Embætti í þágu flokks en ekki þjóðar

Fyrirtækið Samfylkingin er rekið af atvinnupólitíkusum sem skipta með sér bitlingum. Stærstir bitlinga eru ráðherraembætti og er þeim ráðstafað í samræmi við flokksþarfir.

Enginn nennir lengur að minna Samfylkinguna á að ráðherrar eiga að starfa í þágu hagsmuna þjóðarinnar en ekki flokksins.

Það er tilgangslaust að skipa nýjan fjármálaráðherra þegar fáeinir mánuðir eru eftir að kjörtímabilinu. En tilgangsleysi er Samfylkingunni svo sem ekki framandi. Sjáiði bara ESB-umsóknina.


mbl.is Ekki full sátt um ráðherraskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvernig síðuhafi nennir sama blæbrigðarlausa þusinu færslu eftir fæsrslu, dag eftir dag og ár eftir ár.......Alltaf sama færslan samt...

hilmar jónsson, 25.8.2012 kl. 13:03

2 identicon

Hilmar! 

Hver eru málefni texta þíns hér að ofan, engin. Þetta er einungis innihaldslaust þras. Reyndu að vera málefnalegri. Þetta er alveg rétt hjá Páli, menn innan Samfó hugsa bara um eitt, völdin. Það á reyndar við um allan fjórflokkinn, þeir hugsa allir eins. 

Þórður (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 13:08

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Mikið rétt Hilmar...þetta er sama bullið hjá Páli Vilhjálms og innihaldið alltaf það sama.

Friðrik Friðriksson, 25.8.2012 kl. 13:46

4 identicon

Fárárleikinn heldur áfram hjá Norrænu velferðarstjórninni,

nú tekur nýr fjámálaráðherra við 1. okt til að sitja í 6 mánuði,og það er með öllu útilokað að hann geti sett sig inn í þetta erfiða embætti á sex mánuðum,þetta eru vinnubrögð Samfylkingarinnar í hnotskurn.

Síðan kemur formaðurinn og segir að "vörn velferðar stærsti sigur Norrænu velferðarstjórnarinnar" á sama tíma er ekki hægt að endurnýja tæki á Landspítalanum.

Það er í þjóðarhag að þetta fólk fari á fund bóndans á Bessastöðum, sem allra fyrst.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 13:47

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mönnum nægir að smella á síðufyrirsögnina hans Páls, Tilfallandi athugasemdir, til að sjá hans margvíslegu nýjustu greinar (og framhald með því að smella á "Næsta síða" neðst) til að sjá, að þetta var fleipur eitt hjá hinum sjálfsþæga vinstristjórnarsinna Hilmari Jónssyni.

Jón Valur Jensson, 25.8.2012 kl. 13:52

6 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ef viðkomandi er leigupenni þá þarf hann bara að skila nógu mörgum pistlum um sama bullið til að fá launin sín.

Sveinn R. Pálsson, 25.8.2012 kl. 13:59

7 identicon

Við búum við vitfirrt stjórnskipulag, sem er algjörlega úr tengslum við hinn óbreytta almenning og kjör hans  Á dv.is má lesa um farsann, sem fulltrúar löggjafarvaldsins, framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins leika nú.  Sum dýrin eru jafnari en önnur.  Það eru sví ...  Farsinn um handhafana gæti heitið:

Við viljum ekki fylgja forsetanum á flugvöllinn.  Trúnaðarmál:  Já auðvitað.

12:00 › 25. ágúst 2012
Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, eru handhafar forsetavalds í fjarveru forseta. Á árunum 2004-2009 voru mánaðarlaun hvers handhafa að meðaltali um 280 þúsund krónur ofan á aðrar tekjur.

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, eru handhafar forsetavalds í fjarveru forseta. Á árunum 2004-2009 voru mánaðarlaun hvers handhafa að meðaltali um 280 þúsund krónur ofan á aðrar tekjur. Samsett mynd

Laun handhafa forsetavalds hafa ekki verið lækkuð á kjörtímabilinu þrátt fyrir að lækkun þeirra hafi verið á dagskránni í rúmlega þrjú ár.

Tvívegis hafa frumvörp um lækkun handhafalaunanna dagað uppi á borðum forseta Alþingis við þinglok. Þó er nokkuð rík samstaða meðal þingmanna um lækkun launanna samkvæmt heimildum DV. Í júní árið 2009 lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, því yfir að afnema ætti greiðslur til handhafa forsetavalds en af því hefur ekki orðið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 14:59

8 identicon

Síðan kemur formaður VG fram og tilkynnir að hann muni bjóða sig fram aftur til formanns, og þá er þetta búið hjá VG, nem félagsmenn vakni af værum þyrnirósasvefni.

Nú er þessi sami formaður búinn að láta binda allan strandveiðiflotann, eins og hann leggur sig, þrátt fyrir að allir fyrðir og flóar eru fullir af mkríl, hringin í kringum landið, og mikið atvinnuleysi er í landinu, og mikil þörf á að skapa verðmæti.

Þessi sami maður bannar allar netaveiðar á makríl, þó svo að þetta er ódýrasta og hagkvæmasta veiðiaðferðin á makríl, því olíunotkun er sáralítil, við þennan veiðiskap,þennan mann þurfa skattgreiðendur að losna við af launaskrá hjá sér.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 15:07

9 identicon

Vörn gegn velferð er kjörorð Jóku

þór (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 15:11

10 identicon

Sama rassgatið undir öllu þessu valdagíruga hyski, sama fjórflokkshyskið.

Hvað með afnám ríkis-verðtryggingar á lán og skuldaleiðréttingu heimilanna?

Trúnaðarmál elítunnar:  Auðvitað ekki.  Og Palli leigupenni samsinnir því.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 15:11

11 identicon

Halldór Guðmundsson. 

Kata Júlla er vissulega djók sem fjármála- og viðskiptaráðherra. 

En bíddu eftir algeggjaðasta branaranum þegar tilkynnt verður um að

Steingrímur J., sem í 30 ár hefur verið ríkis-verðtryggður á jötunni

til launaáskriftar sinnar, og sjálfskammtaðs opinbera afturgöngu lífeyriris

valdaklíkunnar, verður krýndur sem Ráðherra atvinnu- og nýsköpunar.  

Þá mun fara óstöðvandi hláturbylgja alls "venjulega" fólksins,

sem Steingrímur J. sagði að hefði ekki orðið fyrir neinu tiltakanlegu tjóni

af völdum hrunsins ... bara ríkið og ríkið er Steingrímur J., nú um stundir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 15:27

12 Smámynd: Sandy

Ríkisstjórnin samanstendur aðeins af tveimur ráðherrum þeim jóhönnu og Steingrími aðrir eru aðeins til málamynda svo ekki sé jafn áberandi einræðistilburðir þeirra tveggja fyrstnefndu.

Sandy, 25.8.2012 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband