Föstudagur, 17. ágúst 2012
Sigríður og Árni Páll í flokksútgáfunni
Tveir formannskandídatar Samfylkingarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason, skrifa í Fréttablaðið í dag. Sigríður óttast helst einangrun Samfylkingar vegna ESB-umsóknarinnar. Lausn hennar er að flokkurinn haldi umsókninni til streitu,- væntanlega til að festast í einangruninni.
Árni Páll, sem er smurður kandídat flokksútgáfunnar, skrifar eins og framsóknarmaður fyrir miðja síðustu öld er mærði SÍS-veldið til sjávar og sveita. Nema hjá Árna Páli er Evrópusambandið komið í stað SÍS. Árni Páll virðist telja að án ESB er vart hægt að stunda frjáls viðskipti.
Líklega kunna bæði Árni Páll og Sigríður útlensku, sem er framför frá núverandi formanni. Hér er viðtal við flokksbróður þeirra, finnska fjármálaráðherrann, sem telur nauðsynlegt að undirbúa afnám evru-samstarfsins. Hér er önnur um galdrakúnstina sem notuð er til að fjármagna gjaldþrota ríki ESB.
Sigríður og Árni Páll eru snjallar útgáfur af samfylkingarfólki sem fullnuma er í þeirri list að sniðganga staðreyndir.
Athugasemdir
Fréttablaðið liggur fyrir hunda og manna fótum.
Það liggur útglennt og uppfokið, eins og krakk mella.
Glyðruleg og skinhelg skækja, sem forðast sannleikann.
Aumingja fermingarpresturinn minn, séra Þórir Stephensen,
að eiga fyrir einkasoninn, Ólaf Stephensen, ritsjóra óhroðans.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 12:38
Fréttablaðið er vandlegar ritskoðað, klippt og skorið, en Pravda forðum.
Prófið að senda inn gagnrýna grein, það hef ég gert. Nei, ekki birt.
Þess vegna skrifa ég bara athugasemdir hjá Ekki Baugsmiðlinum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 12:45
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að prestsonurinn Árni Páll,
Mr. Gólden Brávn, fylgi þeim feðgum eins og asni hlaðinn gulli
og messi um ágæti Alríkis Stórfyrirtækja og Bankaræningja og þjófa,
sem engu eira og drepa alla smælingjana, litlu kaupmennina á horninu,
litlu einyrkjafyrirtækin, litlu fyrirtækin,
já áfram hreinlega drepa niður frelsi hins litla og smáa.
Til þess er notast við gamlar aðferðir frá miðöldum, kirkjuskipanir Páfans í Róm og sakramenti Mammons.
Þar er alltaf hinn litli og smái dæmdur sekur fyrirfram. Hann hefur ekki burði til að lesa alla djöflareglugerðirnar og lögin, 100.000 blaðsíðna kirkjuskipanir páfahirðarinnar,
enda eru þau sérsniðin fyrir undanskot og þjófnað Stórfyrirtækja, Bankaræningja og þjófa og lögfræðinga, sem bjóða þeim escort þjónustu,
eiginlega bæði escort og escape og gott ef ekki ecstasy þjónustu,
með dyggri aðstoð embættismannahyskisins.
Allt samkvæmt 100.000 blaðsíðna kirkjuskipunum páfahirðarinnar
í Brussel/Berlín/Róm, sem þó brennur nú, líkt og fyrr - og alltaf, að lokum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 14:32
Hvað er að gerast hérna?
http://www.dv.is/frettir/2012/8/17/snaeros-og-maria-lilja-kaerdar/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 14:47
Hvað er að gerast Elín? Pussy Riot í langtíburtistan hjá kakóliðinu?
Af hverju er ekki Pussy Riot varðandi það sem nær okkur er, hjá kakó-liðinu?
Hvað er að frétta af Gnarr og að börnum fátæks fólks sé úthýst í Reykjavík?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 15:30
Ögmundur er innanríkisráðherra. Spyrðu hann Elín mín.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 15:46
Sæll.
Þetta kemur mér ekki á óvart.
Ég hef enga trú á að Sf samþykki að draga ESB umsóknina til baka enda hefur þessi umsókn verið efnahagsstefna flokksins. Án hennar stæði flokkurinn upp nánast stefnulaus í efnahagsmálum. Sf sinnar hafa grobbað sig af öllu því frábæra sem við myndum njóta ef við værum innan ESB og afar erfitt ef ekki ómögulegt er að draga í land með það. Það krefðist þess líka að Sf leggðist í mikla vinnu við að móta efnahagsstefnu enda hefur flokkurinn enga efnahagsstefnu- Sf sinnar þyrftu skyndilega að hugsa!! Getur einhver ímyndað sér það?
Helgi (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 17:53
Ógeðfelldur þessi hroki sem einkennir skrif Sigríðar Ingibjargar.
Hún mun aldrei njóta alþýðuhylli.
Rósa (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.