Samfylkingaráðherrar hygla gjaldkera flokksins

Verne gagnaverið er sameiginlegt verkefni Vilhjálms Þorsteinssonar gjaldkera Samfylkingarinnar og Björgólfs Björgólfssonar auðmanns. Sérlög voru sett um gagnaverið. Eftirlitsstofnun EFTA segir ráðherra Samfylkingarinnar hygla flokksbróður sínum með selja honum ríkiseignir undir markaðsvirði.

Samfylkingin er þeirrar sannfæringar að réttlæti frá Evrópu sé öðru réttlæti æðra.

Ráðherrahausar hljóta að fjúka í kjölfarið.

 


mbl.is Höfðað verði mál gegn ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig má það vera að þjóðin láti bjóða sér þetta?

Í öllum venjulegum löndum væri búið að henda þessum spillta skríl út.

Illa er komið fyrir því fólki sem styður þennan glæpalýð.

Rósa (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 23:07

2 identicon

Þetta er ekkert venjulegt land. Lögreglan er önnum kafin við að selja trúnaðarupplýsingar og skemma rannsóknir milli þess sem hún ákærir fólk fyrir ekki neitt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 00:08

3 identicon

Að verja hag lands og þjóðar? 

Nei,

það datt Samfylkingar þingflokknum og ráð-frúm og herrum barasta alls ekki í hug, eins og sýndi sig best í Icesave málinu. 

Þá þagði hyskið og ýtti bara á takka sína á þingi;  þjóðin skyldi sett í skuldaáþján fyrir einka-skuld hins einka-vina-vædda Björgólfs Thor.

En þegar kemur að makker Björgólfs Thor, lepps Deutsche Bank, sem stundar meint millibankavaxtasvindl af djöfuldóm, þá gilda aðrar reglur.  Þá rjúka pútínur þeirra í gjörspilltu stjórnkerfinu upp til handa og fóta og gala og gagga.

Allt þetta sýnir að hér hefur ekkert breyst.  Rotið í gegn.

Skilur þetta lið að al-menningur hefur forakt á því?  Er Oddný siðspillt? 

Annars sýnir það best hvað Samfylkingin er rotin í gegn, að þeim skyldi hafa dottið í hug og hvað þá kosið Vilhjálm Þorsteinsson, makker Björgólfs Thor, sem gjaldkera Samfylkingarinnar.

Þarf ekki að segja meira um það.  Jú, bíðið við, því á sömu hallelúja samkundu fyrir tæpu ári síðan,

var Hrun-ráherrann Jóhanna Sigurðardóttir kosin rússneskri kosningu.

Það er kannski við hæfi að rússneskur formaður hefði gjaldkera, sem var gamall makker Björgólfsfeðga, sem rændu bruggfabrikku í Pétursborg og rupluðu svo heilum banka hér heima.  Hvar er andvirði Landsbankans?

Pussy Riot stelpurnar í Rússlandi eru flottar, en minni glans er yfir þeim hérna heima, enda gerðar út af flokkskontór VG við Suðurgötuna.  Af hverju mótmæla þessar íslensku pussy riot stelpur ekki

íslensku bankaræningjunum, sem rændu bankana inna frá????

Nei, þá þegja skækjur VG og Samfylkingar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 00:34

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég trúi að komi fram einstakur pólitíkus ,sem sópar að sér fylgi. Hann lætur ekki ,,bjóða okkur þetta,,,, nóg um það.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2012 kl. 00:36

5 identicon

Það er vegna svona mála að maður fær ekki orða bundist, heldur segir það hreint og beint út að þessi gungu og druslu ríkisstjórn er

skjalborg um stórglæpamenn, bankaræningja og makkera þeirra.

Það er vegan svona mála að maður fær ekki orða bundist, heldur segir það hreint og beint út að þessi gungu og druslu ríkisstjórn er

velferðarstjórn stórglæpamanna, bankaræningja og makkera þeirra.

Þetta er hin svokallaða "fyrsta hreina 2ja flokka vinstri stjórnin", sem Ögmundur kyssti Össur fyrir að mega taka þátt í.

Wake up Ögmundur og glenntu upp augun drengur.  Allt á þinni vakt!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 00:46

6 identicon

Það má bara skamma suma Pétur Örn. Það er hins vegar mjög vinsælt að skamma Egil fyrir að tala ekki um femínisma þetta eða femínisma hitt. Einkennilegur andskoti.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 00:57

7 identicon

Um hvaða Egil ertu að tala Elín mín.  Hver er það eiginlega?

Erum við ekki að ræða um Björgólf Thor, Icesave, ESB, Samfylkinguna og tengilið þessa alla alls inn í ríkisstjórnina, makker Björgólfs Thor, gjaldkera Samfylkingarinnar, Vilhjálm Þorsteinsson?

Skelltu nú upp Elín, ef þú hefur það við hendina, linkinn á eignatengsl Vilhjálms.

Þau eru eins og kóngulóarvefur út um allar trissur.  Skyldi sérstakur vera byrjaður að kanna málið? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 01:06

8 identicon

Hér er nýleg frétt um gjaldkera Samfylkingarinnar:

Vilhjálmur tók sér 240 milljóna arð

Milljónir runnu til eignarhaldsfélags í Lúxemborg
13:23 › 22. mars 2012
Vilhjálmur Þorsteinsson, einn af eigendum Teton, hagnaðist gríðarlega á hrunárinu 2008 ásamt meðeigendunum Gunnlaugi Sigmundssyni og Erni Karlssyni.

Vilhjálmur Þorsteinsson, einn af eigendum Teton, hagnaðist gríðarlega á hrunárinu 2008 ásamt meðeigendunum Gunnlaugi Sigmundssyni og Erni Karlssyni.

Fjárfestirinn Vilhjálmur Þorsteinsson greiddi sér 240 milljón króna arð, sem hann tók út úr fjárfestingarfélaginu Teton árið 2009, til eignarhaldsfélagsins Meson Holding SA í Lúxemborg. Í DV er greint frá sex hundruð milljón króna arði sem Vilhjálmur tók út úr Teton árið 2009 ásamt Gunnlaugi Sigmundssyni og Erni Karlssyni vegna rekstrarársins 2008.

Teton hafði hagnast um nærri 1.150 milljónir króna á hrunárinu 2008 og byggði arðgreiðslan á því. Framkvæmdastjóri Teton, Örn Karlsson, neitar að upplýsa á hverju Teton græddi svo vel á hrunárinu þegar krónan, hlutabréf og skuldabréf á Íslandi hrundu í verði út af alþjóðlegu fjármálakrísunni. DV spurði Örn meðal annars að því hvort Teton hefði hagnast á skortstöðum, til dæmis gegn íslensku krónunni, en hann vildi ekki svara spurningum um eðli fjárfestinga Tetons. Þremenningarnir áttu meðal annars hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Kögun í gegnum áðurnefnt félag, Teton, sem þeir seldu árið 2006.

Vilhjálmur hefur um árabil starfað sem fjárfestir í tækni- og upplýsingageiranum á Íslandi og hefur meðal annars verið stjórnarformaður í tölvuleikjafyrirtækinu CCP, framleiðanda Eve Online. Þá var hann stjórnarformaður í gagnaverinu Verne Holdings í Reykjanesbæ. Í október síðastliðnum var Vilhjálmur kosinn gjaldkeri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Hann sat auk þess í stjórnlagaráði.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 01:12

9 identicon

Lásuði þetta:

"Fjárfestirinn Vilhjálmur Þorsteinsson greiddi sér 240 milljón króna arð, sem hann tók út úr fjárfestingarfélaginu Teton árið 2009, til eignarhaldsfélagsins Meson Holding SA í Lúxemborg. Í DV er greint frá sex hundruð milljón króna arði sem Vilhjálmur tók út úr Teton árið 2009 ásamt Gunnlaugi Sigmundssyni og Erni Karlssyni vegna rekstrarársins 2008."

Vilhjálmur hefur mjög hátt um það að hann sé jafnaðarmaður.  Það var og.

Dæmið sjálf hvað ykkur finnst.  Ég er ekki í vafa hvaða dýrategund hann er.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 01:20

10 identicon

Og lásuði þetta:

"Í október síðastliðnum var Vilhjálmur kosinn gjaldkeri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Hann sat auk þess í stjórnlagaráði."

Samfylkingin sér um sína, hefur oft verið sagt og réttilega. 

Vilhjálmur getur borgað rausnarlega í kosningasjóð Samfylkingarinnar.

Það gefur honum pólitísk völd í gegnum gungur og druslur

þeirrar vesælu samfylkingar á þingi og í ráðherradómi.

Þetta er eitt gleggsta dæmi þess að hér þrífst ekki lýðræði,

heldur 4-flokksræði og auðræði.  Er það það, sem íslenskur al-menningur vill?

Að láta ræna sig aftur og aftur af bankaræningjum og makkerum þeirra í

4-flokknum og láta svo stjórnvöld þeirra skattleggja al-menning í drep????

Og moka svo skít sínum undir Brusseldregilinn, beint inn í Deutsche Bank,

sem veitir þeim væna fyrirgreiðslu og þóknun - og alveg auka-risa-bónus,

ef þeim tekst að sölsa undir sig auðlindir lands okkar.

Svona einfalt er þetta krakkar mínir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 01:40

11 identicon

Ég var að tala um Egil Helgason Pétur Örn. Þú ættir að benda honum Páli á þennan link. Þá hættir hann kannski að reyna að einskorða spillinguna við Samfylkinguna. Sérstakur fer að vinna vinnuna sína þegar femínistar taka hausinn úr rassgatinu á sér.

http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/08/17/domurinn-er-rettarfarshneyksli/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 08:45

12 identicon

Þú ert yndisleg Elín og ég er sammála þér um það að spillingin er ferföld.

Páll heldur td. að Framsóknarmaddaman sé heilög, það er háttur femínista. 

Í því ljósi á maddömu, móður, konu og meyjar er þessi setning gulls ígildi:

"Sérstakur fer að vinna vinnuna sína þegar femínistar taka hausinn úr rassgatinu á sér."

Kallar og kellingar, stelpur og strákar, tökum nú hausinn úr rassgati strútsins.

Glennum upp augun og hefjumst handa um heiðarlegt uppgjör eftir hrunið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 13:03

13 identicon

Þetta helvítis makk náhirðar 4-flokksins gengur ekki lengur.

Góður pistill hjá Þórði Birni Siguðssyni á dv.is:

Þann 4. júlí 2012 ákvað Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenska ríkið ætti að endurheimta ríkisaðstoð að andvirði 220 milljónir króna frá einkafyrirtækinu Verne sem rekur gagnver í Reykjanesbæ.  Ríkisaðstoðin var veitt árið 2008 þegar ríkið seldi Verne fimm byggingar á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll undir markaðsvirði.  Muninn á markaðsvirði og söluvirði bygginganna fimm þarf að endurheimta frá fyrirtækinu. 



Reykjanesbær hefur að auki veitt Verne undanþágu frá fasteigna- og gatnagerðargjöldum frá árinu 2009. ESA hefur komist að niðurstöðu um að þessar undanþágur séu ósamræmanlegar EES-samningnum og skuli því einnig endurheimtar frá Verne. 



Í kvöldfréttum Stöðvar tvö þann 17. ágúst 2012 var greint frá því að Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, hefði lagt til við ríkisstjórnina að íslenska ríkið höfði mál gegn ESA til að komast hjá því að endurheimta umrædda ríkisaðstoð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við tillöguna á fundinum og því má gera ráð fyrir að málið verði til lykta leitt fyrir dómstólum.



Þetta eru merkileg tíðindi.  Ríkisstjórnin vill ekki endurheimta fé sem ESA hefur sagt að ríkið eigi inni hjá einkafyrirtæki.  Í staðinn ætlar hún að höfða mál gegn ESA til að losna undan endurheimtuskyldunni.  Hvernig sú afstaða samræmist hlutverki ríkisstjórnarinnar sem gæsluaðila almannahagsmuna er vandséð.



Hitt blasir þó við.  Að gjaldkeri Samfylkingarinnar er jafnframt stjórnarformaður Verne Holdings.  En hvort sú staðreynd útskýrir örlæti Oddnýjar treysti ég mér ekki til að fullyrða um.  Aftur á móti verður að viðurkennast að þetta lítur mjög illa út.




Við undirritun samninga Verne Holdings ehf., Landsvikjunar og fleiri þann 26. febrúar 2008 um gagnaver á Keflavíkurflugvelli. Sitjandi eru Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvikjunar og Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður Verne Holdings. Að baki þeim má m.a. sjá ráðherrana Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller og Árna M. Matthiesen. Á bak við þá er Björgólfur Thor Björgólfsson.  Mynd af vef Landsvirkjunar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 21:19

14 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Það er rétt að vekja athygli á athugasemd Gunnars Tryggvasonar við færslu mína á DV.  Hann vill meina að Vilhjálmur sé ekki lengur í stjórn Verne.  Ég kíkti á þetta í rel-8 gagnagrunninum og mikið rétt, VÞ er ekki lengur skráður stjórnarformaður.  Hann er hinsvegar ennþá með prókúru sem bendir til þess að hann eigi enn hagsmuni að gæta þegar kemur að Verne.

Þórður Björn Sigurðsson, 19.8.2012 kl. 02:11

15 identicon

Mér þykir dapurlegt til þess að vita að sá góði drengur, Gunnar Tryggvason, nú aðstoðamaður Oddnýjar Harðardóttur, skuli leggjast svo lágt sem hann gerir nú fyrir hönd siðspilltra manna. 

Ekki reyna að búa til reyk og villa okkur sýnina Gunnar minn, enda segir Þórður Björn hér skýrt og skorinort að

Vilhjálmur Þorsteinsson er enn með prókúruna að Verne.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 18:38

16 identicon

Plís Gunnar minn, ég vil áfram geta þekkt þig sem þann góða dreng, sem ég veit að býr innra með þér.  Og plís, hættu þessu Nubo bralli þínu vegna Enex?

Við leigjum ekki 300 ferkílómetra land til 80 ára (ígildi sölu) bara fyrir smá verkfræðiverkefni í Kína.  Það gera ekki góðir drengir, Gunnar minn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband