Laugardagur, 22. september 2012
Þorsteinn Pálsson: mestu mistök Davíðs Oddssonar
Upptaka evru er ekki tímabær, segir Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis og endurspeglar eflaust skoðun margra í atvinnulífinu. Eiginlega ætti málið að vera þar með afgreitt því að rök ESB-sinna í Samfylkingu eru iðulega að atvinnulífið kalli eftir evru.
Af þeim hópum sem taka afstöðu til umræðunnar um krónu eða evru eru atvinnurekendur líklegast til að leggja kalt og yfirvegað hagsmunamat á málefnið.
ESB-sinnar í dótturfélagi Samfylkingar innan Sjálfstæðisflokksins eru sérstaklega viðkvæmir fyrir afstöðu atvinnurekenda enda eru þeir síðasta hálmstráið. Það sést á málflutningi helsta talsmanns samfylkingardeildarinnar, Þorsteins Pálssonar. Í Baugstíðindum dagsins minnist Þorsteinn ekki orði á það að atvinnulífið hafni evrunni enda of þungbært. Í staðinn kemur Þorsteinn með stórpólitíska tilvísun í brottför varnarliðsins árið 2006 og hvernig Davíð Oddsson hélt á þeim málum.
Þorsteinn skrifar
Einhver hrapallegustu utanríkispólitísku mistök þjóðarinnar fram til þessa voru kolrangt stöðumat í viðræðum við Bandaríkjamenn um framhald varnarviðbúnaðar hér, sem endaði með því að þeir fóru með öllu. Verði stöðumat formanns Sjálfstæðisflokksins í peningamálum ofan á nú munu þau mistök taka hinum fram.
Skilaboð samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins til Bjarna Benediktssonar formanns eru þau að ef hann heldur ekki lífi í ESB-umsókn Samfylkingarinnar þá verði hann syndugri en Davíð Oddsson.
Örvænting Þorsteins og félaga hans verður ekki ýkt.
Upptaka evru ekki tímabær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Palli minn, ef þú ætlar að skilja þetta enn dýpri skilningi, þá mæli ég með algjörum masterpiece pistli Ómars Geirssonar:
Ást í meinum:
Sjálfstæðisflokkurinn og Evrópusambandið:
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1258927/
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 02:39
Ómar segir ma. svo um samfylkingardeildar "Sjálfstæðis"flokksins, sem er ekki bara Þorsteinn Kögunarhóll og Friðjón með Þóru appelsínurnar, heldur einnig- og haltu þér nú fast Palli minn- sjálfur formaður flokksins, Bjarni Benediktsson og hans handpikkaði þingflokksformaður úr sjóði 9, Illugi Gunnarsson:
Fjármálahrunið haustið 2008 var tækifæri sem íslensk valdastétt ætlaði ekki að láta ónotað.
Á einhvern stórskrýtinn hátt, án nokkurs röksamhengis, þrátt fyrir herkví Evrópusambandsins í ICEsave, þrátt fyrir að Hrunið var bein afleiðing af evrópskri reglugerð, þrátt fyrir dökk óveðursský á evruhimni, á allra fyrstu dögum Hrunsins, þá;
átti lausn á öllum vanda þjóðarinnar vera umsókn um aðild að Evrópusambandinu og rökin voru evran og bakstuðningur Evrópska Seðlabankans.
Og þessa umsókn átti að keyra hratt í gegn.
Svo hratt að boðað var sérstaklega til Landsfundar Sjálfstæðisflokksins með aðeins eitt mál á dagskrá. Og það mál var ekki Hrunið eða ábyrgð flokksins á gjaldþroti þjóðarinnar, heldur aðildarumsókn að ESB.
Eitthvað sem átti að vera formsatriði að ákveða því Valdið á bak við flokkinn vildi inn.
En var ekki formsatriði út af einu manni, Davíð Oddssyni.
Hann var argur útaf því berangri sem hann var staddur, með öll spjót Samfylkingarinnar á sér án þess að flokkurinn lyfti litlafingri honum til varnar.
Hann var eins og Steinn Steinar, hæddur, svívirtur kvalinn, einn uppá hálofti á Svörtuhæðum.
Nema að hann var eini einstaklingurinn sem gat fengið hinn almenna flokksmann til að fylkja sér gegn ákvörðun valdsins.
Sem og hann gerði og Landsfundur flokksins kolfelldi tillöguna um aðildarumsókna að ESB.
Vissulega er atburðarrásin margflóknari en þegar allt hismiði er skrælað frá þá er þetta kjarni þess sem útskýrir af hverju það er ekki opinber stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að sækja um aðild að ESB, og þetta er skýring þess að flokkurinn er í dag í stjórnarandstöðu.
Frá Hruni hafa allar gjörðir Valdsins miðað við að verða memm í Valdaklíkunni sem stýrir Evrópu í dag.
Sjálfstæðisflokknum var skákað úr ríkisstjórn, Davíð var rekinn úr Seðlabankanum, og síðan þá hefur Valdið með stuðningi núverandi forystu flokksins skipulega grafið undan trúverðuleika hans.
Af hverju halda menn að skuldinni á hruni krónunnar sé skellt á lausatök í ríkisfjármálum, sem er algjör öfugmæli, í stað þess að benda á hina raunverulegu skýring, hið evrópska regluverk sem er formóðir allra þeirra þennslu sem hér ríkti á árunum fyrir Hrun.
Af hverju halda menn að flokkurinn sé að hjóla í fortíðina sem hann stýrði sjálfur að öllu leyti.
Af hverju halda menn að Bjarni og Illugi séu að mæra forsendur skýrslu Seðlabankans um forsendur gengistöðugleika????
Í ljósi alls þessa segi ég enn og aftur:
Slíta!
Það bera að slíta aðlögunarferlinu að ESB
og vinda ofan af kveljandi reglugerðarfarganinu og stöðluðu helvíti á jörð.
Slíta!
Hlé? það er aumingjalegur fyrirsláttur gunga og drusla!
Slíta!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 04:11
Viltu meira að vita Páll? Lestu þá allan masterpiece pistil Ómars Geirssonar.
Um þennan pistil hans, í heild sinni og allri gramsetningu, má segja það sama og frægasti ritdómur íslenskrar bókmenntasögu 20. aldarinnar hefst á: "Loksins, loksins" ... kom einhver pistill sem reif sig langt upp fyrir meðalmennskuna og glundrið og bútasaumana og föndrið og dútlið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 04:21
Ég skrifaði þetta gleraugnalaus; "gramsetningu" átti vitaskuld að vera "framsetningu":-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 04:25
Varstu á Landsfundinum Pétur minn?
Fyrir mína parta varð ég vitni að því hvernig andstöðubylgjan reis strax á fimmtudagskvöldinu með snilldar ræðu Hrafns Gunnlaugssonar. Eftir það kvöld var samhljómurinn fundinn og ræða Davíðs hafði engin úrslitaáhrif. Enda man ég ekkert eftir henni. En ég man eftir atkvæðagreiðslunni þegar salurinn bara reis upp gegn aðild og þeir örfáu já menn sátu eins og illa gerðir hlutir.
Halldór Jónsson, 23.9.2012 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.