Steingrímur J. viðurkennir aðlögunarkröfu ESB

Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar. Í viðræðum við umsóknarríki setur Evrópusambandið fram svokölluð ,,opnunarviðmið" fyrir hvern kafla aðildarsamnings, sem samtals eru 35. Í opnunarviðmiði er krafa um að umsóknarríki uppfylli tiltekin skilyrði á málasviðinu. Þau felast iðulega í því að breyta lögum, reglugerðum eða stjórnsýslu (t.d. setja upp nýjar stofnanir) til að aðlaga umsóknarríkið regluverki Evrópusambandsins.

Með orðum Evrópusambandsins gengur aðlögunin fyrir sig með eftirfarandi hætti (bls. 6)

The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra viðurkennir í svari sínu til þingmannanna Jóns Bjarnasonar og Atla Gíslasonar að Evrópusambandið gerir aðlögunarkröfur til Íslands. Íslensk stjórnvöld hafi hins vegar ekki treyst sér til að mæta kröfum Evrópusambandsins. Í viðtengdri frétt segir

Þeir Atli og Jón spurðu einnig hvort ESB geti krafist þess að tilteknum áföngum verði náð í aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að löggjöf ESB áður en samningskaflanum um landbúnað verður lokað. Í svari ráðherra segir að viðræður um samningskaflann séu ekki hafnar og því ótímabært að geta sér til um hvort og þá hvernig ESB kunni að setja fram lokunarviðmið í kaflanum. „Rýniskýrsla ESB um landbúnaðarkafla viðræðnanna nefnir stefnu íslenskra stjórnvalda um að ekki verði ráðist í breytingar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú aðgerðaáætlun sem nú liggur fyrir byggist á þeirri nálgun.“

Hér er komin skýringin á því hve seint og illa gengur að opna samningskaflana. Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að mæta aðlögunarkröfum Evrópusambandsins enda hefur ekki umboð til þess Aðeins 18 af 35 köflum hafa verið teknir til umræðu þótt viðræður hafi staðið yfir í tvö ár og þrjú ár eru liðin frá umsókninni. 

Evrópusambandinu liggur ekki á að ljúka aðildarferli Íslands. Samfylkingunni liggur heldur ekki á, - hún vill hafa ESB-aðild sem kosningamál. Steingrímur J. ætlar að reyna að ljúga sig áfram með málið og gefur yfirlýsingu um að ,,engu verði breytt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu." Við sem álpuðumst til að kjósa Vinstri græna við síðustu kosningar af því að þeir ætluðu að halda Íslandi utan Evrópusambandsins vitum hversu marktækur Steingrímur J. er með loforð varðandi Evrópusambandið.


mbl.is Engu breytt fyrir atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Engar breytingar verða gerðar á innlendri landbúnaðarstefnu, lagaumgjörð eða stjórnsýslu, vegna hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, fyrr en aðildarsamningur hefur verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu"

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2012 kl. 07:46

2 Smámynd: Elle_

Og punkturinn þinn, Hvellur?  Svona er þetta.  Það ætti að þýða þetta fyrir Jóhönnu og co:
The term "negotiation" can be misleading. - - -  And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Elle_, 22.8.2012 kl. 07:59

3 identicon

Enn ein birtingarmynd oheidarleika og syndarmensku vinstristjornarinnar Sleggjan.

Hun torir ekki ad syna almenningi hvad umsoknin gengur ut a, en eftir ad hafa platad folk inn i pakkann er ordid of seint ad rifast.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 09:26

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Engar breytingar verða gerðar á innlendri landbúnaðarstefnu, lagaumgjörð eða stjórnsýslu, vegna hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, fyrr en aðildarsamningur hefur verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu"

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2012 kl. 09:30

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Aðgerðaráætlunin byggist á þeim grunni að engar breytingar verði gerðar fyrr en þjóðin hefur samþykkt samning í atkvæðagreiðslu. "

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2012 kl. 09:31

6 Smámynd: Sólbjörg

Atkvæðagreiðsla þjóðarinnar þegar aðildaraðlögun allra reglugerða er lokið er ekki bindandi, það breytir öllu.

Sólbjörg, 22.8.2012 kl. 10:13

7 identicon

Tetta er audvitad merkingar og meiningarlaust kæra sleggja.

Tad a ad samtykkja "samning" sem verdur ekki buid ad uppfylla eins og "samningsakvædi" segja til um.

Bara til ad turfa ekki ad syna hvad verid ad kjosa um, to tad se i raun ekki hægt midad vid "samningsreglur".

Meikar ekki sens. Bull og vitleysa. Eins og svo allt of margt hja kratafylkingunni.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 10:14

8 Smámynd: Elle_

Hvellur getur auðvitað gert sig að fífli og þulið aftur og aftur fáfræði Jóhönnu og ósannindi Steingríms.  Það er búið að vera að rústa embættum og stofnunum til að falla að Brussel-lögum.  Það er búið að vera að rústa embættum og stofnunum til að falla að Brussel-lögum.  Það þó þjóðin hafi aldrei gefi samþykki sitt.  Aldrei.  Það þó alþingi hafi ekkert leyfi og hafi sagt að það væri ekki ætlunin.

Það er ekkert ´í boði´ eins og Jóhanna og blekkjarar hennar halda fram, nema um 100 þúsund blaðsíður af yfirþjóðlegum lögum.  Það eru engar ´samninga´-viðræður í gangi.  Það verða engir ´samningar´. 

Elle_, 22.8.2012 kl. 10:30

9 identicon

Elle,

" Það er búið að vera að rústa embættum og stofnunum til að falla að Brussel-lögum."

Hvaða embætti og stofnanir eru það sem er búið að rústa?

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 10:44

10 Smámynd: Elle_

Að aðlaga/breyta innlendum embættum og stofnunum til að falla að erlendum lögum er það sem ég kalla að ´rústa´.  Það var ekkert leyfi fyrir þessu frá þjóðinni. 

Elle_, 22.8.2012 kl. 11:08

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fylgdist enginn með innlimun Króatíu?  Þegar aðlögunarviðræðum var lokið og allt orðið klappað og klárt,  bauð ESB Króatíu opinberlega velkomna í sambandið.  Þó átti króatískur almenningur enn eftir að kjósa um aðild! 

Kolbrún Hilmars, 22.8.2012 kl. 12:55

12 identicon

Alþingi nýtur einungis 10% traust meðal þjóðarinnar.

Það er staðreynd að formenn helferðarstjórnarinnar knúðu þetta ferli fram, með mjög hæpnum og jafnframt vald-þvinguðum foringjaræðis meirihluta.

Það mundi verða alþingi til smá vegsauka, ef það léti nú svo lítið,

að eigin frumkvæði, að vísa þessu máli vafningalaust til dóms þjóðarinnar.

Að virkja lýðræðislegan vilja þjóðarinnar, að hætti Bessastaðabóndans.

Eða vilja alþingismenn áfram vera miklu minni menn en Bessastaðabóndinn,

í huga meirihluta almennings?

Ef einhverjir hafa lært að rýna, af heilbrigðri skynsemi, í stöðu stjórnmálanna, þá er það meirihluti þjóðarinnar, kjósendur.  Þeir sömu kjósendur og munu ráða örlögum þeirra þingmanna sem nú sitja á vanhæfu alþingi.

Þess vegan ber brýna nauðsyn til þess að þingið, því til smá vegsauka, láti nú svo lítið, að eigin frumkvæði, að senda málið til dóms þjóðarinnar, í

þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fari í nóvember 2012.

Til þess þarf þingið að afgreiða málið strax frá sér í byrjun október 2012.

Ég neita að trúa öðru en að allir þingmenn vilji að lýðræði þjóðarinnar sé virkjað.

Þeir þingmenn, sem kunna að standa gegn því, geta ekki kennt sig við lýðræði. 

Þeim verður vart fagnað þegar að alþingkosningum kemur.  Þeir skyldu gá að því.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 14:39

13 identicon

Spurningin í þeirri þjóðaratkvæðugreiðslu, vonandi í nóvember 2012,

gæti verið svohljóðandi, ógildishlaðin, bara hrein og bein spurning: 

Vilt þú að áfram sé haldið með aðildarferlið að ESB, sem hófst með samþykkt Alþingis 2009?

Svarmöguleikar x Já eða x Nei.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 14:49

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Traust Alþingis er í lágmarki.

En ef stjórnaarsáttmálainn verður brotinn þá mun allt traust á Alþingi algjörlega hverfa.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2012 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband