Valhöll plottar gegn prófkjörum

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki áhuga á prófkjörum - hann kemur vanalega ekkert alltof vel út úr kosningum. Guðlaugur Þór Þórðarsson vill ekki prófkjör vegna þess að

a) baugsmilljónirnar eru búnar

og

b) almennu flokksfélagarnir eru ekki hrifnir af hrunverjum

Bjarni og Guðlaugur Þór eru í bandalagi við að hræða fólk frá prófkjörsleiðinni. Útfærslan er á baráttunni eru í höndum framkvæmdastjóra flokksins. Sá hefur fengið ákúrur fyrir vikið.

Liður í hræðsluáróðrinum er að sýna hvers konar fyrirbærum prófkjör gætu skilað á alþingi. Gunnar Birgisson í Kópavogi er einn þeirra sem settur er á flot í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þá verður útséð að fólk kjósi Sjáfstæðisflokkinn.............

Vilhjálmur Stefánsson, 11.9.2012 kl. 16:17

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvaða afstöðu tekur Sjálfstæðisflokkurinn til afnáms verðtryggingar?

Málefnin skipta höfuðmáli.

Ekki endilega aðferð við val frambjóðenda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2012 kl. 19:43

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Spurningin hvort prófkör eigi að vera galopin eða opin fyrir sjálfstæðismönnum. Mér skilst að á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi verið samþykkt afdráttarlaust að prófkjör yrði opin fyrir þeim sem eru flokksbundir Sjálfstæðismenn. Reikna með að Bjarni og aðrir verði að sætta sig  við þessa samþykkt hvort sem þeim líkar vel eða ílla. Þetta á við bæði Bjarna og Guðlaug Þór.

Guðlaugur Þór hefur verið gagnrýndur fyrir smölun í sínum prófkjörum, þannig að það hefur eitthvað skolast til hjá þér Páll að Guðlaugur væri á móti opnum prófkjörum. Svo var samþykkt ályktun um þá sem söfnuðu miklum fjármunum  í prófkjörunum, hún er nú varla til þess að styrkja Guðlaug Þór.  Hins vegar hefur Guðlaugur verið öflugur síðustu mánuðina það verður síðan að koma í ljós hversu langt það dugar honum. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.9.2012 kl. 19:43

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s.

Held að GÞÞ se hvergi banginn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2012 kl. 19:44

5 identicon

Stjórnskipunin gerir víst ráð fyrir, að við kjósum menn en ekki málefni á þing. Svo er að vita, hvort við höfum þá reynslu af frambjóðendum, að þeir standi við helztu málefni eða kosningaloforð flokks síns. 

Sigurður (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 22:41

6 identicon

Þú ert greinilega ekki vel að þér í málefnum sjálfstæðisflokksins Páll ef þú heldur að Guðlaugur Þór þurfi einhverjar baugsmillur til að ná til sín fylgi... enginn er jafn duglegur og Guðlaugur að rækta sambandið við hinn dæmigerða flokksmann og það skilar sér í því að her sjálfstæðismanna er tilbúinn að vinna dag og nótt við að leggja honum lið í hvort heldur er kosningabaráttu eða prófkjörsbaráttu.

Ólafur (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband