Miðvikudagur, 5. september 2012
Ögmundur fær stuðning vegna atlögu VG-forystu
Íslenskum stjórnmálum er ekki alls varnað. Þegar mönnum blöskrar siðleysið stíga sumir fram og andæfa.
Atlaga forystu VG að flokksmanni, þingmanni og ráðherra flokksins, Ögmundi Jónassyni er tilefni ýmissa sjálfstæðismanna að ganga fram fyrir skjöldu og bera blak af Ögmundi.
Vélabrögð Steingríms J., Árna Þórs og Björns Vals eru þessleg að mönnum blöskrar. Gott hjá Elliða að stíga fram.
Segir jafnréttislögin ganga gegn stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að einhver valdapólitíkus lesi athugasemdir og taki nótis af þeim;-). Hvað sagði maður ekki í athugasemd við pistil Palla Vill um "Kynjaréttindi, mannréttindi og úrelt jafnréttislög":
"Mismunun eftir kynferði er mismunun, sama þó hún sé í skinhelgi kölluð jákvæð. Mismunun er mismunun. Punktur.
Það að mismuna út frá kynferði brýtur gegn almennum mannréttindalögum, jafnvel þó mismunin sé kölluð jákvæð. Mismunun er mismunun.
Lokapunktur:
Jafnrétti eiga að vera sjálfsögð mannréttindi og eru tryggð í 65. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:
65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
"Jákvæð mismunun" vegna kynferði, brýtur því greinilega í bága við Stjórnarskrána, lög laganna."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 16:57
Það er styttra milli lands og eyja en mann grunaði;-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.