Glæpnum stolið af VG?

Streingrímur J. eygir von: að Evrópusambandið taki einhliða ákvörðun um að gera hlé á aðlögunarviðræðum við Ísland. Vinstri grænir þurfa þá ekki að beita sér fyrir viðræðuslitum og þar með er Samfylkingin ekki með ástæðu fyrir stjórnarslitum.

Það væri eftir öðru í þessu hallærislega ferðalagi ríkisstjórnarinnar til Brussel að Evrópusambandið myndi hætta viðræðum.

Kosningabaráttan gæti þá snúist um hvor flokkurinn, VG eða Samfylkingin, sé líklegri til að stuðla að endurlífgun ESB-umsóknarinnar.


mbl.is Vilja hlé á ESB-viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aumingja greyið kratarnir þá.

Sama hvað þeir selja landa sína ódýrt.  ESB getur ekki einu sinni keypt þá í núverandi ástandi.  ...yrði þetta niðurstaðan.

Eitt er víst að VG gæti varla hrósað sér af því.  Ekki hafa þeir minnkað sölumenskuna á borði, þó annað hljóð hafi verið í orði.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 11:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Brilljant lausn Páll. Þarna reddast þeir báðir. Bara fá vanRompuey til að loka sjoppudyrunum á Íslendinga á grundvelli þess að þeir séu ekki í húsum hæfir eins og þeir hegða sér í makrílnum og Icesave. Hann fengi medalíu hjá Merkel og svo líka hjá Óla.

Halldór Jónsson, 29.8.2012 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband