Laugardagur, 8. september 2012
Prinsipp, æra og brask
Verslun með varnarhagsmuni Íslands var mönnum eins og Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Johannessen ekki að skapi; þar áttu prinsipp að gilda.
Brask með prinsipp leikur alla grátt. Það vita bæði Gunnlaugur Sigmundsson og forysta Vinstri grænna.
Gunnlaugur ekki beðinn afsökunar að sögn Styrmis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Prinsipp og æra eru ekki til hjá forstjórum stjórnsýslunnar, lífeyrissjóðanna og bankanna.
Allsherjarbrask forstjóra og ríkisfjölmiðla þessa lands hafa verið leyfð, án réttlátrar og málnefnanlegrar gagnrýni. Útkoman er siðlaust stjórnleysi í öllu stjórn/eftirlitskerfi samfélagsins. Múturíkisstjórn er höfð uppá punt, til að sannfæra (blekkja) umheiminn um að á Íslandi sé lýðræðis-stjórn.
Siðblind einræðisstjórn innlendra og erlendra siðlausra afla, hefur gefið sér frelsi til að ræna og þræla út almenningi þessa lands og annarra í áratugi og aldir.
Græðgi og siðblinda sjálfkjörinna forstjóra jarðarinnar er að ganga af almenningi þessarar veraldar dauðum, og enginn forstjóri sér neitt athugavert við að viðhalda siðblindu-helförinni!
Siðblinda er hættulegasti sjúkdómur sem finnst á þessari jörð, og drepur fleiri manneskjur en nokkur annar sjúkdómur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 17:03
Gunnlaugur þessi er rannsóknarefni.
Eitt tilfelli af mörgum sem lýðveldið ræður ekki við.
Mafía sem enn er í fullu fjöri.
Rósa (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.