Þöggun danska forsætisráðherrans í Íslandsheimsókn

Leiðari Morgunblaðsins vekur athygi á því að brugðið hafi verið út af venju í heimsókn danska forsætisráðherrans í vikunni með því að enginn blaðamannafundur var haldinn. Síðan segir

Sagt var frá því í tilkynningu að forsætisráðherrarnir hefðu rætt um vandann á evrusvæðinu og að danski forsætisráðherrann styddi aðildarumsókn Íslands að ESB. Varðandi það síðara væri fróðlegt að vita hvort ráðherranum hafi verið sagt að það væri meira en íslenska þjóðin gerði. En hvað felst í svona yfirlýsingu? Þetta er jafnan sagt eftir hvern einasta fund íslenska utanríkisráðherrans á flakki hans og þetta hefur verið haft eftir Thorning-Schmidt áður, eftir að þær Jóhanna hittust ytra. Þessi yfirlýsing var því ekki ný og hefur þess utan enga merkingu. Ef Danmörk hefði ekki samþykkt eins og önnur ESB-ríki að Ísland mætti sækja um þá væri landið ekki í þessu brölti sínu.

Ef ráðherrann hefði á hinn bóginn sagt að hún styddi kröfur Íslendinga í þeim viðræðum sem þeir eiga í við Evrópusambandið hefði verið dálítil frétt í því. En það gat Helle Thorning-Schmidt ekki sagt og það hefði henni aldrei dottið í hug að segja. Hvers vegna ekki? Ísland hefur ekki kynnt neinar kröfur þau þrjú ár sem »samningaviðræðurnar« hafa farið fram. Engin »samningsmarkmið« liggja fyrir. »Samningamenn« Íslands hafa aðeins gefið stækkunarstjóranum reglubundnar skýrslur um hvernig gangi að aðlaga. Þeir hafa getað glatt hann með viðbótarfrásögnum um búið sé að reka sjávarútvegsráðherrann úr embætti, sem hélt eins og flón að hann ætti að gæta íslenskra hagsmuna og einnig að búið sé að reka samningamann Íslands úr formennsku í nefnd um makríldeiluna.

Flótti Jóhönnu frá ESB-umræðunni er farinn að hafa áhrif á hefðir og venjur í milliríkjasamskiptum þegar í hlut eiga vinaþjóðir okkar. Meðferð ríkisstjórnarinnar á ESB-umsókninni er svo vandræðaleg að stjórnvöld verða að leggja sig fram að umræðan verði sem minnst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldar texti.  Algjör snilld.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 10:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jawohl!

Halldór Jónsson, 29.8.2012 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband