Kína: Ísland stendur vel til ...

Í RÚV sagði íslenskur fréttaritari í Kína að þarlend stjórnvöld þyrftu á herskipalægi að halda fyrir úthafsflota sinn. Kínverjum þætti ekki hentugt að fá aðstöðu fyrir herskip sín í Kanada, Bandaríkjunum eða Rússlandi.

,,Ísland stendur svo vel til." sagði fréttamaðurin Halldór Berg Harðarson og botnaði ekki setninguna því þá hefði hann komið upp um sig.

Eitthvað eða einhver stendur vel til höggs, er máltæki um auðvelda bráð.

Einmitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski loksins komið verkefni fyrir vinnandi hendur sem vinstristjórninni myndi hugnast... Því gæti ég vel trúað!

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 18:44

2 Smámynd: Björn Emilsson

Heimsveldi gera ekkert að gamni sínu. Það liggur alveg ljóst fyrir að Island er ´VIRKIÐ Í NORDRI´. Þessvegna ásælast þjóðir og bandalög aðstöðu á Islandi. Hverjum heppnast að höndla hnossið, Kína, ESB eða Rússlandi, er ekki vita enn. Þau vita sem er að Island er undir verndarvæng Bandaríkjanna. Svo gildir einnig um Grænland.

Björn Emilsson, 22.8.2012 kl. 22:46

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

halló!!!

þið kusuð nuverandi forseta og þetta sjónarmið, ekki ég! 

(ekki þykjast vera saklaus börn eftir á)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.8.2012 kl. 04:43

4 identicon

Ísland stendur svo vel til.

Hvað þýðir þessi setning?

Ég fæ engan botn í hana.

Þetta er óskiljanlegt bull og gefur ekki færi á túlkunum.

Hvers konar fréttamiðlun er þetta eiginlega?

Ísland stendur svo vel til! 

Rósa (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 08:27

5 identicon

Þetta skiptir í raun engu máli.  Við erum í Nato og á áhrifasvæði BNA og þeir munu hvorki sleppa af okkur hendinni, eða samþykkja að veita flota Kínverja aðstöðu hér, átakalaust.  Kannski er þetta tækifæri fyrir okkur, aftur verðum við í miðju einhverskonar valdabrölts, hver veit nema kaninn komi aftur til okkar með dollarana sína.

guru (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 15:20

6 identicon

Reyndu nú einu sinni að rökstyðja það sem þú segir, Anna Benkovic. Það er algjört lágmark ef þú varst að reyna að segja eitthvað, að einhver skilji þig! Þú talar um blóðugar slóðir Sjálfstæðisflokks, þú drullar yfir þá sem ekki skrifa undir fullu nafni, þú drullar yfir forsetann og þá sem gagnrýna ESB, ríkisstjórn helvítis og Icesave.

Það vantar samt alltaf rökstuðninginn. Varst þú ekki annars í framboði fyrir Stjórnlagaþing? Það hefði nú aldreilis verið gáfulegt að hleypar þér þangað.

Nonni2 (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband