Sunnudagur, 16. september 2012
Teboð og talibana fremur en frjálshyggjusósíalista
Gagnrýni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur útrásardrottningar Sjálfstæðisflokksins á þann væng flokksins sem andvígastur er samfylkingardeilddinni, sem hún tilheyrir, hefur fengið nokkurn hljómgrunn í umræðunni. Þorgerður Katrín óttast íslenska teboðshreyfingu.
Til skammst tíma þótti sniðugt að nefna Vinstri græna talibana vegna andstöðu þeirra við virkjanir, ESB-aðild og óhóf útrásar og svo framvegis. Eftir að VG gekk í eina sæng með Samfylkingingu heyrist uppnefnið ekki lengur og má af því ráða hverjir héldu því á lofti annars vegar og hins vegar hve valdið spillir. Ef hægt er að tala um talibana í VG lengur þá heita þeir Ögmundur, Jón Bjarna og Guðfríður Lilja.
Orð Þorgerðar Katrínar og upprifjun á talibanaumræðunni minnir á yfirþyrmandi tök frjálshyggjusósíalismans á stjórnmálaumræðunni. Frá hægri koma kennisetningar um yfirburði markaðarins og hvergi megi grípa inn í gagnverk frjálsra viðskipta. Frá vinstri eru teknar hugmyndir um félagslegt öryggisnet annars vegar og hins vegar um ríkisstuðning við atvinnulífið.
Frjálshyggjusósíalismi höfðar einkum til tækifærissinnaðra stjórnmálamanna sem í raun er alveg sama um allar hugmyndir, þar á meðal þeirra sem gera mun á réttlæti og ranglæti. Tækifærissinnarnir líta á hugmyndir sem verkfæri til að safna völdum og auði.
Ástæðan fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn hafa náð þessum árangri með frjálshyggjusósíalismann er skortur á gagnrýni. Hvenær hefur frjálshyggjumaðurinn Hanns Hólmsteinn Gissurarson gagnrýnt samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins sem er gegnsýrð af frjálshyggjusósíalisma? Hvenær hefur Stefán Ólafsson gagnrýnt Samfylkinguna fyrir meðvirkni með auðmönnum? Hvorugur hefur staðið vaktina. Hvor á sína vísu eru þeir fangar hjarðmennskunnar sem er fylgifiskur flokkastjórnmálanna. Til að fífla almenning þá þræta þeir Hannes Hólmsteinn og Stefán um skatta og endurtaka þá þrætu reglulega. Útrás og hrun var ekki skattaprósentunni að kenna.
Háborg frjálshyggjusósíalismans er Reykjanesbær þar sem Árna Sigfússyni og Sjálfstæðisflokknum þar tókst að búa til gettó fyrir almenning en gera sig og vini sína moldríka um stund áður en allt heila klabbið hrundi með SpKef og gjaldþroti bæjarsjóðs.
Frjálshyggjusósíalismi er hrunuppskriftin sjálf. Helstu boðberar hennar eru Samfylkingin og dótturfélag hennar í Sjálfstæðisflokknum.
Við þurfum fleiri teboð og talibana en færri frjálshyggjusósíalista.
Athugasemdir
Það er akkúrat þetta sem ég hef áhyggjur af. Það er spurning hvort það sé hægt að treysta sjálfstæðisflokknum á meðan Þorgerður Katrín er þarna og fleiri líkir henni í skoðunum.
Valdimar Samúelsson, 16.9.2012 kl. 10:20
Hin eina sanna teboðshreyfing dregur nafn sitt af þeim atburði er átti sér stað í höfninni í Boston, á síðari hluta 18 aldar, þegar heili skipsförmunum af te var hent þar í höfnina. Þetta var verk þeirra sem vildi sjálfstæði Norður Ameríku frá nýlenduveldunum. Þetta var vendipunktur í þeirri baráttu og lýstu Bandaríki Norður Ameríku yfir sjálfstæði þrem árum síðar.
Þetta er samnefnari fyrir samtök sem stuðla að sjálfstæði þjóða og ætti hver að vera stolltur sem er bendlaður við slíkt.
Kunnáttuleysi Þorgerðar Katrínar í þessu máli er virkilega sláandi. Þarna vísar hún til orðs sem hún svo notar í niðrandi merkingu, orðs sem alla tíð hefur verið notað í samhengi við baráttu fyrir sjálfstæði. Kunnáttuleysi hennar stafar sennilega af því að öfgasamtök innan rebúblikanaflokk USA tóku sér þetta nafn fyrir skömmu. Þessi öfgasamtök, sem eru nú að mestu sofnuð börðust ekki fyrir sjálfstæði á neinn hátt og koma í raun ekkert landsmálapólitík við. Baráttumál þessara samtaka voru á þeim sviðum sem íslensk þjóð þekkir ekki, svo sem auknu frjálsræði í byssueign, banni við fóstureyðingum og fleiri slík mál sem eru okkur framandi.
Það er margur Bandaríkjamaðurinn æfur yfir því að þessi öfgasamtök skuli afa tekið sér þetta nafn og svert með því sjálfstæðisbaráttu landsins, en það er jú háttur öfgafólks að leita orða sem sýna allt annað en eiginlegan tilgang. Þetta sjáum við hér á Íslandi í nafni þess hóps sem berst harðast fyrir aðild að ESB. Þeir kalla sig JÁ ÍSLAND, annað eins öfugmæli er varla til!
Kunáttuleysi Þorgerðar um tilurð og hina eiginlegu merkingu orðsins "Teboðshreyfing" er ótrúleg, í ljósi þess að hún hefur verið í fremstu baráttu Sjálfstæðisflokksins. Um þekkingarleysi fréttamanna á þessu orði er fátt að segja, lýsir best hversu utangátta þeir eru og fljótir að grípa einhverja farsa og halda þeim á lofti, án þess að hafa hugmynd um merkingu þeirra.
Ég styð stolltur teboðshreyfingu Íslands og vona að henni megi vaxa sem mestur fiskur um hrygg. Ég er stolltur fullveldissinni og vil ekki láta af hendi sjálfstæði landsins. Sjálfstæðisbaráttu landsins lýkur aldrei, en sjaldan hefur þó verið vegið að sjálfstæðinu sem nú!!
Gunnar Heiðarsson, 16.9.2012 kl. 10:39
Gunnar þakka fyrir þessa skýringu og blog höfundi að koma með þetta mál. Ég skil enn betur þessi ekki góðu öfl innan sjálfstæðisflokksins. Spurning líka því tekur sjálfstæðisflokkurin hér ekki höndum saman við Nigel Farage og sjálfstæðisflokk í Bretlandi.
Valdimar Samúelsson, 16.9.2012 kl. 10:55
Það er eins gott að vita hvað maður er að bulla,þótt léttvægt sé úr hópi venjulegra. Og ég sem hélt að talibani merkti þann sem talar anda andstæðingsins til bana. Við þörfnumst fleiri talibana.
Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2012 kl. 11:56
Gunnar Hreiðarsson afhjúpar á einu augabragði hina glóbalíska heimsku Þorgerðar Katrínar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 15:36
Það er nokkuð greinilegt að enginn hér veit fyllilega hvað upprunalega teboðið snérist um, hvað þá teboðshreyfingin svokallaða. Upprunalega "teboðið" 1773 voru mótmæli gegn því að breska þingið setti aukin toll á te og veitti Austur Indíafélaginu svokallaða einkarétt ttil sölu á tei í nýlendunum 13 í N-Ameríku. Þá var slagorðið "No taxation without representation". Það var ekki fyrr en um tveim árum síðar að örla fór á alvöru hugmyndum um að segja sig úr lögum við bresku krúnuna. Teboðið í Boston höfn voru því mótmæli gegn aukinni skattlagningu. Teboðs hreyfingin sem upp á síðkastið hefur verið á milli tannanna á fólki hefur þrjú kjörorð: Fiscal Responsibility, Constitutionally Limited Government, Free Markets. Þessi samtök berjast í grunninn fyrir að minnka eyðslu og skuldasöfnun hins opinbera , að farið verði eftir stjórnarskráni stjórnskipun og vald ríkisins yfir borgurunum takmarkað, og viðskiptafrelsi. Inn í þetta flækjast svo mál sem tengjast útgjöldum hins opinbera svo sem sjúkratrygginga-mál og annað. En fyrst og fremst varð hreyfingin til í mótmælum gegn skuldasöfnun ríkisins og peningaaustri í einkafyrirtæki í kjölfar kreppunar.
kallpungur, 16.9.2012 kl. 16:26
´The Boston Teaparty´ voru mótmæli almennings í Bandaríkjunum gegn nýlenduveldinu Bretlandi, gegn breskum/erlendum fyrirskipunum og yfirráðum. Og þar með gegn skattlagningu erlends veldis á bandarískri grundu án nokkurs fulltrúa/talsmanns bandarískra stjórnvalda.
Það kemur heim og saman við skýringu Gunnars að ´The Boston Teaparty´ hafi verið hluti af sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna frá hinu freka og yfirgangssama nýlenduveldi og hófst af alvöru um 8 árum fyrr. Það var 1773 þegar skipin með tefarmana sigldu í Bostonhöfn að allt ætlaði um koll að keyra vegna reiði almennings yfir yfirganginum.
Við gætum líka að fara niður að Brusselsendiráðinu eða hvað það nú kallast og Evrópustofu, ef við værum almennilega skapi farin, og kasta öllu drasli þeirra í höfnina. Það kannski kenndi Brussel að halda sig á mottunni gegn fullveldi okkar og sjálfstæði. Við gætum næst kastað stólum Jóhönnu og Steingríms og öllum þeirra Svavarssamningum í sjóinn.
Elle_, 16.9.2012 kl. 17:17
Við gætum líka farið - - -
Elle_, 16.9.2012 kl. 17:19
Hannes Hólmsteinn og Stefán Ólafsson er sitt hvor hliðin á sama silfurpeningnum.
Skyldi Dabbi kóngur aldrei hafa velt þeim silfurpeningi á hina hliðina og séð hvað leyndist þar undir? Stefán Ólafsson og öll samfylkta hirð félagsvísindadeildar HÍ. Hía bendum á þig Dabbi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 17:35
Hvað hefði blessunin hún amma hans Dabba sagt um þessi ósköp?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 17:38
Takk kærlega fyrir þennan hugvíkkandi pistil þinn Páll.
Fær mann til að sjá hlutina í splúnkunýju og óg óvæntu ljósi.
Það er nebbbnilega alltaf verið að rugla vit okkar og sundra okkur almenningi með þrætum ríkis-verðtryggðu prófessoranna og sífellt bólgnandi embættismannahirðar helferðarinnar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 17:50
Erlent vald nei, fjarlægt vald er réttari skilgreining. Ef menn lesa frumheimildir, þá komast menn fljótt að því að nýlendubúar kalla sjálfa sig Naturally born Englishmen lengi vel. það var í raun ekki fyrr en með útgáfu ritlingsins Common Sense eftir Tomas Pain 1776 að hugmyndin um sjálfstæði fer vitrkilega að skjóta rótum hjá almenningi í N-Ameríku. það hafa eflaust einhverjir í efri millistétt velt því fyrir sér og rætt fyrir þann tíma. Sjálfstæðisyfirlýsingin sama ár var í raun þrautalending eftir mörg ár afbænaskrám til konungs. Þegar Georg III og þingið í Westminster lýsti yfir að fulltrúaþing nýlendnanna í Fíladelfiu væri í uppreisn gegn (Og því drottinsvikarar) krúnunni var enginn önnur leið fær. Barátta nýlendnanna var alltaf við þingið í Westminster og þá staðreynd að þær töldu það ekki hafa vald til að legga skatt á þær vegna þess að þær höfðu ekki fulltrúa á þinginu ólíkt t.d. Skotlandi sem hafði "fulltrúa" á þinginu í Westminster (House of Commons). Byltingin í N-Ameríku var bylting Milistéttarinnar og viðskiptahagsmuna hennar (tollar og verslunar einokun) sem svo á endanum smitaðist til almennings og varð að vopnaðri baráttu 1775 (Bretar settu Thomas Gates hershöfðingja í embætti sem æðsta mann yfir nýlendunnar Masschusets 1774 í kjölfarið á teboðinu í desember 1773) , og svo að sjálfstæðisstríði 1776 til 1783. Þannig að tala um erlent vald fyrir 1776 er rangt, Georg III var konungur nýlendubúa í huga þeirra fram til 1776. Hugmyndin sem við höfum um þjóðríki verður ekki til fyrr en á 19. öldinni sem afleiðin af Frönsku byltingunni, styrjöldum Napoleons og skiptingu Evrópu milli sigurvegarana í þeim hildarleik.
kallpungur, 16.9.2012 kl. 18:20
Nei, erlent vald er ekki rangt en þú mátt orða það eins og þú vilt. Um var að ræða erlent og fjarlægt vald. Við erum að tala um Bandaríkjamenn, hvort sem þeir voru komnir af Englendingum eða Írum, etc.
Það var þannig að reiði almennings var löngu hafin eða um 1765 þegar bresk stjórnvöld hófu að herða á völdum sínum í Bandaríkjunum og allt varð vitlaust við komu skipanna 1773. Það var ekki bara vegna skatts eða tes, það voru yfirráðin sem almenningur gat ekki þolað.
Það væri ekki fjarri lagi að líkja reiði almennings í Bandaríkjunum þá við reiði almennings nú gegn brusselskum, breskum og hollenskum stjórnvöldum vegna ICESAVE. Það snýst ekki bara um peninga eða skatt, heldur óþolandi og niðurlægjandi yfirgang.
Elle_, 16.9.2012 kl. 18:29
Bara smá um öfga "vinstri"/"hægri" öfga, þá hallast ég nú að því að flest mannanna börn séu öfga-miðju-fólk:-), með sjálfa jörðina undir fótum sínum; enda er miðja heimsins alltaf undir fótum hvers og eins og hinar meintu öfgar okkar allra, þannig séð miðju fólks, felast þá í því að breiða út þann ofur einfalda boðskap og að mynda samstöðu um þann stað sem hver og ein þjóð á sér og til lýðræðis og velferðar hverrar miðju heimsins undir fótum okkar.
Hver miðja fyrir sig er hin eina sanna forsenda hverra fullvalda og sjálfstæðra þjóða. Í því ætti fegurð okkar barna jarðarinnar að vera fólgin, hlustandi á okkar alheimsanda, sem hvíslar okkur sögur frá menningu stoltra þjóða, ólíkra, en samt sam-mannlegra. Myndum samstöðu, okkur öllum til lýðræðis og velferðar, til hagsbóta fyrir allar miðjur okkar stríðshrjáðu jarðar, þar sem hnattrænir auðræðisdrottnar vilja tortíma hverri sjálfstæðri þjóðinni af annarri og ræna þær auðlindum lands þeirra, miðju okkar undan fótum okkar.
Höfum við gleymt þessum einföldu sannindum, að miðja jarðarinnar er ætíð undir fótum hverrar þjóðar fyrir sig og í því er fegurð mismunandi menninga mannanna barna fólgin? Leyfum því fjölbreyttri menningu þjóðanna að njóta sín, hverrar þjóðar sem elskar menningu sína í hverju landi fyrir sig. Ég dáist að þjóðum sem vilja stoltar sýna okkur menningu sína, eins og þar sé þeirra miðja heimsins, undir fótum þeirra, hverrar og einnar í fjölbreytileika þjóðanna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 19:10
Takk fyrir fróðleiksmola þína kallpungur ... og gaman að sjá að þú ert lesinn um Thomas Paine. Ég er aðdáandi verka Paine og Jefferson. Það væri mörgum fleiri Íslendingum þarft verk að kynna sér verk þeirra og hugsanir. Þær eru sígildar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 23:25
Almenn skynsemi, Common Sense, hafði gríðarleg áhrif á sínum tíma og er þarft verka að lesa nú, þegar vegið er að sjálfstæði og fullveldi þjóða og okkar þjóðar.
Varðandi Jefferson, þá varaði hann svo einmitt við því að landi forfeðranna gæti verið rænt undan fótum afkomendanna. Þeir Thomasar eru þörf lesning í dag.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 23:35
Ekki held ég að íslendingar hafi kynt sér málefni svokallaðar TEA hreyfingu í Bandaríkjunum.
Fyrir það fyrsta þá er TEA skamstöfun á Taxed Enough Already, þetta þótti gott nafn af því að fyrstu mótmæli á skatti var í Boston þegar ameríkanar mótmæltu nýjum skatti sem Englands konungur setti á i den tid.
Ameríkanar fóru um borð í skip og hentu te í höfnina í Boston, eftir það var þetta kallað TEA Party.
Nóg um nafn hreyfinarinnar.
Eins og nafnið bendir á þá vilja þeir sem aðhyllast þessa hreyfingu ekki hærri skatta. Þetta eru nú bara húsfreyjur og verkafólk sem standa að þessari hreyfingu.
Sem sagt ekki hærri skattar, ég heyri nú að íslendingar eru að kvarta út af skattpíningu Steingríms. Eru þeir sem íslendigar sem kvarta undan sköttum þá öfgva fólk, eða kanski mundi þeir aðhyllast þessari hreyfingu.
Annað mál sem TEA hreyfingin hefur á stefnuskrá er að þingmenn geri enginn lög sem minkar réttindi fólks samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjana og að ríkisstjórn Bandaríkjana fari eftir stjórnarskrá.
Þetta er nú allt og sumt sem þessi öfgva hreyfing TEA party stendur fyrir sem sumir hér í athugasemdum á þessum pistli kalla þessa hreyfingu,
Ég sé bara enga öfgva við þessi málefni.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 04:31
Oh já afsakið, ég gleymdi aðal atriðinu, hvernig gat ég nú gert það.
TEA hreyfinginn vill að þingmenn og ríkisstjórn eyði ekki peningum sem ekki eru til. Sem sagt ekk að taka lán eins og ríkið gerir núna meira en 42% lán bara til að standa undir rekstri ríkisins. Fyrir hvern dollar sem eitt er í að reka ríkið, þá þarf ríkið að taka yfir 42 cent af þessum dollar að láni og þá helzt frá kínvejum. Kínverjum, hringir það einhverri bjöllu?
Skuldabagginn er kominn í 16 triljónir dollara og er á hraðri uppleið, og eftir 4 ár verður skuldabagginn kominn í 24 triljónir ef ekkert er gert. Unsustainable skuld.
Og þetta kalla margir íslendigar öfgva hreyfinguna TEA party sem vill balanced budget, sé ekki traðkað á stjornarskráni og ekki hærri skatta. Ég bara get ekki séð neina öfgva í þessu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 04:47
Kallpungur fer þá leið að hártoga hluti. Það er hans vandi.
Teboðið í Boston var einn af stærri vendipunktum sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna. Þessi atburður, sem átti sér stað í desember 1773, hefur alla tíð verið talinn til þeirrar baráttu. Tæpu ári seinna hófst svo frelsisstríðið og tveim árum síðar, eða tveimur og hálfu ári eftir teboðið, var lýst yfir sjálfstæði Bandaríkjanna.
Engu máli skiptir í þessu sambandi hvort valdið sem mótmælt var, var erlent eða fjarlægt, valdið var ekki innlent og þjóðin því ekki sjálfstæð.
Hitt er rétt hjá karlpung, að skataálögur á te voru þess valdandi að það var valið. Þær fylltu mælinn.
Sú söguskýring hjá karlpung að sjálfstæðisbarátta Bandaríkjanna hafi ekki hafist fyrr en við frelsisstríðið er aumkunarverð og allir sjá að hún gengur ekki upp. Áður en til stríðs kemur þarf að verða mikil gerjun innan samfélagsins og vissulega hafði sú gerjun staðið yfir um nokkurn tíma.
Teboðið í Boston var sannarlega hluti þeirrar gerjunnar og einn af þeim vendipunktum sem taldir eru skipta miklu máli. Það er einmitt þess vegna sem þetta orð hljómaði svo vel í eyrum Bandaríkjamanna og af þeirri ástæðu tóku öfgasamtök innan rebúblikanaflokksins það upp.
En það sem mestu máli skiptir í þesari umræðu er að fólk í pólitík skuli vera að nota nafn á atburði sem þessum, sem skammaryrði.
Hin nýja teboðshreyfing rebúblikkanaflokksins er öfghreyfing, berst fyrir öfgafullum málefnum á öfgafullann hátt. Ef mynduð yrðu samskonar samtök innan demókrataflokksins, er hætt við að FBI yrði fljótt á vettvang og skilgreindi þau samtök sem hryðjuverkahóp.
Þessi svokallaða nýja teboðshreyfing á ekkert skilt við eðlilega pólitík og jafnel þó í stefnuskrá hennar megi finna einhver fögur fyrirheit, tala verk þessa hóps öðu máli.
Hafi Þorgerður verið að líkja þingmönnum innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við þessi öfgasamtök, er hún enn verr upplýst.
Það verður ekki séð annað en Þorgerður Katrín hafi með þessum orðum sínum skrifað sig alfrið út úr íslenskri pólitík.
Gunnar Heiðarsson, 17.9.2012 kl. 04:48
Jóhann, "Tax Enogh Already" er síðari tíma skýring á nafninu "Tea party". Þessa skýringu hafa meðlimir öfgasamtakanna verið að reyna að koma á vegna þeirrar háðungar sem samtökin urðu fyrir, þegar m.a. þeim var líkt við notaða tepoka og fleira í þeim dúr.
Barátta gegn hærri sköttum er vissulega eitt af málum þessarar hreyfingar, en jafn hátt vegur barátta henar fyrir afnámi alls sem kallast grunnþjónusta. En þessi tvö mál er síst á forgangslista hreyfingarinnar. Þau eru einungis í umræðunni nú vegna væntanlegra forsetakosninga.
Gunnar Heiðarsson, 17.9.2012 kl. 04:57
Gunnar Heiðarsson.
Fara eftir stjórnarskrá, vera á móti hærri sköttum og eyða ekki um fram getu, eru það öfgvar af þínum dómi?
Ef þú lest það sem ég setti í athugasemd hér fyrir ofan þá útskýrði ég hvað þessi hreyfing TEA party (Taxed Enough Already) stendur fyrir.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 05:01
Gunnar Heiðarsson,
þetta er ekki rétt farið með hjá þér, ég á heima í Bandaríkjunum og fylgist vel með pólotíkini þar. Og ég fer að kjósa í öllum kosningum.
Og Taxed Enough Already var nú byrjunin á þessu og svo bættist við eyðsla og stjórnarskrár málefni.
Skatta hækkanir, eyða ekki umfram getu og fara eftir stjórnarskrá hefur verið málefni þessarar hreyfingar frá upphafi og til dagsins í dag.
Hvaða grunnþjónustu er þessi hreyfing á móti? Better yet, hvað kallar þú grunnþjónusu?
Þessi hreyfing stendur fyrir því að koma þingmönnum út sem standa aðallega fyrir tax and spend hvort sem það eru Repúblíkanr eða Demókratar, þessi hreyfing hefur nefnilega engin tengsli við stjórnmála flokka.
Það næsta sem þessi hreyfing kemst er Liberterian party flokks málefni en þó er töluverður munur þar á.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 05:43
Jóhann, Bandaríkjamenn voru ekki bara að mótmæla skatti 1773. Framganga þeirra var andstaða og mótmæli gegn ensku valdi og ólögmætum fyrirskipunum úr þúsunda mílna fjarlægð. Og var hluti af sjálfstæðisbaráttunni, eins og Gunnar sagði að ofan.
Elle_, 17.9.2012 kl. 17:10
Nógu mikið hef ég lesið um þessa spennandi tíma til að segja, að þetta er hárréttur skilningur hjá ykkur, Gunnar og Elle.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 17:40
Jóhann, það eru ekki öfgar að vera á móti því að standa við stjónarskrá, mótmæla sköttum, eða eyða ekki umfram getu. Það er hins vegar hvaða leið að þessum markmiðum er farin, sem skipar mönnum í flokka. Sumir vilja vinna að þessu markmiði af raunsæji og kallast ekki öfgamenn. Aðrir, eins og t.d. Tea Party, vilja beyta öllum leiðum til, sama hver áhrif þau hafa að öðru leyti.
Þar sem ég tala um grunnþjónustu hér fyrir ofan er t.d. sú barátta TP gegn sjúkratryggingum. Þeir vilja afnema þær. Fleira má telja á svipuðu róli, en auðvitað veist þú það, búandi í Ameríku.
Og enn og aftur, þegar þessi samtök vor stofnuð nefndu þau sig eftir atburðunum í Boston, skömmu fyrir jólin árið 1773. Þetta ættir þú að vita, þar sem samtökin skýrskotuðu grimmt til þess atburðar á fyrstu mánuðum og árum sinnar tilveru. Tax Enogh Already kom síðar!
Þetta eru staðreyndir og þú sem búandi í Ameríku ættir að vita og ef ekki gætir þú orðið þér út um þessar upplýsinga. Þú þarft einungis að snúa þér að næsta manni og hann getur sjálfsagt svarað þér. Þ.e. ef hann er utan þessa hóps.
Gunnar Heiðarsson, 17.9.2012 kl. 17:42
Já, fjöldi Íslendinga býr og hefur búið í Bandaríkjunum. Fjöldi okkar er meira að segja bandarískir ríkisborgarar. Jóhann bjó allavega ekki þar 1773.
Elle_, 17.9.2012 kl. 18:47
Gunnar og Elle,
TEA party er einmitt að berjast fyrir að halda sjálfstæði Bandaríkjana og þar af leiðandi sínu. Þið ættuð nú að vita þetta, hver sagði Íslenzku ríkistjórnini fyrir verkum eftir 2008?
Hver haldið þið að geti sagt ríkinu til verka þegar skuldirnar eru orðnar svo háar að ríkið getur ekki einu sinni greitt bara vextina af skuldunum, þar af leiðandi ekkert eftir til að greia niður höfuðstólinn.
Það sem vera er; það er enginn peningur eftir til að reka ríkið, þetta er nú það sem Bandaríkinn sjá í framtíðini, ekki mjög langt í það, það er reiknað með því að þetta gerist rétt eftir 2030, nema að eyðsla stjórnmálamanna sé stöðvuð.
Ekki veizt þú Gunnar nú mikið um sjúkratryggingar og heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum og ég efast um að þú vitir mikið um heilbrigðiskerfið á Ísland.
Kerfið í Bandaríkjunum byggst upp á að sjúkratryggingar fær fólk sem part af launum hjá sínum atvinnurekendum, þar til að það verður 65 ára að aldri þá tekur ríkið við og það virkar alveg eins og á Íslandi, ekki nógu vel.
Ef fólk hefur ekki sjúkratryggingar eða hefur og hefur ekki ráð á að greiða fyrir heilsugæslu, þá getur þetta fólk beðið um aðstoð frá ríkinu.
Munurinn á heilbriðiskerfinu í Bandaríkjunum og á Íslandi er; ef ég þarf á læknis aðstoð að halda þá fæ ég hana strax, til dæmis að fara í segulmyndatöku. Á Íslandi þá þarf að býða í 2 mánuði, ég veit þetta af því að móðir mín er að býða, og hefur beðið frá 1, ágúst og fær þessa myndatöku 28. september.
Obamacare svokallað er hlaðið af sköttum og allskonar gjöldum. TEA party er á móti hærri sköttum og nýjum gjöldum.
Þrátt fyrir allar þessar skattahækkanir og ný gjöld þá stendur þetta ekki undir sér og þarf því að fá erlent lán til að reka þetta kerfi. Ekki hjálpar það skuldastöðu Bandaríkjana.
TEA party hreyfingingin hefst eftir banka hrunið í Bandaríkjunum 2008 og var kallað TEA party sem eru skammstafir fyrir Taxed Enough Already.
Þetta TEA party sem þú ert að benda á 1773, notaði ekki Taxed Enough Already mottó. Og það var verið að mótmæla nýjum skatti Englands konungs og upp úr þessu kemst sjáfstæðisbaráta Bandaríkjana á fullt skrið.
Eins og ég hef bent á það er ekkert öfgvafullt við það sem TEA party hreyfingin stendur fyrir, og þessi hreyfing reynir að koma þingmönnum sem eru tax and spend þingmenn af þingi, hvort sem það eru Repúbíkanar eða Demókaratar, stundum tekst þeim það og stundum ekki.
Elle ef þú ert málefnaleg í þínum athugasemdum þá skal ég reyna að svara þér. En "Jóhann bjó allavega ekki þar 1773," er ekki málefnalegt og þess vegna þarf enginn comment.
Góðar stundir gott fólk.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 22:26
En Jóhann, ég var ekkert að tala um núverandi ´Tea-Party´, bara það gamla í Boston harbour frá 1773.
Elle_, 17.9.2012 kl. 22:46
Og einu sinni enn: Það var ekki bara verið að mótmæla skatti 1773 hvað sem þú endurtekur það oft.
Elle_, 17.9.2012 kl. 22:49
Elle málefnalegar athugasemdir.
Og Elle mín, ég var með comment á það sem gerðist í Boston 1773 og var seinna kallað tea party og ég var líka að tala um það sem TEA party (taxed enough already) hreyfinguna sem sprettur upp úr grasrótini eftir bankahrunið í Bandaríkjunum 2008
Það sem gerðist í Boston 1773 var kallað tea party eftir að það gerðist. Og það var verið að mótmæla skatti. Eins og ég benti á í 10. málsgrein hér að ofan í minni athugasemd, þessi atburður verður til þess að fullur skriður komst á sjálfstæðishreyfingu Bandaríkjana.
Góðar stundir Elle mín.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 23:00
Og ég var fyrst núna að lesa þetta um að vera málefnalegur og annars ætlaðirðu ekki að svara. Halló, en þú svaraðir mér að ofan alveg fyrst og sagði mig og Gunnar eiga að vita e-ð sem ég tjáði mig ekkert um. Og að vísu var ég ekki að bíða eftir svari frá þér, Jóhann. Finnst þú einum of hrokafullur og var þessvegna með kaldhæðni.
Elle_, 17.9.2012 kl. 23:07
Elle mín.
Ég verð að segja það sem mér finnst, ef að ég held að þú eða aðrir eru að fara með rangt mál eða kanski vitið ekki betur þá reini ég að upplýsa það sem ég veit og hvað ég held að sé rétur málsstaður.
Hvort þér finst ég vera hrokafullur, þá bara verður þú að hafa þá skoðun.
Ef þú ert að tala um athugasemd sem þú settir inn 17/9/12 kl. 17:10, þá fannst mér athugasemdin málefnaleg, en ekki þessi kl 18:47.
Hvort þú varst með kaldhæðni þá skiptir það mig engu máli, og ef þú heldur að ég ættli að leggjast svo lágt að vera með persónulegar árásir; then you very much mistaken.
Og þú þarft ekkert að bíða eftir svari frá mér Elle mín, ég svara því sem ég hef áhuga á að svara, annað læt ég alveg vera.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 23:29
Vertu bara ekkert að svara mér, það er langsniðugast. Og ættir ekki að nánast skipa fólki að vera málefnalegt, vilji það vera kaldhæðið. Og loks getur þú auðvitað líka endurtekið það út í hið óendanlega að Bostonbúar hafi verið að mótmæla skatti 1773. Og við Gunnar (og kannski Pétur) getum á móti endurtekið það út í hið óendanlega að þeir hafi ekki bara verið að mótmæla skatti, heldur líka ólögmætum yfirráðum.
Elle_, 17.9.2012 kl. 23:37
Ég ættla nú samt að setja hérna copy paste frá Wikipedia.
Boston Tea Party‬
From Wikipedia, the free encyclopedia
The Boston Tea Party (referred to in its time simply as "the destruction of the tea" or by other informal names and not celebrated until half a century later,[2]) was a political protest by the Sons of Liberty in Boston, a city in the British colony of Massachusetts, against the tax policy of the British government and the East India Company that controlled all the tea imported into the colonies. On December 16, 1773, after officials in Boston refused to return three shiploads of taxed tea to Britain, a group of colonists boarded the ships and destroyed the tea by throwing it into Boston Harbor. The incident remains an iconic event of American history, and other political protests often refer to it.
Þarna er talað un skattmótmæli.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 23:43
Já Elle mín,
Þú getur endanlega verið að halda því fram að það hafi verið að mótmæla ólögmættum yfirráðum. Það var nú bara ekki á þessum tíma. Af því að bretar áttu tilkall til nýlendunar í vestri, þannig að það var ekkert ólöglegt hér, en óréttlátt var það..
Þú þarft ekkert að lesa það sem ég skrifa, og ég hef það einhvernvegin á tilfininguni að þú kemur til með halda því fram að þetta kopí paste úr Wikipedia sé bara uppspuni og lýgi.
Ef þú lest þér til þá byggðist sjálfstæðisbarátan á taxation without representation, þetta var ein af aðal ástæðum fyrir að sjálfstæðisbaráttan Bandaríkjana fer af stað.
En það er bara þitt mál, hvort þú trúir söguni eins og hún er skrifuð um atburði eins og þeir gerðust.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 18.9.2012 kl. 00:00
Ég verð að segja það eins og er, að mér finnst þessi deila orðin líkust deilunni um keisarans skegg um atburðinn í Boston 1773 í desembermánuði. Eitt leiddi af öðru.
Í orsökum að mótmælum blundar oft óhjákvæmileg lausn, kannski ómeðvitað, líkt og maður fær eitthvað á tilfinninguna við ákveðna atburði, en sér það ekki fullvaxið fyrir hugskotsjónum né venjulegri sýn.
Sáðkorni sjálfstæðisyfirlýsingarinnar var sáð það kvöld, þó hún væri ekki strax orðin að tré, svo notað sé málfar í stíl við Jefferson, sem iðulega byggði hugmyndir sínar út frá gróandann og gang náttúrunnar. Það er alla vega það sem ég les út úr þessu:
"The Boston Tea Party is something of a misnomer, as while it did indeed feature tea, it was definitely not a party. On a cold December evening, protesters gathered in Boston Harbor to reject the latest shipment of tea from the East India Co.
They were speaking out against the Tea Act, which allowed the East India Co. to sell its tea at reduced cost, thus giving the British-government-controlled company an effective monopoly. As the story goes, the colonists stormed the ships as they pulled into the harbor and chucked some 46 tons of tea overboard.
The real issue at hand, of course, was the colonists' lack of representation in the British Parliament.
That night, their cries reverberated near and far and helped spurred a movement that would see the states gain their independence from Mother England in just a few years' time.
Read more: http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2080036_2080037_2080049,00.html #ixzz26mZ4SnmH
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 02:20
Vitaskuld var Sjálfstæðisyfirlýsingin ekki samin þetta kvöld Jóhann.
En sú kveikja, að nauðsyn brýtur lög, lög breskra yfirráða, varð mönnum augljós þetta kvöld. Þar með var kveikjan að Sjálfstæðisyfirlýsingunni einnig orðin til.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 02:32
Einungis um einu og hálfu ári síðar er Thomas Paine byrjaður að skrifa ritlinginn Common Sense, sem kemur svo út í ársbyrjun 1776, nánar tiltekið 10.janúar.
Ég þarf svo vart að segja neinum það hér, að Sjálfstæðisyfirlýsingin er frá 4. júlí 1776. Semsagt einungis um tvö og hálft ár liðu þar til sákornið var orðið að litlu tré. Síðan tók við nánari hugmyndafræðileg vinna, sem Jefferson og Madison lögðu gjörvasta hönd ó plóg, að mínu mati. Það er þó vitað að Jefferson var í bréfasambandi við marga, þám Paine, sem þá var lengstum í Frakklandi að rebellast heilmikið:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 02:50
Pétur ég er alveg sammála því sem þú hefur skrifað í síðustu þremur athugasemdum.
Ég hafði haldið því fram að ástæðan fyrir 1773 í Boston var út af sköttum á te og einokun á te innflutningi var önnur ástaða fyrir þessum atburði.
Og ég hef haldið því fram í mínum skrifum að eftir Boston 1773 þá fljótlega fór sjáfstæðisbarátta Bandaríkjan á fulla ferð enda var The Declaration of Indipendance gefin út 4. júlí 1776, aðeins tæpum þremur árum seinna. Eins og þú segir Boston 1773 var sáðkornið að sjálfstæðisbaráttuni og það er rétt.
Mikið er að við getum verið samála um röð mála, í sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjana.
En þetta var nú aukamál sem var sagt að ég hefði enga vineskju um.
Aðal málið var; er TEA (Taxed Enough Already) hreyfingin öfgva hreyfing?
Ég held því fram að svo sé ekki og hef bent á það í mínum athugasemdum hér að framan.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.9.2012 kl. 04:27
Teboðið í USA er samansafn af trúarnöttum, sem á vel við sjálfstæðisflokk, hann er jú fullur af trúarnöttum í dag.. svo bætist Geir Jón í söfnuðinn.
Jamm sjálfstæðisflokkur er svona ofurkrissaruglukollaflokkur sem fær alltaf fyrirgefningu á spillingunni frá Sússa sjarm í geimnum
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 09:48
Páll, þú átt ekki að vera að skrifa svona langa pistla, halda sig bara við þessa stuttu, langt bull er nefninlega mun verra en stutt bull.
Benedikt (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.