Illugi, fundurinn í London og Sjóður 9

Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var aðstoðarmaður forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, þegar alræmdur fundur fór fram í London í janúar 2002 með Hreini Loftssyni stjórnarformanni Baugs.

Á fundinum í London bauð Hreinn Loftsson forsætisráherra 300 milljónir króna í mútur. Tilboðið kom frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem ásamt föður sínum stjórnaði Baugi og hafi Hrein í sinni þjónustu. Fundurinn í London komst í hámæli ári síðar þegar Fréttablaðið sakaði Davíð um að handstýra lögreglurannsókn á Baugi.

Í frásögn Davíðs af fundinum í Morgunblaðinu 4. mars 2003 segir

Davíð sagði að þeir hefðu verið þrír saman inni á hótelherbergi og talað lengi saman auk þess sem þeir hefðu rætt aftur saman yfir kvöldverði. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður sinn, hefði reyndar komið seinna inn í viðræðurnar, "en hann var viðstaddur þegar þetta samtal átti sér stað". Davíð sagðist hafa verið með hugann við málið yfir kvöldverði þeirra seinna um kvöldið og því hefði hann tekið það upp aftur.

Illugi Gunnarsson verður vitni að því að Jón Ásgeir Jóhannesson býður forsætisráðherra 300 milljón króna mútugreiðslu í gegnum Hrein Loftsson. Þrátt fyrir þessa reynslu lætur Illugi sig hafa það að setjast í stjórn Sjóðs 9 sem rekinn er af Glitni þar sem Jón Ásgeir fer með öll völd.

Illugi skrifar í DV um stjórnarsetu í Sjóð 9 og kallar ímyndarmál.

Störf þín fyrir Glitni eru ekki spurning um ímynd, Illugi, heldur dómgreind. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greinilega setur alla hljóða.Ekki eins og þetta sé nýtt (mál) af nálinni,heldur situr maður uppi með að trúa Davíð eða Hreini og hans yfirboðara. Hugsið ykkur ef eitthvað þvílíkt eins og tilboð sem kallast mútur eru í gangi núna,, til háttsettra ráðamanna.Væri einhver svo veikur fyrir(sem ég trúi trauðla) Þá risi land og þjóð aldrei upp úr eymd og volæði,sem það er að sökkva í.Og aldrei ef kommiserar í Brussel ná tangarhaldi á landi okkar. Ég ætla ekki að skilja við þessa athugasemd,án þess að ljúka við að játa að ég trúi Davíð Oddssyni einlæglega,fólk ætti að þekkja þann ættjarðarvin nægjanlega til þess.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2012 kl. 00:02

2 identicon

Í DV í dag segir hann að sjóður 9 hafi skaðað hann pólitískt. Eigum við ekki frekar að orða það þannig að enginn treysti honum til að fara með prókúru hvað þá stjórn landsins. Ætii þeir sem töpuðu á sjóð 9 séu sammála honum?

Anna María (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 00:22

3 identicon

Þetta er maðurinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Ben.,  Já Icesave Bjarni Ben. hefur valið sem þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er maðurinn sem formaður Sjálfstæðsiflokksins, Bjarni Ben.,  Já Icesave Bjarni Ben. skrifaði Já ESB greinina með í Fretblað Jóns Ásgeirs:

Illugi Gunnarsson verður vitni að því að Jón Ásgeir Jóhannesson býður

forsætisráðherra 300 milljón króna mútugreiðslu í gegnum Hrein Loftsson.

Þrátt fyrir þessa reynslu lætur Illugi sig hafa það að setjast í stjórn Sjóðs 9

sem rekinn er af Glitni þar sem Jón Ásgeir fer með öll völd.

Nonni (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband