Króna og evra, Ísland og Írland

Írar og Íslendingar urðu fyrir bankahruni á svipuðum tíma. Ísland er fullvalda og með krónu; Írland er í Evrópusambandinu og býr við evru.

Ísland náði botni kreppunnar hratt og spyrnti sig þaðan upp; atvinnuleysi á Íslandi var nær allan tíman vel undir ESB-meðaltalinu upp á tíu prósent. Írland er enn að ströggla, hagvaxtarhorfur eru ekki góðar og atvinnuleysi hefur um langa hríð verði 15 til 20 prósent.

Evran kom ekki í veg fyrir efnahagskreppu á Írland en svo sannarlega er evran ástæða þess að Írar eru í efnahagslegri spennitreyju.

Össur Skarphéðinsson lýsti sjálfum sér í hrunskýrslunni sem fáráðlingi í umræðu um efnahagsmál. Í dag staðfesti hann þá niðurstöðu.


mbl.is Össur: Evran sterkari en dollar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Maðurinn er hlægilegur.

Bragi, 21.9.2012 kl. 16:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já tek undir það og spyr: tekur einhver mark á Össuri?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 16:54

3 identicon

Það voru einmitt þessi orð Össurar í rannsóknarskýrslunni um hann hefði ekki vit á efnahags- eða fjármálum (man ekki hvort það var) sem rifjuðust upp fyrir mér í dag. Og þau voru í raun eitt af því fáa í viðbrögðum stjórnmálamanna fyrir hrun sem einhver skynsemi var í.  Maðurinn viðurkenndi einfaldlega að hafa ekki þekkingu á þessum málum og því falskt öryggi í því að senda hann á vettvang þegar verið var að skipuleggja yfirtökuna á Glitni.

Það er því fyrst og fremst átakanlegt að hlusta á hann í dag bjóða fram leiðsögn sína í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar.

Seiken (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 18:53

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

„Og mér var sérstaklega minnisstætt að þegar
fundurinn er að hefjast þá snýtir Össur sér og
segir yfir fundarborðið að hann hafi bara
akkúrat ekkert vit á bankamálum.“
Sigríður Logadóttir í skýrslu sinni fyrir rannsóknarnefnd
Alþingis 8. maí 2009, bls. 20.

- Tekið af http://www.rannsoknarnefnd.is/pdf/RNABindi7.pdf

bls. 26

Páll Vilhjálmsson, 21.9.2012 kl. 19:18

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm tekur einhver mark á þessum manni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 19:40

6 identicon

Á ríkisstjórnarfundi í byrjun okt. 2008 stakk einn samfylkingarráðherran upp á því að tekið verði 30-40 miljarða evru lán hjá ESB bankanum,til að bjarga íslensku bönkunum, ef þetta hefði fengist í gegn, þá væri Ísland gjaldþrota í dag, getur verið, að ráðherran heiti Össur?

Samk. lögfræðiáliti tveggja lögfræðinga fyrir verkalýðsfélag Akranes(vlfa.is) eru miklar, mög miklar lýkur til að verðtryggingin sé kolólögleg frá 1. nóv 2007, og íslenska ríkið gæti verið búið að skapa sér stórkostlega skaðabótaábyrgð. Því líst mér verulega illa á ef þessir sömu hrunráðherrar verði látnir leisa þetta vandamál þjóðarinnar.

Því vil ég kostningar strx.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 20:28

7 identicon

Össur þurfti ekkert að hafa vit á bankamálum. En hann hefði þurft að vita að hann var þarna til að verja almannahagsmuni og það vit hafði hann ekki. Ekki frekar en núna.

Toni (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 21:31

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvert skyldi vera upphaf þeirra erfiðleika sem evran er að fást við? Hmmm? Sagði einhver Evran sjalf?

Maðurinn er svo heimskur að það setur þjóðaröryggi í uppnám. Er ekki til einhver allsherjarregla sem leyfir að taka hann úr umferð?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2012 kl. 21:35

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

á íslandi þá hrundi krónan um helming, verðtyggðu lánin eru að setja heimilin á hausinn, hér eru okurvextir, erlendu lánin hækkuðu um helming og setti rótrgróin fyrirtæki einsog BM vallá á hausinn, hér eru gjaldeyrishöft og bullandi verðbólga ásamt hefur kaupmáttur Íslendinga fallið gríðarlega......

ekkert af þessu gerðist á Írlandi

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2012 kl. 23:09

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er hreinlegra að össur viðurkenni að hafa ekki vit á bankamálum svo hann sé ekki að þykjast

En lögfræðingurinn DAvíð Oddson hefur ekki vit á fjármálum heldur en þorði ekki að viðrukenna það..... .. sem varð til þess að hann kom heilum seðlabanka á hausinn. .. sem kostar okkur skattborgara 300milljarða

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2012 kl. 23:12

11 identicon

Guð minn góður! Við þurfum að fá að kjósa sem fyrst. Mér er alveg sama hvaða ósköp við kjósum næst yfir okkur, svo lengi sem þetta gimp verður úti í kuldanum og getur ekki lengur gert sig né okkur að fíflum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 23:30

12 identicon

Þó ég sé enginn aðdáandi staðla og tilskipana, þá væri við hæfi að þeirri neyðar-öryggisráðstöfun yrði beitt að útbúa sérstakan staðal sem forðar Össuri frá frekari skandölum. 

Við gerð þessa sérstaka staðals skal taka öll einkenni Össurar hvað útlit og skoðanir á banka- og efnahagsmálum varðar, og festa þau kirfilega í letur, þannig að hver sá sem er alveg nákvæmlega eins og Össur í útliti og skoðunum skuli umsvifalaust komið í vist hjá einhverjum aumingjagóðum bændum í Hrunamanna hreppi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 04:06

13 identicon

Launin á Írlandi stökkbreytust og lækkuðu um helming, það var ekki bara helmingi erfiðara að borga af lánunum, þar sem þau breyttust ekkert, heldur varð ALLT helmingi dýrara, ekki bara innflutt dót heldur ALLT sem framleit var innanlands varð helmingi dýrara LÍKA. Það sér ekki til lands á Írlandi næstu 10-15árin, tími til komin að flýja land.

Írinn (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 10:10

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Launinn á Írlandi lækkuðu EKKI um helming.

Það er bara staðreynd.

Hinvegar lækkuðu laun á Íslandi um helming vegna gengisfalli auk þess að fjölmörg laun lækkuðu og t.d á sjúkrahúsum og opinbera kerfinu

Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2012 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband