Föstudagur, 7. september 2012
Pólitíska súrefnið og kími breytinga
Smáframboð eru stundum einstaklingsframtak fyrirferðamikilla stjórnmálamanna, t.d. Borgarahreyfing Alberts Guðmundssonar, Bandalag Jafnaðarmanna Vilmundar Gylfa og Þjóðvaki Jóhönnu Sig., eða einsmálsflokkar eins og Frjálslyndi flokkurinn (kvótakerfið) og Kvennalistinn, eða hugsjónaflokkar, samanber nokkra slíka á vinstri kantinum á áttunda áratugnum.
Smáframboðin verða sjaldnast að fullveðja stjórnmálaflokkum nema með samruna við einhvern fjórflokkinn. Það er heljarinnar mál að setja saman stjórnmálaflokk og krefst þrauseigju og úthalds og þar á ofan pólitískrar sannfæringar sem snýst um meira en eitt málefni eða einn einstakling.
Smáframboðin sem núna leita sér framtíðar eru viðbrögð við 2008-hruninu. Þegar búsáhaldabyltingin reyndist ekki raunveruleg bylting heldur mótmælaalda hvarf grundvöllur smáframboðanna.
Eitt hlutverk smáframboðanna er þó mikilvægt fyrir pólitíska kerfið. Klofningsframboð hrinda stundum af stað breytingum. Á vinstri væng stjórnmálanna er breytinga þörf. Forsendur vaxtar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru rangar og þarf þarf að grisja.
Stjórnmálaflokkar þurfa pólitískt súrefni. Þegar hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir hafa andað að sér er ekkert súrefni eftir handa öðrum stjórnmálaöflum. Og það ætti að nóg úrval valkosta í stjórnmálum að hafa fjögur framboð - kannski plús eitt til að veita aðhald þar sem aðhalds er þörf. Heyrir þú það, Ögmundur?
Fara í kjördæmaferðir í ríkisstjórnarrútu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt að þarna kæmi að Samfó væri einsmálsflokkur (ESB). :)
Snorri Bergz, 7.9.2012 kl. 07:56
Frjálslyndi flokkurinn var aldrei né er eins manns flokkur, hann hefur barist fyrir aðbúnaði aldraðra og öryrkja og mörgum öðrum góðum málum sem hægt er að lesa sér til í skjölum Alþingis ef fólk nennir að leggja það á sig að fara með rétt mál. Mörg af þeim góðu málum sem Frjálslyndi flokkurinn barðist fyrir en voru þöguð í hel hafa síðan verið tekin upp af öðrum flokkum.
Svo er Frjálslyndi flokkurinn meira til hægri en vinstri, og hann hefur haft sínar góðu áherslur áfram í þeirri vinnu sem unnin hefur verið í undirbúningi að stofnun Dögunar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2012 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.