Föstudagur, 31. ágúst 2012
Norskir kratar: ESB-aðild heimskuleg
Systurflokkur Samfylkingar í Noregi, Verkamannaflokkurinn, útilokar að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu næstu fjögur árin. Formaður ungliðahreyfingar Verkamannaflokksins segir það væri ,,heimskulegt" að velta fyrir sér aðild.
Á Íslandi eru vitanlega til muna gáfaðri kratar en í Noregi. Enda vilja þeir íslensku ólmir inn í brennandi evru-húsið.
Kratarnir á Íslandi sökkva með umsókninni.
ESB-umsókn ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Norskir kratar eru þó það vel af manni gerðir, að þeir gera sér grein fyrir, að suður hluti ESB ríkjananna, er ekkert annað en brunarústir,og eru ekki tilbúnir að setja skattpeninga Norðmanna, í einkabanka þessara ríkja.
En kratar á Íslandi halda að þeir geti leitað sér skjóls í brennadi ESB húsimu.
Og hálvitagangur ráðherra ríkistjórnarinnar, nær nú níjum hæðum, því nú segja þeir að ríkið ráði vel við að kaupa Grímstaði á 700 miljónir, á sama tíma sem ekki er hægt að endurnýja læninga tæki á Landspítalanum.
Kostningar strax áður en Norræna velferðarstjórnin veldur heimilum landsmanna meiri skaða.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 18:57
Norðmenn eru ríkir.
Íslendingar sitja uppi með hruninn efnahag, ónýta mynt og gjörspillta og óhæfa stjórnmálastétt.
Það er ekki skrýtið að hugsandi fólk í þessu landi vilji leita skjóls.
Allt er betra en óbreytt ástand.
En óbreytt ástand er það eina sem býðst.
Rósa (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 20:19
Að segja að allt sé betra en óbreytt ástand hér á landi er fyrirgefanlegt ef um drykkjuraus er að ræða. Vissulega sýnist sem margt hefði mátt betur fara í stjórnsýslunni en þó er ástand hér á landi með því besta sem gerist í Evrópu. Margir Íslendingar hafa hinsvegar týnt niður hæfileikanum til að skammast sín.
Árni Gunnarsson, 31.8.2012 kl. 20:52
TAKK
Árni Gunnarsson.
Þú fyllir okkur bjartsýni með hófstilltum og greindarlegum ályktunum þínum.
Auðvitað er allt betra hér.
Þannig hefur það alltaf verið.
Rósa (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 22:30
Stéttarskiptingin óréttláta og banka-stjórnsýsluránin á Íslandi eru staðfestingar á löglausri og dómara-klíkuvæddu ríkisstjórninni hér á hjara veraldar.
Meðan engum finnst þörf á að fara í verkfall eða greiðslu-hundsun til bankanna ólöglegu, þá fær þessi helsjúka spilling að viðgangast. Það verður hver og einn að taka sína eigin ákvörðun og ábyrgð á að hætta að borga bankaræningjunum í bönkunum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2012 kl. 22:41
Hvar sagði Árni að ´allt væri betra hér´? Sagði hann nokkuð í líkingu við það?? Hann getur verið harðorður en það geta margir. Þetta var samt satt hjá honum.
Elle_, 31.8.2012 kl. 23:44
Esb-umsóknin var ekki aðeins heimskuleg, helfur ófyrirleitin atlaga að stjórnlögum Íslands og lýðveldinu sjálfu.
Og kratarnir á Íslandi "sökkva" ekki aðeins í það allra neðsta í virðingu og áliti með umsókninni, heldur "sökka" (suck) þeir líka, eins og unglingarnir segja, og hefur sú sletta sjaldan eða adrei átt betur við.
Jón Valur Jensson, 1.9.2012 kl. 06:30
https://tjenester.skatteetaten.no/informasjon
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.9.2012 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.