Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Engin eftirspurn eftir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrá lýðveldisins kom ekkert við sögu í hruninu eða aðdraganda þess. Á hinn bóginn nýttu ýmsir aðgerðasinnar, einkum úr röðum vinstriflokkanna, hrunið til að gera stjórnarskrána tortryggilega. Ólögmætt stjórnlagaráð var vettvangur til málfundaæfinga annars vegar og hins vegar fyrir áróður aðgerðasinna.
Moldvörpur aðgerðasinna á RÚV búa til fréttir um að tillögur stjórnlagaráðs ráði bót að meintum vandræðagangi við færslu valdheimilda frá forseta til handhafa forsetavalds þegar forseti yfirgefur landið.
Tillaga Ágústs Þórs og Skúla er ekki sama marki brennd og tillögur stjórnlagaráðs. Fræðilegar umræður um hvort og hvernig við ættum að breyta stjórnarskráinn eru sjálfsagðar. Baráttan núna, á hinn bóginn, stendur um það hvort aðgerðasinnum takist ætlunarverk sitt að breyta stjórnarskránni aðeins til að þjóna eigin lund.
Leggja fram tillögu um stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því meira sem fjallað er um stjórnarskrána og því fleiri tillögur sem koma fram því betur lýst mér á að halda bara þeirri gömlu.
Steinarr Kr. , 30.8.2012 kl. 08:10
Sammála þér Steinarr Kr. og við erum ekki þau einu sem erum á því að núverandi Stjórnarskrá eigi að halda velli og sé búin að reynast okkur vel...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2012 kl. 08:42
Á framboðsfundi þar sem nýjir menn komu til sögunnar hélt einn bóndinn ræðu einhvernvegin svona:Ég á hest sem er bæði slægur og hrekkjóttur. En það er hestur sem ég þekki og það er ekkert víst að ég fái betri hest ef ég fer í hestakaup. Eins er þetta með þingmennina okkar..........
Mikið er ég sammál Murphy sem segir svo í heiltæðum sínum: Ef það er ekki bilað, reyndu þá ekki að laga það.
Mér finnst ég sammála Steinarri og Ingibjörgu
Halldór Jónsson, 30.8.2012 kl. 11:15
Allar tilraunir og vinnubrögð varðandi breytingar á stjórnaskránni hafa gengið með eindæmum illa. Hroðvirkni og vankunnátta hefur einkennt vinnubrögðin að mestu eins hefur lítt eða ekkert verið hlustað á umsagnir helstu sérfræðinga um að tillögurnar séu óhæfar, sem er með ólíkinum. Ef almenn vinnubrögð ríkistjórnarinnar er haft til viðmiðunnar þá er fullvíst að hér á ferðinni stórvarasamar breytingar. Sérstaklega þær breytingar sem ekki verður spurt um og á að lauma með í nýrri stjórnarskrá.
Sú laumubreyting er eina ástæðan fyrir að lagt er upp í þessa vegferð. Það sem er spurt um er allt ómarktækt því það er svo illa orðað og óljóst hvað er átt við.
Sólbjörg, 30.8.2012 kl. 11:16
Það vantar leiðbeiningar frá stjórnarandstöðunni. Hvort á fólk að sitja heima eða greiða atkvæði og segja nei við tillögum stjórnlagaráðs og vísast fleiru? Og hvað er helzt athugavert við þessar tillögur?
Sigurður (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 11:57
Engin þörf var á nýrri stjórnarskrá þó kannski megi bæta hana eða bæta við hana. Og ég ætla að taka orð Sigurðar Líndal og fjölda manna fyrir þessu.
´Ráð´ Jóhönnu, gegn niðurstöðu Hæstaréttar, má ekki fá sínu fram. Það á ekki að líðast að pólitíkusar valti yfir Hæstarétt eða nauðgi stjórnarskránni til að falla að flokkum og pólitík.
Elle_, 30.8.2012 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.