Miðvikudagur, 19. september 2012
Velferð og vöggustofusamfélag
Aðra röndina er það merki um umhyggju velferðasamfélagins fyrir þeim sem standa höllum fæti að skattfé sé notað til að vekja unglinga á morgnana og koma þeim í skóla. Á hinn bóginn er það hálf aumt að foreldrar/forráðamenn komi ekki unglingunum sínum í skóla.
Ef þetta vandamál eykst hlýtur að koma að því að gefa þurfi út leyfi til fólks að eiga börn. Setja þarf upp sérstaka foreldraskóla sem Ríkisforeldrastofnunin rekur og menntar foreldra samkvæmt síðustu tísku uppeldisfræðanna.
Aumgingjagæska kostar.
Borgin vekur börnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
skv. fréttinni er þetta gert eftir að önnur úrræði hafa verið reynd og væntanlega áður en farið er út í harðari úrræði (má annars reka börn úr grunskóla núorðið?).
Ekkert að þessu ef það gefur sæmilega raun.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 16:23
Ég er fullkomlega sammála. Foreldrar eiga að fara í námskeið að læra að ala upp börn á jákvæðan hátt með góðum aga
Ásta María H Jensen, 19.9.2012 kl. 16:58
Því miður þá krefst það engra hæfileka né séstakra eiginleika að eignast börn. Sum börn eru svo óheppin ef svo má segja að foreldrar þeirra eru veikir eða bara ekki hæfir til að sinna barnauppeldi svo vel sé.
Þegar þannig háttar til þá ber samfélaginu skylda til að grípa inn í.
Blessuð börnin geta ekkert gert að því ef þau eiga ómögulega foreldra
Mér finnst þetta hreint ekki svo galið, harðara úrræði hlýtur að vera tímabundin forræðissvifting.
Bríet (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 17:02
Aumingjagæska kostar. Er ekki hægt að koma til móts við þá sem ekki vilja fjármagna karp Stefáns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins? Hversu margir vilja láta sitt framlag til uppeldis og menntunar renna til Jóns og Gunnu – heimavinnandi foreldra. Hefur það verið kannað?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 17:07
Bríet. það er ekki verið að tala þarna eingöngu um foreldra sem bágt. það er alltaf verið að setja vandamálin á skólakerfið og þjóðfélagið í staðin fyrir að hafa námskeið í uppeldi. Ef foreldrar geta ekki sótt svoleiðis námskeið eru þau greinilega ekki hæf til að hugs um börn. punktur og basta
Ásta María H Jensen, 19.9.2012 kl. 17:57
Hjartanlega sammála þér.
Aumingjavæðing vestur evrópu á sér engan botn og þar erum við engir eftirbátar með vinstra valdið/stóðið í brúnni á þjóðarskútunni.
Hér koma mögulegar framtíðar spurningar og svör ef ekkert breytist:
...er of erfitt að vinna...ekkert mál..bætur handa þér.
...er of erfitt fyrir þig að ná endum saman..ekkert mál..launajöfnun..skattleggjum sjómanninn í topp(eða alla þá sem leggja mjög hart að sér til að afla tekna) sem vinnur 400 tíma á mánuði til að tekjujafna ykkur báða...engu máli skiptir að þú vinnur auðvelda innivinnu 160 tíma á mánuði...tekjujöfnun er lykilorðið.
nennirðu ekki að vakna sjálfur og eru foreldrar þínir of miklir ræflar að vekja þig...ekkert mál..við sendum ríkis/borgarstarfsmann til að vekja þig og koma þér á fætur.
Hver borgar ?
Auðvitað sjómaðurinn og annað duglegt fólk !!
ætli borgin bjóði þessa þjónustu um borð um borð í skipum HbGranda í náinni framtíð ?
Aumingjavæðing dauðans !!!
runar (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 18:44
Á nú að fara að skikka foreldra í lærdóm/námskeið af því Hekla úti í bæ segir það? Eins og forsjárhyggjan sé nú ekki nógu og of langt gengin? Hver ert þú?? Og munt þú dæma hvaða foreldri verður skikkað?? Viljum við bæinn og ríkið eða þig inn á gafl af því það eru nokkrir slæmir foreldrar í landinu og af því e-r kona úti í bæ segir það?
Get ég frætt þig á að bær og ríki hefur ekki vald til að fara inn á fólk bara si-svona eða skikka fólk í lærdóm. Lögreglan hefur ekki það vald. Þú fullyrðir að foreldrar sem vilja ekki fara á e-ð námskeið, sem þú vilt að þeir fari á, séu ekki hæfir til að hugsa um börn. Vá, getur ekki verið að þú sért alveg komin út í öfgar?
Elle_, 19.9.2012 kl. 19:27
Elle. Vá er maður að snerta taug. For your information: Ég er þegar búin að sækja svona námskeið eingöngu til að verða betra foreldri. Maður hefur sko séð sitt af hvoru af lífinu.
Ásta María H Jensen, 19.9.2012 kl. 19:33
Já, þú ert með fáránlegan málflutning. Þú veður villu vegar og fullyrðir út í loftið um foreldra almennt yfir frétt sem kemur litlum hópi foreldra við. Vertu ekkert að ýja að neinu persónulegu en þú ert alveg úti á túni í forsjárhyggjunni. Við búum ekki í lögregluríki enn. Við búum við foreldraábyrgð og foreldrafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Við eigum ekki að fara eftir hvað konur úti í bæ vilja og svo er ég sammála Bríet og Hans.
Elle_, 19.9.2012 kl. 19:42
Hefur engum dottið í hug að þetta geti verið börn foreldra sem eru með þannig vinnutíma að þeir séu einfaldlega í vinnunni þegar unglingarnir þeirra þurfa að vakna í skólann. Kannski þurfa þeir einmitt að vera í þannig vinnu til að gega náð endum saman fjárhagslega. Það eru ekki allir með átta til fjörur vinnu.
Sigurður M Grétarsson, 20.9.2012 kl. 05:48
Algengasta ástæðan fyrir að börn vakni ekki og fari ekki í skólann er þunglyndi sem kemur til út af einelti, sem kemur til út af metnaðarlausum skóla með vanhæfu starfsfólki sem veldur ekki starfi sínu. Slíkt verður til út af skorts á heilbrigðri samkeppni og aðhaldi sem yrði sjálfkrafa til ef hér væru fleiri og færari einkaskólar, sem fengju frið til að blómstra án þess að ríkið reyndi að eyðileggja einkaframtak hvenær sem færi gefst. Einkaskólar koma á eðlilegri samkeppni og hækka standardinn á ríkisskólunum, sem þá neyðast til að fara að standa sig, eigi þeir ekki að tæmast. Einkaskólar stuðla að því að ólík hugmyndafræði fái að setja mark sitt á barnauppeldi, sem stuðlar að fjölbreyttara samfélagi sem er minna laskað af heilaþvotti, "jantelagen" og nazísku samþykki manna um alla hugsanlega hluti, einsleitni í hugsunarhætti og jarmandi sauðshætti hvers konar.
Alvöru lýðræði, takk! (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 08:34
@Bríet heilaþvegna fasistanum.
Staðreyndin er sú að það eru FORELDRAR allir í landinu sem hafa í vaxandi mæli verið sviptir forræði yfir eigin börnum! Alvöru lýðræðisríki hefur fjölbreytta möguleika í menntun og margvíslega og mjög ólíka skóla til að tryggja fjölbreyttara samfélag, þar sem skóli verður alltaf að einhverju leyti heilaþvottur, því miður, og því alla vega skárra fólk fari ekki í gegnum nákvæmlega sama heilaþvottsprógrammið! Tölur frá æðstu menntastofnunum heims, eins og Harvard háskóla, sýna að hlutfallslega hæst hlutfall nemenda í bestu skólum Bandaríkjanna, kemur úr "home schooling" prógramminu, það er að segja foreldrar hafa kennt þeim sjálfir heima, samkvæmt eigin sannfæringu, eða ráðið einkakennara (sem getur jafnvel verið hagkvæmt taki nokkrar líkt-þenkjandi fjölskyldur sig saman um slíkt). Þessu meina stjórnvöld á Íslandi foreldrum að gera, af nazískum einsleitnishugsunarhætti og Norður-Kóreskri yfirráðasýki yfir öðru fólki, eðlislægri valdnýðslu sinni og eitruðum domination fetish sem fær útrás sína í að ráðskast með annað fólk og örlög þess, en slíkar andlýðræðislegar hvatir gætu loks gert út af við samfélag okkar, og eru raunveruleg ástæða meðalmennsku og aumingjaskapar á Íslandi, sem og þess að þjóðin á aðeins einn nóbelsverðlaunhafa og að afreksfólk héðan yfirhöfuð má telja á fingrum annarrar handar, sem afsakast ekki í krafti fámennis þegar um svo ríka þjóð er að ræða, enda ófáir háskólabæirnir út í heimi sem hafa mun færra fólk, en mörghundruð eða mörgþúsund prósent fleira afreksfólk.
Alvöru lýðræði, takk! (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 08:41
Svo Hekla fór á námskeið já. Það eitt og sér gefur henni þá leyfi til að segja öllum foreldrum landsins fyrir verkum. Ef allir foreldrar landsins gera ekki eins og Hekla segir, eru þau ekki hæf um að hugsa um börnin sín.
Mér finnst það ætti að þvinga Heklu til að fara á öll námskeið sem allir foreldrar landsins hafa farið á og læra allt sem við höfum lært. Og ef hún gerir það ekki ætti að taka börnin af henni.
Hekla náði því ekki að Páll var að hæðast með að banna foreldrum að eiga börn og með foreldraskólanum og tók undir það. Öfgamálflutningur, Hekla.
Foreldrar ala upp börnin sín að öllu jöfnu. Stjórnvöld geta ekki komið þar inn í nema með samþykki foreldra nema í undantekningartilvikum svo sem ef foreldri er alvarlega veikt. Foreldrar þurfa síst fólk eins og þig til að ráðskast með heimilislíf okkar og barnanna okkar. Þú eða sveitarfélagið stjórnið ekki menntun okkar.
Ólafur J. (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 09:01
Ef skilda á að foreldrar sækji námskeið til að eignast börn, þarf þá ekki líka að láta foreldra líka í hæfnispróf ? Og láta foreldra að borga leyfisgjald og svo eftirlitsgjald. Þarf þá ekki einhverskonar fjölskyldu úttekt á hverju ári ? Hver á að borga þetta allt saman ? Eru ekki nógu miklar birgðir lagðar nú þegar á herðar foreldra. Eða mega bara efna fólk eignast börn ?
Raggi Páls (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 11:22
Elle_, 20.9.2012 kl. 14:41
Sæll.
Þetta er gott dæmi um sóun á skattfé, hið opinbera á ekkert að skipta sér að þessu. Er ekki næst að stofna opinbera stofnun til sjá til þess að börn borði hollan mat heima hjá sér og horfi ekki of mikið á imbakassann? Svo til að passa upp á andlegan þroska þeirra er þeim bannað að eyða meira en 2 klst á dag í tölvuleik og hina dagana eiga þau að lesa sósíalískar bókmenntir því það er svo gott fyrir þau. Mokum fé í þetta, fé sem við ekki eigum.
Helgi (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.