Framsókn lykillinn að hófsamri ríkisstjórn

Framsóknarflokkurinn styrkir stöðu sína og er það í samræmi við væntingar almennings um ríkisstjórn hófstillingar er taki við af aðgerðasinnum sem sitja stjórnarráðið núna.

Næstu kosningar munu snúast um hvort þjóðin vilji hægfara borgaralega ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eða þriggja flokka vinstristjórn.

Aukinn styrkur Framsóknarflokksins er vísbending um aukna íhaldssemi kjósenda. Þeir vilja trausta og hófsama ríkisstjórn.


mbl.is Ná engum manni á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já segðu maður.

Það vantaði ekki hófsemina þegar Framsókn var í stjórn með "móðurflokknum"

Tveir spilltustu stjórnmálaflokkar Íslandssögunnar.

Hófsemi, my ass...

hilmar jónsson, 4.9.2012 kl. 19:41

2 identicon

Framsókn er sá flokkur, sem hefur framleitt mestu bull kerfi og reglugerðir mannkynssögunar. Framsókn er alls ekki hófsamur flokkur, þeir eru til staðar til að einangra hagsmuni frá frjálsa markaðinum, og deila afkomuni á milli vina. Framsókn er mafía, og ég vill fyrr sjá sjálfstæðisflokkinn para sig við vinstri græna en aftur við framsókn.

Siggi67 (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 19:50

3 identicon

Rétt.

Framsóknarflokkurinn er mafía.

Rósa (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 20:03

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sjálfstæðisflokkurin kemur ekki til með að mynda Sríkisstjórn eftir næstu kosningar með Bjarna Ben í forsvari.Bjarni Ben er óvinsæll meðal Flokksmanna,hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins er mjög vonsvikinn með  að Bjarni Ben var kosinn Formaður Flokksins..

Vilhjálmur Stefánsson, 4.9.2012 kl. 20:04

5 identicon

Framsókn getur brotið niður skjaldborgina sem núverandi stjórn hefur byggt

um fjármálaöflin í landinu.

þór (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 20:49

6 identicon

Páll Vilhjálmsson brekst ekki, núna hefur einhver laumað að peningum !

Framsóknarflokkurinn ?

JR (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 21:01

7 identicon

Er Mosvallamóri að tjá sig?

þór (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 21:12

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er alltaf jafn gaman að sjá viðbrögð kratanna þegar Framsóknarflokkur fær jákvæð ummæli. Það mætti halda að þessi flokkur væri hellsta ógn krata á Íslandi.

Ef svo er, er full ástæða til að kjósa Framsókn.

Annars ættu þeir sem styðja núverandi stjórnarflokka að tala varlega um spillingu og bull sinna andstæðinga í pólitík. Sú spilling og það rugl sem viðgengist hefur í stjórnarráðinu og ráðuneytum landsins þetta kjörtímabil á sér ekki fordæmi í gjörvallri íslandssögunni.

Þá eru ónefnd þau svik sem þingmenn stjórnarflokkanna hafa viðhaft til sinna kjósenda!!

Gunnar Heiðarsson, 4.9.2012 kl. 21:21

9 identicon

Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Páll Vilhjálmsson !

Hvaða alvarlega höfuðskaða; hefir þú orðið fyrir, ágæti drengur ?

Framúrsóknarflokkurinn; (nenni ekki, að nota gæsalappirnar, utanum um hitt heitið, hið rammfalska) er eitt HÖFUÐMEINVARPA íslenzks samfélags, þykist þú ekki betur vita, ágæti drengur.

Halldór Ásgrímsson - Finnur Ingólfsson - Valgerður Sverrisdóttir, ásamt hinum Sambands- og Samvinnutrygginga ÞJÓFUNUM, stjórna ÖLLU þarna bakatil, og láta Sigmund Davíð og hinar fígúrurnar sprikla, eftir sínum hentugleikum.

Sjálfsgræðgisflokk Bjarna; þarf nú vart að nefna frekar á nafn, eftir að Sjóðs9 viðrinið Illugi, var endurreistur til frekari eyðilegginga, en eftir hann voru orðnar, á sínum tíma.

Við þurfum III. VALKOST; Páll - eftir að tekist hefir; hvenær sem það verður nú, að svæla Jóhönnu og Steingrím, úr sínum grenjum, síðuhafi góður.

Valkost fólks; úr framleiðslugreinunum, sem kann að vinna með höndum, en blaðrar ekki og prettar út í eitt - eins og alþingis ruslið, Páll minn.

Fjarri því lakari kveðjur; en oftast áður, úr Árnesþingi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 21:24

10 identicon

Ég á mjög erfitt með að sjá að það sé mikil eftirspurn eftir Framsókn sem hefur 14% fylgi skv. síðustu könnun, um 1 prósentustigi meira en VG.  Eftir öll þau ár sem hann var við völd finnst mér það svosem nokkuð skiljanlegt og ekki finnst mér forystan mikið skárri nú...

Skúli (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 21:32

11 identicon

Ég er sammála Páli að Framsókn sé lykillinn að hófsamri stjórn. Framsókn er endurnýjaðasti flokkurinn og hæfasti flokkurinn. Það þarf að losa flokkinn við Siv fyrst samt. Flokkurinn kemst ekki lönd né strönd með hana innanborðs.

Ólafur (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 23:41

12 identicon

Er flokkurinn mafía, Rósa, með núverandi flokksmenn innanborðs? Kannski ESB-sinnann Siv en ekki hina. Kannski geturðu útskýrt fyrir okkur hvers vegna flokkurinn er mafía eftir að hafa verið næstum fullkomlega endurnýjaður?

Ólafur (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 23:59

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tek undir með Ólafi,Framsókn hefur endurnýjast og staðist allar freystingar Esbésinna. Ef við kjósendur ætlum að afskrifa flokka sem einhverntíma hafa gert á hluta manns,væru engir eftir til að kjósa. Getum við sem erum á móti hegðun og broti VG. liða,gegn eigin samþykktum,afskrifað heiðarlega þingmenn þess flokks,? Ég segi nei,einblíni þá ekki á hvað vinstrimenn eru sagðir standa fyrir,af pólitískfróðum viðmælendum,enda gengur samstarf flokka út á að semja. Sjálf er ég hægrisinnuð og óska að hægt verði að manna flokk til áhrifa á landi voru,í augnablikinu sé ég glætu. Hugsið ykkur allir flokkar nema Samfylking,geta náð að rífa upp vort elskaða land. Sjálfstæða land.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2012 kl. 00:18

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála Páli, það eru bara tvö vandamál í þessari spá, Sif og Bjarni Ben. með þessi tvö innanborðs hjá framsókn og sjáfstæðisflokk þá gengur þessi spá þín ekki upp Páll.

Ef þessi hjú færu nú bara í flokkinn með sömu skoðun og þau, samfylkinguna, þá væri þessi spá þín hárrétt Páll.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 5.9.2012 kl. 07:03

15 identicon

Það er stórmerkilegt hvað 1 þingmaður, Siv Friðleifsdóttir, sem er einn af fáum þingmönnum Framsóknar sem er ekki harður ESB-andstæðingur, fer mikið í taugarnar á sumu fólki!  Bara af því að hún er ekki harður ESB-andstæðingur.  Ég vil minna á að Birkir J. Jónsson var einnig stuðningsmaður þess að farið yrði í aðildarviðræður, en það er aldrei minnst á það...

Skúli (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 15:08

16 Smámynd: Elle_

Já, Skúli, persónulega get ég sagt að það sé nóg til að pirra mann.  Verulega pirra mann.  Þú getur ekki álasað fólki það.  Það er grafasta alvara að vera með stjórnmálamann sem ver ekki fullveldi landsins - að ég tali ekki um heilan flokk.

Sif er líkl. líka illa liðin vegna þess að hún vildi ekki að við hefðum neitt um umsóknina að segja í fyrstunni.  Hjálpaði við að fella tillögu (Péturs Blöndal?) um það, öfugt við Birki, hann sagði JÁ.  Þetta skiptir verulegu máli.  Við þurfum ekki á fólki eins og Sif að halda í stjórnmálum.

Elle_, 5.9.2012 kl. 17:04

17 identicon

Takk fyrir þetta Elle.  Ef þú skoðar þetta plagg aðeins betur (þskj. 256) sést að þetta er breytingartillaga frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Bjarna Benediktssyni, þingmanna xD, sem er í tveimur liðum.  Sjá hér: http://www.althingi.is/altext/137/s/0256.html. Þetta sem þú vísar til snýst um seinni liðinn sem segir:

"    2.      Við bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Náist aðildarsamningur milli Íslands og Evrópusambandsins skal ríkisstjórnin þegar í stað ráðast í að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá, og eftir atvikum öðrum lögum, sem af aðild leiðir. Að því loknu skal aðildarsamningurinn borinn undir Alþingi til staðfestingar og að henni fenginni skal ríkisstjórnin efna til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan aðildarsamning. "

Þarna sagði Siv Friðleifs (ekki Sif) nei og Birkir já. 

Hins vegar segir fyrri liðurinn m.a.: "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu." 

Þar sagði Siv líka nei en Birkir kaus að sitja hjá en sagði ekki já eins og þú sagðir.  Þetta er allt á vefnum og auðvelt að kynna sér þetta.  Framsóknarmenn kusu hins vegar flestir að segja já við þessari tillögu en í breytirnartillögu þeirri sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður xB setti fram (http://www.althingi.is/altext/137/s/0266.html) var ekki gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu áður en farið yrði í aðildarviðræður.  Í henni komu hins vegar fram fjölmörg skilyrði sem Framsóknarmenn vildu setja í takt við samþykkt landsfundar xB ef ég man rétt en tillagan var felld á undan.  Því ákvað meirihluti xB að styðja tillögu þingmanna xD um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skúli (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband