Mánudagur, 24. september 2012
Þriðja heims ríkið Ísland
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG betlar fé í Evrópusambandinu á vafasömum forsendum svo ekki sé meira sagt. Það einkennir mörg þriðja heims ríki að stjórnvöld eru ekki í neinu sambandi við almenning en kaupa sér velvild afmarkaðra hópa.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fellur að þessari skilgreiningu. Almenningur fyrirlítur ríkisstjórnina fyrir aðgerðir sem stefna þjóðarhag í hættu, s.s. Icesave-samningana og ESB-umsóknina, en ríkisstjórnin kaupir sér velvild afmarkaðra hópa eins og háskólaborgara og embættismanna, einkum þó ríkisforstjóra, eins og dæmin sanna.
Þjóðin þarf að varpa af sér þriðja heims ríkisstjórninni sem núna situr stjórnarráðið.
Ísland á meðal þiggjenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.