Fimmtudagur, 23. ágúst 2012
Engin bylting heldur staðföst íhaldssemi
Alla lýðveldissöguna er kjarni íslenskra stjórnmála í fjórum flokkum sem enn eru starfandi. Síðustu umbrot urðu um aldamótin síðustu þegar vinstriflokkarnir skiptu um nafn.
Ætla mætti að þegar trúverðugleiki stjórnmálamanna og flokka er í lágmarki væri eftirspurn eftir nýrri stjórnmálahreyfingu. En öll teikn vísa í þá átt að kjósendur séu ekki á höttunum eftir einhverju ný. Samstaða Lilju Mósesdóttur er að renna sitt skeið og ekki blæs byrlega fyrir öðrum nýjum vörumerkjum stjórnmálanna.
Eftir hrun stóð umræðan um það hvort hér hefði orðið bylting. Óreiðuöfl á vinstri kantinum og í stjórnlagaráðskreðsum freista þess að finna rök fyrir allsherjaruppstokkun á stjórnmálum og sjórnkerfi með vísun í meinta byltingu.
Það var engin bylting. Kjósendur vilja breytingar af þeirri gerðinni sem vísar í gömul og traust gildi. Þjóðin kaus Ólaf Ragnar í sumar og sýndi þar staðfasta íhaldssemi.
Lilja gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt athugað - ég held reyndar líka að jafnvel Lilja Mós sé ekki uppskrift að neinni byltingu heldur.
Fólk virðist vilja allt þetta sama.
Ástandið er eins og alkólóhlismi, það er ekki hægt að hjálpa nema sá sem á við hann að etja vilji í raun breytast. Og svo er ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2012 kl. 09:35
“Staðföst íhaldssemi”. Nonsense.
Var einkavinavæðingin staðföst íhaldssemi? Var frjálshyggjubull Dabba og Hannesar Hólmsteins staðföst íhaldssemi? Var lán seðlabankans til vonlausra banka staðfesting á íhaldssemi? Auðvitað ekki.
Kjör forsetaræfilsins hafði einnig ekkert með íhaldssemi að gera. Sjallarnir kusu Óla því þeir vildu koma höggi á Samfylkinguna. Þeir hefði kosið gölt eða gyltu frekar en Þóru.
Ófáir innbyggjarar kusu svo Óla vegna þjóðrembu og Icesave deilunnar, sem þeir í fáfræði sinni álíta vera úr sögunni.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 10:45
Það var friðþæging fyrir fólkið að hér væri að nafninu til norræn velferðarstjórn meðan AGS stjórnaði hér öllu í raun.
Manni finnst bara skipta litlu hver er kosin það munu ekki verða neinar breytingar að ráði á vinnubrögðum stjórnmálamanna eða hefur nokkur orðið var við breytingar í ráðhúsi Reykjavíkur síðustu ár?
Grímur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 10:47
Íslenskir stjórnmálamenn eru flestir íhaldssamir á völd sín.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2012 kl. 13:40
Ólíkt SamFylkingunni sem hírist öll óttaslegin undir pilfaldi Jóhönnu Sigurðardóttur,
þá mun SAMSTAÐA - Flokkur lýðræðis og velferðar ... til hagsbóta fyrir land og þjóð,
verða þau samtök sem munu lyfta hér grettistaki, með samstöðu alls hins óbreytta almennings út um allt land.
Í þeim hópi verður Lilja Mósedóttir, sem jafningi, en ekki pislfaldakelling, sem Jóhanna, eða framsóknarmaddaman.
Lilja hefur stigið stórt skref hvað varðar að afneita þeirri persónudýrkun foringjaræðisins sem er tiltekið sem einn af hrunvöldum í rannsóknarskýrslu alþingis.
Þeirri skýrslu hefur VG, SamFylkingin, SjálfstæðisFlokkurinn og Framsóknarmaddaman algjörlega gleymt eða eytt úr minninu. En það mun rifjast upp fyrir óbreyttum almenningi þessa lands til hvers blint foringjaræði 4-flokksins leiddi og hefur haldið áfram, já áfram til helferðar.
SamFylkingin dró aðeins Geir fyrir Landsdóm, en hvítþvoði Björgvin G., Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen.
SamFylkingin er svo illa stödd, að rússneskt kosinn formaður hennar er Hrunráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir. Og Össur Hrunráðherra hírist enn keng-boginn undir pilsfaldi hennar, sem er með víbratórinn á fullu. Þvílíkt steypujukk.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vildu ekkert þeirra draga til ábyrgðar fyrir Hrunið.
Hvað veldur því?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.