Norskir ESB-sinnar gefast upp

Norskir ESB-sinnar eru hættir að berjast fyrir inngöngu Noregs í Evrópusambandið. Morgunblaðið í Noregi vekur athygli á fréttatilkynningu frá félagsskap ESB-sinna þar í landi, Europabevegelsen, að félagsskapurinn vill umræðu um tengsl Noregs við Evrópusambandið án þess að aðild sé forsenda.

ESB-sinnar í Noregi eru nokkru skynugri en félagar þeirra á Íslandi sem vilja ana með bundið fyrir bæði augu inn í brennandi Evrópusamband.

ESB-sinnar á Íslandi eru einangraðir í Samfylkingu. Í strandríkjum við Norður-Atlantshaf, þ.e. Grænlandi, Færeyjum og Noregi auk Íslands, er Samfylkingin einstætt fenómen sem vill flytja til Evrópusambandsins ákvörðunarvald um grundvöll efnahagslífsins.

 


mbl.is Mikil einföldun að ESB-aðild snúist um evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband