Mánudagur, 17. september 2012
Stöðva, slíta eða gera hlé á ESB-viðræðum
ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru komnir í svo handónýta stöðu að þeir helst þræta um orðalagið sem á að vera á endalokum ESB-umsóknarinnar. Þorsteinn Pálsson skrifar í Baugsútgáfuna um helgina
Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins kröfðust tafarlausra slita á aðildarviðræðunum þvert á samþykktir landsfundar flokksins sem gerðar voru með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segir eftirfarandi um hvernig ljúka skuli ESB-umsókn Samfylkingar.
Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samþykkt landsfundarins er skýr: hlé á aðildarviðræðum og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þorsteinn og aðrir ESB-sinnar mega gjarnan leggjast í túlkunarfræði um muninn á hléi, stöðva, og slíta en niðurstaðan getur aldrei orðið önnur en að landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu skyldi hætt og þráðurinn ekki tekinn upp að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fyrsta verk að stöðva viðræðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er langt síðan að Þorsteinn Pálsson gerðist laumu SF maður eða kanski er hann laumu kommi inn við beinið. Hann elskar mið og ráðstjórnarríki eins og það var í hinu gamla Sovét. Þess vegna skrifar hann svona lýgi um sjálfstæðisflokkinn.
Auðvitað vill hann að Jóhanna fái meirihlutastjórn svo að hann Þorsteinn Pálsson fái skattlausa eilífaðar starfið í Brussel og geti verið í wiský og mataveislum.
Hann hikar ekki við að selja Ísland til að fá þessi dýrðindi.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 09:12
Hvað með að slaufa þessu eða binda endahnútinn? Hefur Þorsteinn eitthvað pælt í því?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 10:19
Slíta!
Það þarf að vinda ofan af því reglugerðarfári sem er hér alla lifandi og smá grósku að drepa. Flest íslensk fyrirtæki eru einyrkja og smáfyrirtæki, sem þjóna innanlandsmarkaði. Ég veit sem arkitekt um td. hina nýju byggingarreglugerð að hún þjónar einungis "sjálfbærni" ofvaxins eftirlitsiðnaðarins, sem massaframleiðir tilskipanir, leiðbeiningarit, staðla og ekki verða húsin betri við það, heldur munu hlaða á sig alls kyns viðbótakostnaði, vegna vottunarleyfa fyrir "sjálfbærninni".
Slíta!
Þetta er aðlögunarferli, sem þjónar einungis Big Global Corporations og Plutocracy. Og embættismannahirðin massaframleiðir þræla vafningan utan um háls einyrkja og smáfyrirtækja, enda er það tilkgangur þessa regluverks frá helvíti að drepa niður grósku einyrkja og smáfyrirtækja, líkt og litli kaupmaðurinn á horninu var drepinn á sínum tíma. Nú er nóg komið af kverkatökum ofvaxins ríkis-valdsins í samansúrrun með hrægömmum og erlendum vogunarsjóðum.
Slíta!
Við erum 320.000 manna þjóð. Hér skortir traust almennings gagnvart ofvaxinni stjórnsýslu ríkis-valdsins. Eina leiðin til að endurskapa það traust, sem hér áður ríkti, er að stjórnsýslan og almenningur nái að skapa gagnkvæmt traust. Það gerist ekki með auknu boðvaldi að ofan og massaframleiðslu á regluverki frá helvíti.
Slíta!
Spólum svo regluverkið til baka. Sem arkitekt segi ég td. að byggingarreglugerðin frá 1998 var þokkalega mannleg.
Ítreka svo enn og aftur orð Lao Tze um að eftir því sem lög og reglugerðir verða fleiri, þeim mun fleiri verða ræningjarnir ... með tilstyrk spillts ríkis-valds.
Höfum við ekki séð nóg af þeim orðum hans rætast? Jú, auðvitað, það endaði með hruni, haustið 2008. Og nú skal stefnt að öðru hruni af siðspilltu embætteismannakyski og stjórnvaldi og stofnunum þess.
Slíta!
Byggjum svo aftur upp samfélag okkar, sem byggir á gagnkvæmu trausti.
Við erum aðeins 320.000. Við búum á gósenlandi. Við erum vel gerð þjóð. Boðvaldið frá hundraða milljóna samfélagi mið-Evrópu hentar okkur ekki.
Við þurfum enga ofvaxna og bólgna embættismannahirð. Við erum lítið lýðveldi, en ekki keisaradæmi.
Slíta!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 11:26
Hvað segirðu. Þjónar sambandið bara sambandinu. Það skyldi þó aldrei vera.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 12:06
Bjarna Ben. er ekki treystandi fyrir húshorn, hvað þá heil áramót.
Því segi ég að þinginu ber nú í október að afgreiða málið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þinglegur meirihluti fyrir því. Hvað dvelur ormana löngu? Hvers konar gungur og druslur eru á þingi, ef þær þora ekki að segja hug sinn umbúðalausan? Er Bjarni Ben. hræddur og þústaður af einni víbrandi kellingarálft og einum þistilfirskum smalarakk?
Ekkert kjaftæði lengur. Krafan er einföld:
Þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en í lok nóvember 2012.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 12:15
Elín, keisaradæmið þjónar bara hinni kremlísku hirð hins nýja fasíska 4. ríkis.
Spyrðu bara Gorbachov. Hann skilur ekkert í vestur-evrópskum pólitíkusum að hafa það nú sem sitt helsta keppikefli að breyta vestur-Evrópu í eitt kremlískt ráðstjórnarríki, ECCCP.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 12:22
Framsóknarmenn skilja það kannski betur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 12:25
Napur húmor þinn er hreint út sagt dásamlegur Elín:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 12:29
En kannski loðin afstaða flokks elítu "Sjálfstæðis"Flokksins skýrist af því að hann er fyrir löngu orðinn
að einsmáls-flokki til báknvæddrar embættismannahirðar svínanna fyrir hönd sérhagsmunaklíka, kvótagreifa og álfursta og hrægamma og bankaræningja fyrir hönd Big Global Corporations og Plutocracy.
Já, það er hann áfram.
Og það útskýrir vafnings og vingulshátt og frestunaráráttu formannsins Bjarna Ben og sjóðdrengjanna hans. Það má ekki hrófla við Frkka Sóf. og skyldum mönnum, eða hvað Bjarni litli Ben.?
Ertu maður eða hol skel af manni?
Mér sýnist þú vera hvellandi bjalla, bara útlit án innihalds.
Já við Icesave sagðirðu, lúxus aðgöngumiðanum að ESB.
Þannig manni er ekki treystandi fyrir húshorn, hvða þá áramót.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 14:02
Hann er ekki einu sinni með útlitið. Maðurinn sem lék hann í skaupinu var miklu laglegri. Pétur Blöndal er miklu laglegri.
Elle_, 17.9.2012 kl. 19:37
Ekki að það skipti í alvöru máli samt.
Elle_, 17.9.2012 kl. 21:02
Elle,
Það geta ekki allir verið eins og Ken, en Bjarni kemst þó furðulega nálægt því,
amk. myndast hann næstum eins og þegar Þóra fór í forsetaframboðið.
Það var nú soldið ljótt af ÓRG að líkja henni við dúkku, eins og Barbie?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 21:07
Það er eins og sé einhver smá ESB svipur með þeim Bjarna og Þóru.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 21:22
Þar hittir þú naglann á dúkkuhöfuðin Pétur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.9.2012 kl. 21:24
Takk fyrir hrósið Rakel:-)
En það sem ég er aðallega að velta fyrir mér núna er hvort þau tvö noti líka sama staðlaða Deutsche Industri Norm meiköppið?
Eða hvort þau hafi gengið alla leið og notist við sama staðlaða og uber-samræmda júró-meiköppið?
Það reyndist nú Þóru blessaðri ekkert sérstaklega vel. En kannski Bjarni telji að það gagnist sér betur en henni?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 21:43
Mér skilst að þessi séu líka öll voðalega veik fyrir sama efnahagskerfi og keyrir sjálft sig í þrot með 10 ára millibili þannig að það er kannski ekki líklegt að þau átti sig á að gamla leikaramyndalúkkið er out
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.9.2012 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.