Hreinsun í Sjálfstæðisflokknum

Einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum sem komu illa undan hruni með skaddað orðspor, að ekki sé sagt staðir að verki að störfum í þágu auðmannanna sem settu Ísland á hausinn fjárhagslega og siðferðilega, reyna að halda í völdin sem þeir hafa í flokknum og á alþingi.

Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri flokksins talaði, væntanlega í umboði formannsins, fyrir aðferð til að hrunverjar mættu halda völdum; sem er að skjólstæðingar hrunverjanna í flokknum fái heimild til að velja framboðslista.

Jakob F. Ásgeirsson skrifar grein til að andmæla heljartökum hrunverja á flokknum. Eins og Björn Bjarnason bendir á í Evrópuvaktinni geymir grein Jakobs mikilvægan boðskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð grein hjá Jakobi.

Hann hefur lög að mæla.

Þarna þarf að fara fram hreinsun.

Rósa (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 09:49

2 identicon

Held að það þufi að hreynsa ansi víða til, td. hjá öllum 4 flokknum eins og hann leggur sig.

Samk. nýju kaupaukakerfi Landsbankans geta starfsmenn bankans eignast 2% hlut í bankanum og getur sá hlutur orðið allt að 4.2 miljarða virði, samk. Fréttablaðinu.

Ég get ekki séð annað en þetta sé brot á 72.gr. stjórnarskrárinnar, og nú verði að kalla til Landsdóm.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 11:48

3 identicon

Vel fer á því að sósíalistinn og verndari hinna smáu, Steingrímur Sigfússon, vaki yfir rétti starfsmanna til að eignast milljarða virði í bréfum bankans.

Þvílíkur stjórnmálamaður!

Rósa (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband