Sunnudagur, 9. september 2012
Frjálshyggjusósíalismi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks
Frjálshyggjan er dauð hugmyndafræði eins og Stefán Ólafsson bendir reglulega á. Sósíalisminn er jafnframt steindauð stjórnmálastefna. Engu að síður lifir sérstök blanda af þessum öfgum góðu lífi í tveim stærstu stjórnmálaflokkum landsins.
Sérstaka blandan er ekki ný af nálinn. Í Hafnarfirði kunna innfæddir margar sögur frá gamalli tíð um spillingu krataklíkunnar annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokksins.
Á seinni tíð er Reykjanesbær skínandi dæmi um óheftan frjálshyggjusósíalisma og afleiðingar hans. Árni Sigfússon, sem kemur úr innsta hring samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins, gerðist bæjarstjóri suður með sjó og tók til við að sólunda eigum almennings í sig og sína vini. Magma-subbuskapurinn og gjaldþrot SpKef eru meðal höfundarverka Árna Sigfússonar.
Frjálshyggjusósíalistar nota eftir hentugleikum rök úr frjálshyggju og sósíalsima til að réttlæta gerðir sínar. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að Björn Zöega forstjóri Landsspítalans verði að njóta sænskra markaðslauna í starfi sínu hjá íslenska ríkinu.
Björn Zöega er vel að merkja handgenginn Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrrum heilbrigðisráðherra. Guðlaugur Þór er annar úr samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins og hagar sér sem slíkur. Þegar sendinefnd kom frá vel þekktu bandarísku háskólasjúkrahúsi til að ræða við heilbrigðisráðherra hafði Guðlaugur Þór áhuga að vita hvernig eiginkonan, sem er líkamsræktarfrömuður, fengi aðkomu að verkefninu sem var til umræðu. Um Baugsfjármögnun prófkjörsbaráttu Guðlaugs Þórs fyrir þingkosningarnar 2007 þar ekki að fjölyrða.
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mynduðu hrunstjórnina. Þessi tveir flokkar geyma það versta úr tveim gjaldþrota hugmyndastefnum. Verkefni kosningavetrarins er að draga úr líkum að óheiðarlegustu flokkarnir nái saman á ný.
Óheiðarleiki sem ekki fór í dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dæmið ekki!! þeir vissu ekki hvað þeir gerðu, raunar ekki við heldur.
Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2012 kl. 14:59
Það er erfitt líf að vera gamall kommi úr Keflavík.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 9.9.2012 kl. 15:38
Þetta er alveg rétt og satt sem þú skrifar Páll. Það þarf ekki að fara langt til að sjá svona klíkuskap og vinahygl. En því miður virðist almenningur ætla bara að loka augunum og kjósa þessi ósköp yfir sig aftur og aftur. Það er bara óþolandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2012 kl. 17:18
Sæll.
Þó Stefán Ólafsson segi eitthvað er ekki þar með sagt að það sé rétt. Sá nýlega grein eftir hann þar sem hann sagði fjárfesta vera vandann. Í þeirri grein var ekki eitt rangt heldur allt. Ef fjárfestar eru vandinn af hverju er þá mikil fátækt þar sem engar fjárfestingar eiga sér stað?
Maðurinn hefur ekki gripsvit á efnahagsmálum, það sést um leið og hann reynir að tjá sig um þau. Svo er líka gagnlegt að hafa í huga að SÓ hefur verið staðinn að vafasömum reikningum og hefur m.a. HHG sýnt fram á þetta. Ekki skil ég hvers vegna enn er hlustað á SÓ.
Steingrímur sagði svo oft eftir að hann varð ráðherra að frjálshyggja hefði ráðið hér ríkum fyrir hrun að menn trúðu því vegna þess hve oft það var endurtekið. Var frjálhyggja ríkjandi hér á árunum fyrir hrun? Frjálshyggjumenn vilja lítinn opinberan geira sem gerir sem minnst og skiptir sér sem minnst af lífi fólks.
Höfum eftirfarandi í huga og pössum að við skiljum hugtök sem við notum:
1) Eftirlit með viðskiptalífinu óx hröðum skrefum frá 2004-2008 (fjarlog.is). Það er ekki frjálhyggja, sama hvernig SÓ togar og teygir það hugtak. Ríkisafskipti eru andstæða frjálhyggju, ríkisafskipti eru fasísk eða sósíalísk.
2) Reglugerðarsafnið sem við búum við hérlendis óx hröðum skrefum frá 1997-2008 (althingi.is). Það er ekki frjálhyggja, sama hvernig menn sem ekki skilja hugtök teygja þau og toga til í pólitískum tilgangi.
3) Hið opinber þandist gífurlega út á árunum fyrir hrun, hið opinbera stækkað t.d. um þriðjung á föstu verðlagi frá 1999-2007. Þegar tekur hins opinber er tæp 50% af vergri landsframleiðslu 2006 og 2007 hlýtur maður að spyrja sig hvers kyns frjálhyggja það sé? Þegar tekjur hins opinbera á árunum 1999-2008 eru sífellt yfir 40% af vergri þjóðarframleiðslu er ómögulegt að skilja hvernig hægt sé að tala um frjálshyggju.
4) Það er ekki frjálhyggja að bjarga illa reknum fyrirtækjum með skattfé almennings (bönkum). Frjálhyggjumenn vilja t.d. leggja niður seðlabanka enda er hann ekkert annað en ríkisafskipti af viðskiptalífinu. SÍ er í eðli sínu sósíalísk stofnun, SÍ ákveður verð á fjármagni og skiptir sér þar með að nánast öllum viðskiptum. Eigum við þá ekki að búa til aðra stofnun sem ákveður verð á hlaupaskóm? Meikar það ekki álíka mikið sens?
Er frjálhyggja í USA? Nei, alls ekki. Þar þenst hið opinbera sífellt út og skiptir sér að öllu mögulegu og ómögulegu. Hvað voru björgunaraðgerðir bílaiðnaðarins annað en ríkisafskipti? Bandarískir skattgreiðendur töpuðu um 20-25 milljörðum dollara á þeim björgunaraðgerðum? Hvað kostaði björguna Sjóvár skattgreiðendur? Þetta er ekki frjálhyggja þó Steingrímur og SÓ segi það, sýnir best hve illa þeir eru að sér. Nema þeir tveir séu vísvitandi að ljúga?
Páll, þú verður að gera aðeins meiri kröfur til sjálfs þín en þetta. Ég fæ ekki betur séð en nokkuð margir lesi bloggið þitt og þá getur þú ekki étið umhugsunarlaust upp þvaður í SÓ. Það er ekki mikill metnaður, eða hvað? Prófaðu að fletta upp orðinu frjálhyggja og sjá hvað það þýðir? Rímar sú skilgreining við það sem við sáum hér fyrir hrun? Prófaðu að lesa þetta:
http://www.libertarianism.com/content/definitions-of-libertarianism/lib_101
Helgi (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 17:49
Helgi: Þannig að frjálshyggja er í raun algerlega óprófuð hugmyndafræði?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 20:34
Jeg er helt enig med dig Palle. En nydelig analyse.
Ole Carlsberg (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 22:24
Hjartanlega sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.9.2012 kl. 00:09
Það er margt til í því sem Helgi bendir á, því í reynd er Páll að fjalla um pilsfalda kapítalisma og nómenklatúru sósjalisma. Samansúrrun stórþjófa og vanhæfrar stjórnsýslu. Allur 4-flokkurinn hefur stundað slíkt og mun halda því áfram nema almenningur vakni til lífsins og standi saman gegn viðurstyggðinni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 01:17
Fasismi Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna
hefði verið titill, sem hæft hefði betur efni pistils þíns Páll.
Fasismi: Samansúrrun ríkisvaldsins, þmt. ríkisflokkakerfisins, og stórfyrirtækja og bankastofnana, sem hefur það að markmiði að hlunnfara og helst ræna einstaklingana og skerða frelsi þeirra og innræta hjarðhegðun.
Lítið td. til Berlusconi. RÚV og Baugs TV akta samkvæmt sætsúpu og blekkingakerfi fasistanna. Af hverju er td. aldrei debatt í Kastljósinu? Bara mónólóg og innræting frá einhverjum handpikkuðum ríkisstjórnar háskólaprófessor. Slíkt kallar Chomsky "síun" fréttamiðlanna. Okkur er boðið upp á sérvalinn hálf-sannleik, þeas. þann sem getur verið svo bjagaður að hann er jafnvel lygi. Inn á milli er svo kryddað með tilfinningaklámi og klökkvi kvöldsins fer allur í það. Það er dapurlegt að skattskylda fréttastofu RÚV skuli ekki sinna því hlutverki að á hverju kvöldi fengjum við að vega og meta amk. tvær hliðar hvers máls. Lúður Heimdallar er nú sami lúður og fasistanna í Efstaleiti og Kögunarhóls Steini fær svo ritræpu um hverja helgi ásamt litla prestinum Stephensen í Fretblaðinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 02:13
Þetta er dálítið eins og með Einstein og fallegu konuna sem taldi að þau Einstæn gerðu gott í því að eignast barn með gáfurnar hans og útlitið hennar."En hugsaðu þér frú mín góð ef það fengi útlitið mitt og gáfurnar þínar" sagði þá Einstein!
Páll bendir hér á þegar saman fara gallar þessara hugmyndakerfa. Það má einnig draga fram það besta úr frjálshyggju og sósíalisma. Virðing fyrir mannréttindum og grunnfrelsi einstaklingins og unnið með lögmálum markaðarins(frjálsh.)með takmarkauðum en nauðsynlegum og þó hæfilegum afskiftum og eftirliti ríkisins.(sósíal.) Á þeim sviðum sem samkeppni næst ekki að skapast eða gróðasjónamið eru of skamtímasinnuð til að ná árangri, þar komi til frjárfesting ríkisins. T.d. grunnmenntun og sumt í menningu.
Að auki legg ég til að lífeyrissjóðskerfið verði laggt niður og til komi gegnumstreymiskerfi, þe þeir fjármunir sem menn eru skyldaðir til að greiða í lífeyri í dag fari beint til ríkisins sem deili þeim jafnóðum út til framfærslu þeirra sem ekki vinna að undangenginni hóflegri og réttlátri tekjutengingu!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 08:40
Fólk úr öllum flokkum hefur stundað það um árabil að skara eld að köku sinni og sinna.
Og þar hefur Framsóknarflokkurinn farið fremst í flokki.
Það er ofar mínum skilningi að hugsandi maður eins og Páll Vilhjálmsson ætli að fylgja þeim í komandi kosningum.
A.m.k. gerir það þennan pistil gjörsamlega ómarktækan.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.