Steingrímur J. mærir Geir H. Haarde

Neyðarlögin eru lykilatriði íslensku leiðarinnar úr hruni. Maðurinn sem verkstýrði neyðarlögunum er Geir H. Haarde forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon tekur verk Geirs og sýnir evrópskum lesendum Financial Times sem dæmi um íslenska jafnaðarmennsku í efnahagsþrengingum.

Hér heima mætti Steingrímur J. sýna Geir þá háttvísi að þakka honum verkstjórnina þegar eldarnir brunnu hvað heitast.

Annað lykilatriði íslensku leiðarinnar úr hruninu er sjálfstæður gjaldmiðill sem var forsenda fyrir því að leyfa fjármálastofnunum að fara í gjaldþrot. Írar gátu ekki farið íslensku leiðina vegna evru sem er lögeyrir á eyjunni grænu.


mbl.is Evrópa geti lært af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er bankaleyndin ekki lykilatriði? Þetta lafir allt á lyginni.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/08/21/gunnar-th-andersen-akaerdur-fyrir-ad-brjota-gegn-thagnarskyldu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 10:14

2 identicon

er ekki rétt að benda á að Ragnar Önundarson fyrrum bankamaður á heiðurinn að neyðarlögunum sem komu í veg fyrir að ísland þurrkaðist út, það er ósiður að eigna sér verk annarra. Ragnar er alvöru bankamaður af gamla skólanum, það er þökk sé honum að ekki fór verr.

grímur (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 10:50

3 identicon

Tad er skrytid ad heyra tessi ord. Hvad ætli mikill hluti hagvaxtarins se svo því að þakka að allt fór til fjandans og túristar flykkjast til landsins þökk se odýrum gjaldmiðli?

Sigurdur (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 10:57

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þvílíkt bull í einum manni verð ég bara að segja, hann eignar sér þær gjörðir sem Geir H.H. greip til...

Hann er komin í ESB það er svo augljóst á ummæum hans í þessari frétt þegar hann talar um að allt velti hér á landi á hagkerfi heimsins og tekið er tillit til þess að hann samþykkti upptöku Evru þó svo að hún sé sökkvandi með öllum tiltækum björgunar aðgerðum með tilheyrandi kostnaði að drukkna...

Ég er hrædd um að VG verði að losa sig við þennan mann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.8.2012 kl. 11:04

5 identicon

sigurður svo má bæta því við að 18% stökk í VSK úr 7 og yfir í 25% mun líklega drepa það hálmstrá sem ferðaþjónustan er, það var náttúrulega ekki minnst á það í Financial Times, ég held að það yrði ekki til eftirbreytni fyrir evrópu

grímur (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 11:32

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Hann er ekki betri en prófesorinn Hannes H G eignar sér það sem hann ekki á

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.8.2012 kl. 12:55

7 identicon

Ótrúlegur oflátungsháttur í Steingrími.

Að detta í hug að Íslendingar geti leiðbeint öðtum þjóðum.

Minnir á 2007 þegar athugasemdir útlendinga við íslenska fjármálaundrið voru hafðar til marks um heimsku þeirra og öfund.

Oflátungsháttur er jafnan til marks um karakterheimsku.

Rósa (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 13:10

8 identicon

ég myndi fara varlega í að mæra þessi neyðarlög. þau eru orðin að helsta grundvelli málsóknarinnar gegn íslandi í icesavemálinu sem nú er rekið fyrir efta dómstólnum. sennilega mun augljóst brot á jafnræðisreglu sem þverbrotin var með neyðarlögunum gagnvart erlendum eigendum innstæðna í íslenskum bönkum leiða til þess að ísland verði dæmt til að greiða icesaveskuldina upp í topp.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 13:36

9 Smámynd: Elle_

Kolrangt, Friðrik.  Það er ekkert slíkt mál í gangi.  Og EES er ekki aðfararhæft á Íslandi.  Þetta er gömul lygi Brusselsinna sem vildu að ísl. þjóðin hlýddi Brussel í einu og öllu (inngöngumiðinn þangað).  Við getum ekki verið dæmd til að borga eyri fyrir ICESAVE.  Þú ert að fullyrða út í loftið.

Elle_, 21.8.2012 kl. 15:48

10 Smámynd: Elle_

ESA, ætlaði ég að skrifa.

Elle_, 21.8.2012 kl. 15:49

11 identicon

Eftir að hafa lesið þessi skrif Steingríms er ég sannfærður um að hann gengur ekki heill til skógar.

Þetta er eitt það versta sem ég hef séð frá íslenskum ráðamanni og fyllilega sambærilegt við verstu óra forsetans.

Þetta er beinlínis átakanlegt.

Galið.

Karl (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 17:22

12 Smámynd: Sólbjörg

Steingrímur J. slær sig til riddara út á verk Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar sem á sinn stóra þátt í að neyðarlögin voru sett á. Davíð fór fremstur í að rökstyðja og fullyrða að eina færa leiðin og björgun okkar væri að virkja neyðarlögin sem reyndist rétt hjá honum. Steingrímur J aftur á móti froðufelld yfir neyðarlögunum og flest öllu sem rekja mátti til Sjálfstæðisflokksins. Nú hreykir Steingrímur Reykás sér út um allar koppajarðir yfir farsælum árangri neyðarlaganna, allsæll með sjálfan.

Sólbjörg, 21.8.2012 kl. 18:16

13 Smámynd: Elle_

Sammála ykkur með Steingrím, Karl og Sólbjörg.  Hann gerði nefnilega bókstaflega allt til að hatast út í og rakka niður Davíð og Geir.  Og flokk þeirra eins og hann leggur sig.  Nú stelur hann heiðrinum af þeim. 

Maðurinn er loddari.  Hann margbraut neyðarlögin sem hann stærir sig af núna, með ICESAVE1 +2 + 3 +.  Hvað næst?  Neyðarlögin nefnilega gerðu ICESAVE-kröfurnar að forgangskröfum.  Samt vildi hann brjálaður og ólmur gera nauðungarsamning á ísl. ríkið. 

Og ég velti fyrir mér hvaða ICESAVE-SKULD Friðrik Indriðason að ofan er að tala um.  Hvaða skuld, hverra skuld??  Hann hljómar eins og fáfróð Jóhanna.  EFTA-dómstóllinn getur ekki krafið okkur um 1 eyri vegna ICESAVE, sem við skulduðum aldrei.  Hæstiréttur Íslands er eina stofnunin sem það gæti.

Elle_, 21.8.2012 kl. 18:31

14 identicon

Steingrímur virðist þó allavega hafa áttað sig á að árangurinn hingað til er fyrst og fremst að þakka neyðarlögum, gengisfalli (öflugri útflutningi í kjölfarið) og auknum fiskveiðum.

Ekkert af ofantöldu hefur neitt með núverandi ríkisstjórn að gera, hún hefur reynst fullkomlega getulaus til að klára nokkurn skapaðan hlut og reynir nú í örvæntingu að eigna sér heiðurinn af verkum annarra og náttúrunnar.

Síðustu 4 ár hefur síðan vanhæfasta ríkisstjórn sögunnar unnið ómældan skaða á landinu að vinna úr þeim tækifærum sem voru lögð upp í hendurnar á þeim og ekkert framundan annað en nýtt hrun ef mútuþegar fjórflokksins fara ekki að taka sig saman í andlitinu og yfirgefa Alþingi og hleypa heiðarlegu fólki að.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 20:33

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allsherjarráðherrann!! Með möppu Geirs!! Eins og umsækjandi með ferilskrá í atvinnuleit,fékk víst tilboð frá Grikklandi í seinustu ,tuneringu,. Bráðaðkallandi að losna við þessa skaðlegu ríkisstjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2012 kl. 21:45

16 identicon

Á facebook síðu sinni segir Marinó G. Njálsson réttilega um hið sexfada landris Steingríms:

"Núna vantar 45 daga í að 4 ár séu frá því að svikabankarnir féllu. Á þeim tíma er búið að afskrifa líklega um 1.000 milljarða hjá vildarvinum svikabankanna og stórfyrirtækjum, en þeir sem ekki eru í náðinni, þ.e. almenningur og fyrirtæki í eigu rangra aðila, hafa kannski fengið 150 milljarða niðurfellda (tek ekki lækkun lána vegna ólöglegrar gengistryggingar til niðurfellingar enda voru það ranglega uppfærða..."

Steingrímur J. er keisari sjálfhólsins, hrokans og drambseminnar, kviknakinn.

Það er kominn tími til að koma þessum vesæla manni niður á jörðina.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 22:17

17 identicon

Yfir okkur hangir 1000 milljarða snjóhengja og Steingrímur stærir sig.

Lánin frá AGS í seðlabankanum notuð til að borga afborganir af Icesave.

Steingrím J. á að dæma til útlegðar.  Burt með þennan djöflamerg.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband