
Góð spurning Árni, þ.e. handa hverjum er Framsóknarflokkurinn..
Erfitt að sjá annað en hann sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
hilmar jónsson, 24.9.2012 kl. 18:38
Nú þá má og spyrja Hilmar, handa hverjum er VG?
Erfitt að sjá annað en hann sé bara fyrir glóbalíska auðdrottna, hrægamma og ræningja, líkt og allur 4-flokkurinn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.