Össur plataði Þorstein sem fékk bágt fyrir

Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins er trúnaðurmaður Össurar utanríkis í samninganefnd Íslands í aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Þorsteinn skensaði ráðherra VG fyrir að samþykkja samningsmarkmið Íslands í peningamálakafla aðlögunarferlisins.

Ögmundur sagði það rakin ósannindi hjá Þorsteini og sendi trúnaðarmanni utanríkisráðherra tóninn.

Þorsteinn kveðst í dag illa geta mótmælt Ögmundi en biður þó um að dularfulla bókunin um fyrirvara VG við samningsmarkmið Íslands í peningamálum verði lögð fram. Þorsteinn sat sjálfur í fleiri en einni ríkisstjórn og veit mætavel hvernig farið er með bókanir af þessum toga.

Össur er eini maðurinn sem getur hafa borið ósannindin í Þorstein. Samanlögð stjórnmálastétt landsins veit hversu sannsögli og Össur eiga vel saman. Trúgjarnir ESB-sinnar undanþegnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skrifaði athugasemd á þennan vef fyrir hálfum mánuði: "Þorsteinn Pálsson situr ekki ríkisstjórnarfundi. Hann ályktar væntanlega eftir frásögn annarra. Hver græðir á þessari uppljóstrun? Það væri helzt Samfylkingin, sem þannig launaði VG-ráðherrum ótrúskap í sambandi við ESB-umsókn. Er hún að nota Þorstein, til að koma höggi á samstarfsflokkinn, án þess þó að koma sjálf við sögu?" Skyldi Þorsteinn Pálsson geta lært eitthvað af þessari aumu hlaupaför sinni?

Sigurður (IP-tala skráð) 1.9.2012 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband